Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Algjört klúður....

Og ég hlýt að spyrja, hver ber ábyrgð á þessari ákvörðun að eyða milljónum tuga í höfn sem er algjörlega óstarfhæf með öllu, það er verið að skera niður alls staðar en það má dæla peningum í þessa vitleysu. Hver ber ábyrgð núna spyr ég .
mbl.is Enn óljóst með Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsið ykkur siðleysið

það að geta þrammað niður á vinnumálastofnun og óskað eftir því að fá bætur en samt og takið eftir að sá hinn sami var með yfir 40 milljónir í tekjur á sama tíma er ekkert annað en siðleysi og það eru vankantar á okkar kerfi þegar þetta er hægt.
mbl.is 3.632 eiga 750 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jippíííííííííí loksins sjáum við hækkun

Loksins fáum við hækkun og það almennilega jafnvel þó að $$$ sé að lækka og heimsmarkaðsverð að lækka þá hækka þessi herramenn. Og takið eftir að Atlantsolía er rétt á eftir með sama verð og aðrir en þeir rekar engar mannaðar stöðvar,,, virk samkeppnni my ass.. J
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

$ á niðurleið, Olían á niðurleið ,,,,,!!!!

En hér heldur allt áfram að hækka, það er ekki langt síðan að forsvarmenn þessarar olíufyrirtækja sögðust þurfa að hækka þar sem $ væri búin að styrkjast svo mikið, og allt væri bundið við þann gjaldmiðill, en núna þegar $ er komin í 110 kr fáum við hækkun, gaman væri að taka saman verð á olíu fyrir hrun og núna og sjá hver er munnurinn fyrir utan álagningu ríkis, en að láta okkur borga fyrir græðgi þeirra finnst mér einum of....
mbl.is Olíuverð á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ vill að bankarnir taki okkar eigur.

Enda er það að gæta hagsmunar lífeyrissjóða frekar en almenning, ASÍ er ekkert nema nafnið og ekkert annað, þeir hafa ekkert gert og munu ekkert gera. Gylfi gæti alveg eins farið að leita sér að annarri vinnu sem skilar honum eitthvað annað.

En hugsið ykkur að mótmælin sem eru í Frakklandi eru skipulögð af verkalýðsfélögum , hér heima heyrist ekkert í þeim tökum dæmi VR eitt stærsta verkalýðsfélag í landinu, ekkert Kristján er komin með góða vinnu, tryggður launaseðill næstu árin þannig að það borgar sig ekki að gera mikið, láta sem minnst fyrir sér fara. 

Það vantar menn eins og Guðmundu Jaka formann Dagsbrúnar já ég mann eftir þeim tímum þegar Guðmundur boðaði verkfall eða mótmæli þá mættu tugi þúsunda. En í dag gera þessi félög ekkert nema eyða peningum okkar í vafasamar fjárfestingar.


mbl.is Gylfi furðar sig á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG hvað........ ætlum við að taka þessu

Eða eigum við að sporna við þessu og skipuleggja stórt mómæli stærra en síðast og með meiri hávaða, eða eigum við að segja ok þetta er nóg það er ekkert hægt að gera, jú lífeyrissjóðir okkar og ASI hafa tekið afstöðu gegn heimilum og vilja frekar taka af okkur húsnæðið og síðan leigja okkur þau til að græða ennþá meira.

Héldum við í alvöru að þessi ríkistjórn mundi gera eitthvað, nei þeir ætla sér ekki að gera nokkuð fyrir okkur heimilin fyrst þarf að bjarga auðmönnum úr þeirra vanda og fella niður þeirra skuldir, láta þá fá heimilin okkar og bíla síðan þegar við erum komin á götuna eigum við að óska eftir mat frá Hjálparstofnun kirkjunnar eða fjölskylduaðstoð... því við fáum ekki hjálp frá þeim..

 

Svona er þessi ríkistjórn og mun ekkert breytast nema koma henni frá.


mbl.is Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er það sem ríkið vill

Þeir hugsa ekki , þeir ræða ekki málin, þau kanna ekki málinn, heldur framkvæma einhverjar aðgerðir án þess að hugsa.
mbl.is Með peninga í bankahólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur og Jóhanna lesið þetta

 fired_stamp

Vegna þess að ég held að þið áttið ykkur ekki á því en það er búið að segja ykkur upp starfinu, það eina sem er eftir er að koma ykkur út, til þín Steingrímur segi ég litu til baka þegar síðasta bylting var 2009 varst þú meðal okkar að mótmæla og vildir ekki samþykkja Icesave né fá AGS inn, núna ertu stuðningsmaður #1 meðal AGS og IceSave, það er ekkert að marka þín orð lengur, veit ekki hvort það er þessi ráðherrastól sem þú situr í eða völdin hafi stígið þér til höfuðs og þú vilt ekki taka rökum, en ég held að með sanni má segja að það er ekki hægt að taka þig trúanlegan lengur, og þú ert rekin, Jóhanna þú ert búin að svíkja þessa þjóð með þeim orðum sem þú lést falla fyrir viku síðan þegar þú talaðir máli Ingibjörgu Sólrúnu, þú tjáðir þessari þjóð að það yrði haldið utan um hemillinn og þeim yrði bjargað, en núna á ekkert að gera nema bjarga þeim sem komu þessari þjóð í gjaldþrot, fjölskyldur á að henda út á götu og láta fólk standa í löngum biðröðum eftir matarúthlutanir, var það þetta sem þú áttir við þegar þú sagðir að hlífðarskildi yfir heimilið sé í fyrirrúmi.. En það er búið að segja þér upp líka Jóhanna.

 

Óska ég eftir að nýr flokkur sé myndaður og settur í gang, Verkamannaflokkur, flokkur almennings eða flokkur fólksins. Er ekki einhverjir sem vilja stofna stjórnarflokk og ráða þessari þjóð ....


mbl.is Fela sig á bak við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust hægt að tala....

Jóhanna við erum orðinn þreytt á orðum og tali , við viljum sjá aðgerðir til fyrir heimilin. Ekki bankana eða auðmenn landsins heldur viljum við sjá aðgerðir til að minnka fátækt, mér þætti gaman að sjá þig standa í biðröð við að fá mat hjá Rauðakross eða óska eftir aðstoð banka, það er ekki nóg að segjast vilja gera eitthvað heldur verður núna að bretta upp ermar og framkvæma... og það núna
mbl.is Mikilvægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoltur mótmælandi.

Ég er stoltur af ykkur Íslendingum, þetta er fjölmennustu mótmæli sem ég hef tekið þátt í , mun stærri en 2009 þegar best lét, ég held bara að fólkið sé hreinlega komið með nóg af þessari vitleysu.
mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband