Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Er ekki komið nóg um fréttir af þessum toga.

Væri ekki í lagi að draga aðeins úr þessari æsifréttamennsku og reyna að koma með jákvæðar fréttir með líka til að styrkja bæði sál og líkama, fólk er að ganga af göflum hérna það er ekki talað um annað, og það sem mér þykkir verst er að fréttastofur landsins lífa á þessu núna, Komið með eitthvað annað en leiðinlegar fréttir.
mbl.is Hollendingar hóta málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og við fáum enga lækkun.

Þessi olíufurstar okkar nota gengið til að skýla sig á bakvið, við erum með hæsta verð í allri Evrópu og meðan við gerum ekkert lækkar það ekki, Sniðgangið N1 og Skeljung og knýjum þá til að lækka strax. það er ekki endalaust hægt að bera fyrir sig gengis vandamál það er orðin gömul tugga. Lækkið strax
mbl.is Hráolíuverð ekki lægra í 14 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komin grundvöllur til að lækka slatta hér... eða ?

Ég mundi segja að það sé vel komin tími á góða lækkun eða ætlar þessir herramenn að halda áfram að merg sjúga landann meðan enginn gerir neitt, ég tel að það hljóti að vera komin tími á góða lækkun við erum ennþá með Dísil verð og sama þegar það var á 140$ tunnan það hlýtur að vera svigrúm til að lækka slatta núna strax.... Mikið rosalega er mikill kurr í mönnum gagnvart þessi olíufélög, ég yrði ekki hissa ef einn þeirra færi á hausinn bráðlega og má þá rekja það til græðgi þeirra á tímum kreppu.
mbl.is Olían niður fyrir 75 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver þarf á þeim að halda, ekki við.

Látum þá eiga sig , erum við ekki að selja þeim fisk í stórum stíl , ég man þá tíð þegar ég var á sjó að við unnum fisk fyrir þá með roði og beinum á góðum prís en núna getum við selt örðum þetta og leitað að betri vinum en þeir eru, ég er viss um að það eru fullt af löndum sem mundu kaupa af okkur fisk, t.d Rússar, en með Breta þá mega þeir bara sigla sinn sjó og láta okkur í friði, ég tel líka að við eigum að sækja rétt okkar gagnvart þessum terrorista lögum sem þeir beitu okkur og ef dómur fellur okkur í hag þá látum við þá borga fyrir þessi mistök.
mbl.is „Makleg málagjöld"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ekkert annað eftir en að bretta upp ermar og taka á þessu

Það eina sem eftir er er að bretta upp ermar og taka á þessum málum og það strax, við getum alveg sýnt Bretum tvo í heimana með því að vera bretta upp ermar og koma úr þessu
mbl.is Mjög róttæk viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna þarf að efla traust erlenda aðila á Ísland Björgvin.

það er algjör forgangur að laga traust okkar á við erlenda aðila , það er það sem er aðkallandi núna umæli Gordon Browns eru það skemmandi að erlendir aðila eru að krefja alla um staðgreiðslu á öllum vörum , okkar nýju bankar eru ekki treystandi heldur þar sem þeir eru jú nýjir og ekki komin með kredit  traust. þetta er vítahringur sem við þurfum að taka á núna strax ...

ég skora á Björgvin að beita sér fyrir þessu núna og ekki bíða með það. 


mbl.is Skynsamleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hefur verið erfit fyrir kall greyjið

En þar sem efnahagur íslands er í molum þá hefði ég haldið að betra væri að lækka meira til að blása líf í fyrirtæki og almenning, núna þurfum við lægri vexti og meiri aðhald í peninga málum, en þetta er skref í rétta átt.
mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við verðum í mörg ár að fá traust okkar aftur

Eitt er víst að með aðgerðum Breta um yfirtöku og staða íslenska banka verður mun erfiðara en ella að fá traust aftur frá erlendum bönkum og byrgjum , ég væri ekki hissa ef allir aðila sem eru að flytja inn hafa fengið skilaboð frá sínum byrgjum um að credit línan væri lítil sem engin eða minnkuð um helming. og það hefur ekkert með gjaldeyrir að gera, þetta hefur með traust á íslandi að gera, skrítið að ríkið skuli ekki hafa fengið sér almannatengsla fyrirtæki til að front íslands og þar með minkað þessi áhrif.

Annað sem ég mundi gera er að selja Rússum allan þann fisk sem við getum og minnka alla sölu á okkar vörum til Breta. 


mbl.is Krónumarkaðir freðnir sem fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verð ég að segja nokkur orð..!

110357 Ég er sammála henni Ingibjörgu og það er kannski í fyrsta sinn sem ég er það, en núna er komið nóg ég vill að seðlabankastjórar sjái við sér og fari eftir tilmælum Ingibjörgu og segi af sér, það gefur ríkistjórn okkar tækifæri til að koma nýju blóði fyrir og stokka aðeins upp í fjármálaheiminum okkar sem er nánast ekkert orðinn, en samt það þarf að hreinsa til og það mikið. Þeir eru búnir að fá tækifæri og hafa ekki nýtt sér það sem skildi þannig að það er komið tími til að gefa nýju fólki tækifæri og núna verða það ekki uppgjafa eftirlauna þingmenn sem setjast í stól seðlabankastjóra, núna viljum við fá sérfræðinga sem eru með þekkingu og kunna til verks í stól seðlabankastjóra.
mbl.is Ingibjörg Sólrún vill að stjórn Seðlabankans stigi til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við krefjumst þess að Verðtryggðu láninn séu líka fryst.

ÉG skil ekki afhverju það hefur enginn talað um það að frysta þessi lán líka, eða á bara verlauna þá sem tóku erlend lán . mér finnst það ekki sanngjarnt. því er það ekki skoðað , það er óðaverðbólga og ekkert annað láninn hjá okkur sem eru með verðtryggð lán hækka og hækka. Afborgarnir hækka líka kannski ekki eins mikið en samt það mikið að við finnum fyrir því, Við hinn sem erum með verðtryggð lán óskum eftir að þessu sé líka fryst eða endurskoðað.
mbl.is Afborganir verði frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband