Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Jæja er ég fluttur eða hvað?

Nú er ég búin að vera að í heilar 2 vikur við að mála spasla og mála múra og ekki má gleyma að parketleggja, ég hef aldrei áður lagt parket nema að hjálpa til þá var það plast parket sem er ekki mikið mál, en vá að leggja þetta í 45gráður ef stórmál, og erfit ég er búin að vera í bakinu og tala nú ekki um hnéinn á mér þau eru alveg hélaum, við erum búin að vera að leggja parket í 2 daga og við erum hálfnuð, jippí,,,,, sváfum fyrstu nóttinu í nótt hérna með helming af húgögnum komin til okkar og hinn helmingurinn á leiðinni hingað á eftir þar má nefna ískápinn og allt þetta þyngsta, mér er sko ekki að hlakka til að taka á móti þessu, en jú það verður að ske líka. '

Það sem við erum búin að endurnýja eru gluggar, gólf, rafmagnstenglar, spasla alla veggi til að rétta þá af, nýjir ofnar, og flísar í andyrið, og nýja útihurð.

geri ekki meir í bili.

 


Biddu á ekki að hækka hérna heima...

það hefur nú ekki staðið á því að hækka þegar svona fréttir koma að utan, þannig að við gerum fastlega ráð fyrir hækkun á næstu dögum, þeir hljóta að koma með einhverja flotta afsökun og réttlætingu á þeirru hækkun, ég bíð spenntur.

 

 


mbl.is Verð á olíu hækkaði vegna frétta af fyrirhugaðri árás í Nígeríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun eða hvað

Núna þegar fréttir eru um lækkun á hráolíu á heimsmarkaði þá bíðum við eftir að heyra í olíufyrirtækjunum hérna heima og sjá hvort þeir sjá ekki ástæðu til að sýna smá lækkun líka, en ég á ekki von á því þeir finna einhverja ástæðu til að halda í þetta verð og bera fyrir sig afsökun á borð við að þetta sé tímabundinn lækkun, eða okkar verð og þeirra haldast ekki í hendur. " gaman verður að fylgjast með þessu á næstu dögum".
mbl.is Olíuverð lækkaði um rúma 2 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingar

Jæja ég hef ekki getað bloggað í smá tíma þar sem ég er búin að vera vinna í íbúðinni sem við vorum að kaupa, "og hún er tilbúin undir tréverk", það kom í ljós að það voru faldir gallar og núna þarf að taka á þessu, alla vega tókum við þá ákvörðun að rífa allt út byrja á gólfinu og breyta smá fyrirkomulaginu þannig að það er allt farið sem hægt er að taka út, nýjir ofnar ,nýtt gólf, og allt málað , þetta verður flott þegar ég er loksins búin en ég á langt í land, hér er mynd að íbúðinni þegar við tókum við henni og síðan hvernig þetta lítur út núna, reikna með að klára stofuna og borðstofuna á morgun og byrja á ganginum og forstofofuni, það verður komið með nýja glugga á miðvikudag en á morgun er píparinn (Gylfi frændi) að setja inn nýja ofna, en meira seinna.

 5239

 

 

 

 

 

 

 

Og síðan í dag

IMG_5505

 

 

 

 

 

 

 

Og síðan séð inn að eldhúsi

IMG_5503


Algjör snilld...

Mér líst vel á þetta með að breyta þessu fallega húsi í safn gæti ekki hentað betur, var frekar smeykur um að þessu yrði breytt í íbúðahúsnæði eða ennþá verra hótel við erum með nóg af þeim. Til lukku með þetta. 
mbl.is Borgarráð samþykkti að taka tilboði Novators í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðakstur og endurskoðun langt fram yfir

Það er alltaf verið að taka einhverja fyrir hraðakstur, almennt er að þetta verður alltaf til staðar, við hækkum sektir og eða viðurlög en það skiptir ekki máli, ég segi hækka aldurinn á bílprófi í 18 ára.

En það sem ég tek eftir er að bílar eru að keyra á grænum miða og eiga að fara í endurskoðunm sem er gott og gilt en þegar þeir eru komnir 3-6 mán framyfir leyfðum tíma sem er 1 mán, þá spyr maður sér lögreglan þetta ekki, er ekki fylgt eftir endurskoðun.

Skoðið næsta bíl sem þið sjáið með grænan miða hvenær hann ætti að mætta í endurskoðun það mun koma þér á óvart hvað margir eru komnir langt yfir.!

 

 


mbl.is Hraðakstur í höfuðborginni og á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum þetta aðeins

A2007-02-02_wideHver er ástæðan hjá þeim að milda þennan dóm, hafið þið hugsað út í það, er þetta ekki skammarlegt að þetta skuli geta átt sér stað, og hvernig líður foreldrum þessara barna eða jafnvel börnin sjálf þegar þau mætta þessum manni á eftir 18 mán í  fangels sem er ekki nema 9 mán þar sem þeir sleppa fyrir góða hegðun. 

Ég skil ekki svona dómskerfi sem á að  vernda okkur og börninn okkar fyrir svona fólki en mildar dóm vegna hvers.....!!!!!!!

mér þætti gaman að fá feedback á hvað ykkur finnst lesendur góðir.

 

 



Töpuðu tugum milljón, gef mér þessa penninga næst þegar þessi þörf kemur upp hjá ykkur

Ég get ekki sagt annað en næst þegar þessi þörf kemur upp að millifæra stóra fjármuni til einhvers leggið þá inná hjá mér, ég skal koma þessum aurum til góðs.

 


mbl.is Töpuðu tugum milljóna til svindlara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvufíkill trylltist, hvað er hægt að gera!

Það eru margar leiðir til þess að stjórna þessu með netnotkun barna, einn leið er að loka fyrir ákveðna Mac addressu sem hver tölva hefur, notast við forrit sem gerir þeim kleift að loka fyrir á ákveðnum tíma, eða skammta þann tíma sem börnin meiga vera á netinu, en það sem skipti mestu máli er agi og ekkert annað.

Hér er t.d.  forrit til að stjórna netnotkun NetNanny.com 

 


mbl.is Tölvufíkill trylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

130% hærri álagning! Er ég hissa

Þetta kemur mér ekki á óvart, fjandakornið það er með ólíkindum hvað það er hægt að nauðga landanum með endalausum álagningar ofan á álagningu, Atlansolía kemur á markaðinn og er virkur samkeppnisaðili á markaðinum en "er hann ódýrastur í dag nei", við erum alveg hætt að skilja þetta með olíuverð á heimsmarkaði og gengið, nú þegar hvort tveggja hefur lækkað hafa þeir lækkað "NEI", og núna fáum við að vita að það er 130% hærri álagning,  og miðað við gengið frá áramótum þá hefur það lækkað um 6%. Hafa olíufélögin lækkað nei...... en það stendur ekki á því að hækka þegar það fréttist að olíutunnan hafi hækkað eða gengið sé að hækka, þetta er ekkert annað en nauðgun.

06-12_selectedworldoil

 

 

 

 

 

Núna þegar ég sit hérna og er að fá mér minn fyrsta kaffi sopa og les MBL og les að man grey í Vestmaneyjum þarf að borga stefgjöld vegna þess að hann var með útvarp á kaffistofuni, hvað er að ske,ég verð enþá reiður þegar ég hugsa um það þegar skattar voru lagðir á CD diska.

ja hérna hér, hvar endar þetta.
mbl.is 130% hærri álagning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband