Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Lúxus vara fyrir Erlenda ferðamenn

Ég er einn þeirra sem hef alltaf keypt mér °66 norður föt, en núna undanfarið þá er það bara ekki hægt, þeir hafa verðlagt sig útaf íslenskum markaði og efst ég um að það séu margar íslendingar að versla við þá, þetta er svipað og hjá Bláa lóninu fyrir okkur kostar það 4.200 að skreppa í lónið að því það er verðlagt miðað við Eur.

Eg er viss um að þeirra velta er að koma inn vegna ferðamanna ekki íslendinga sem er fínt gott að fá inn gjaldeyrir.


mbl.is Á góðri siglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 og knýja fram lækkun.

En og aftur segi ég að með því að sniðganga eitt félaga komum við í gang verðstríð, þá lækka þeir til að við komum við hjá sér til að versla þá lækka aðrir.
mbl.is Bensínverðstríð í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MBL á máli hjá Olíufélögum koma með vitlausa skýringar.

Ekki gleyma að gengið var líka allt annað fyrir hrun og kaupmáttur er mun meiri erlendis... Eru menn virkilega svon vitlausir að þeir gleyma að taka það með í þessar útreikningar.

Svona var gengið fyrir hrun og hvernig það er núna.

Bandaríkjadalur USD70,460129,09083,21 %
Sterlingspund GBP136,750193,18041,27 %
Kanadadalur CAD59,870126,260110,89 %
Dönsk króna DKK12,38423,17687,14 %
Norsk króna NOK11,13621,55893,59 %

 


mbl.is Eldsneytisverð með því lægsta sem gerist í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað eigum við að borga

Svona er þetta, það á alltaf að láta almenning blæða endalaust, en ég held að við séum líka farin að sjá hverjir þetta eru og þeir verða þá líka fyrir því að það er verslað mun minna hjá þeim, ég er t.d. alveg hættu að versla við Krónuna nema þá mjólk og brauð, annað fer ég með í Bónus eða Fjarðarkaup. Hvaða vit er i þessu þegar útsölur byrja þá er allt í einu hægt að lækka um 50% og samt eru þeir að græða á vörunni, töku sem dæmi úlpa í eini af dýrari búðum kringluna fyrir útsölu átti þessi ágæta úlpa að kosta tæpar 100.000 þús, en útsölu verð var 50.000 kr og hann var tilbúin að lækka enn meir ef ég tæki hana. Ef verð væru stillt í hófi og menn mundu hugsa rökrétt þá væri meira að gera, tökum annað dæmi Gamla A.Hansen í hafnarfirði tók upp á því að auglýsa steik með bakaðri kartöflu á 1500 kr og við erum ekki að tala um mínútu steik eins og í American Style, jú það varð allt vitlaust að gera og er enn, núna þarf að panta með góðum fyrirvara til að fá borð og fyrir mig og konuna kostar þetta okkur með eitt stk rauðvín 4.600 kr sem mér finnst bara alveg í lagi .. Þetta er lýsandi dæmi um góðan rekstur og hagræðing, er ég alla vega viss um þeim gengur betur í dag eftir þetta og fólk tala um þetta.
mbl.is „Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannast það sem sagt er.

En og aftur sannast það að Steingrímur er tækifærissinni og ekkert annað, hann talaði á móti Icesave og vildir ekki semja, hann var á móti þáverandi ríkistjórn og vildi þá frá, núna og strax eftir að hann komst til valda þá breyti hann um skoðun og vill fá IceSave í geng, hann Steingrímur hefur farið °180 gráður með allar sínar ákvarðanir og í dag er staðan þannig að það er ekki hægt að trúa einasta einu orði sem kemur frá honum.

 


mbl.is Steingrímur skiptir um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur segðu af þér

Þetta er búið hjá þér og Jóhönnu, þú ert búin að gera nóg fyrir þessa þjóð og tel ég best í þessari stöðu að þú segir af þér og Jóhanna með og farið til UK að búa saman, það sem þið hafið gert síðan þið tókuð við er o% nema styrkja bankanna og auðmenn landsins, þú hugsa ekkert nema þá að reyna að tryggja þér sætið þitt, þetta er orðið vandræðalegt hjá þér og besta leiðinn er að hætta bara alveg og snúa þér að öðru, vegna þess að stjórnmálinn hjá þér eru búin, það vita það allir að þú ert búin að snúa þér °180 gráður með ákvörðun og Kosninga loforð.

 

 


mbl.is Kippi mér ekki upp við kannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keyra þá sem þurfa.

Í kaf með aukna álagningu á skatti, ég segir bara eitt þeir eru að ögra fólki til að mótmæla meira og standa upp og segja nú er nóg komið, þeir setja björgunarhring utan um heimilið koma með úræði sem henta fáum , og síðan leggja þeir skatt ofan á allt til viðbótar, vá má ég spyrja þig að einni spurningu Steingrímur hver er þinn ráðgjafi í þessum málum hver er að stjórna þér, ekki getur það verið að þér sé að detta þetta allt í hug á sjálfum þér. ?
mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og við erum krafin um 100% endurgreiðslu

Er þetta sanngjarnt spyr ég, þeir koma þessari kreppu í gang, þeir lána eins og það er engin morgundagur, þeir vinna geng gengi íslensku krónunnar til að græða meira og núna kemur í ljós að þeir þurfa alls ekki að borga brúsann heldur við þeir fá lánin á tómbóluprís,,,, vá hvað þetta er furðulegt.
mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræningjar ekkert annað

Ræningjar ekkert annað, nota tækifærið og hækka og hækka , það eina sem gengur á þessa andskota er að sniðganga þá alveg. beina viðskiptum að einu félagi og láta hina eiga sig, þá verða þeir að lækka til að reyna að fá viðskiptinn okkar. En þetta gengur ekki því við erum geld hvað samstöðu varðar.
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkið tóbakið enn meira og lækkið þá áfengið frekar.

Ég mæli með að hækka tóbakið í 1500 kr pakkann og lækka á móti áfengið, enda meiri líkur á að fólk sé farið að brugga sjálf núna en áður, því miður fyrir reykingafólk þá er ekki hægt að rækta tóbakið annars væru allir í því líka. :)
mbl.is 26% samdráttur í sölu á tóbaki í janúar og febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband