Hver þarf á þeim að halda, ekki við.

Látum þá eiga sig , erum við ekki að selja þeim fisk í stórum stíl , ég man þá tíð þegar ég var á sjó að við unnum fisk fyrir þá með roði og beinum á góðum prís en núna getum við selt örðum þetta og leitað að betri vinum en þeir eru, ég er viss um að það eru fullt af löndum sem mundu kaupa af okkur fisk, t.d Rússar, en með Breta þá mega þeir bara sigla sinn sjó og láta okkur í friði, ég tel líka að við eigum að sækja rétt okkar gagnvart þessum terrorista lögum sem þeir beitu okkur og ef dómur fellur okkur í hag þá látum við þá borga fyrir þessi mistök.
mbl.is „Makleg málagjöld"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkt væl. Við þurfum víst á þeim að halda því við þurfum lánið frá þeim til að endurgreiða fylleríið sem handfylli af Íslendingum voru á á kostnað okkar. Reynum að falla ekki í þá gryfju að HALDA að þetta hafi verið Bretum að kenna. Útrásargosarnir grófu okkar gröf og við þrjóskuðumst við og vissum allt betur en allir þegar það komu efasemdarraddir sem voru sagðar "neikvæðar".

Dröttumst til að bera ábyrgð sjálf.

linda 15.10.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Surferinn

Það er ekki svo auðvelt, við höfum t.d miklar tekjur af þeim þar sem þeir ferðast mikið til Íslands. Megum ekki við því að verða af þeim peningum á þessum síðustu og verstu...

Surferinn, 15.10.2008 kl. 15:48

3 identicon

Linda: það er enginn að tala um að bera ekki ábyrgð.  Það er samt drullufúlt að bera ábyrgð á syndum annarra eins og við þurfum að gera núna og börnin okkar og barnabörn.  Bretar urðu ríkir af því að ræna, rupla og drepa saklaust fólk í Asíu og í Afríku, þeir héldu að allt heimsins haf tilheyrði þeim einum, einnig það sem er í kringum okkar strendur.  Og nú eru þeir að væla og ekki bara það, þeir hlæja að okkur þegar við liggjum í blóði okkar, setja á okkur lög sem við værum hryðjuverkamenn.  Bresku pressunni er að takast að eyðileggja mannorð okkar út um allan heim og við getum ekkert gert þar sem við erum bara einfaldlega of lítil og máttlaus í samanburði við þá.  Það er það sem er svo sorglegt við þetta. Það er ekki eins og þeir þurfi á okkur að halda.  Og ekki láta þér detta það í hug í eina sekúndu að breskir bankamenn séu eitthvað minna gráðugir en þeir íslensku.  Bretar eru nýbúnir að bjarga 4-5 breskum bönkum frá gjaldþroti.  Það hefði íslenska ríkisstjórnin einnig gert væri hún jafn rík og sú breska. Og því miður eru það ekki bara íslendingar sem lifa um efni fram í hinum vestræna heimi.  Það er ósanngjarnt að ráðast á okkur sem þjóð og tæta okkur í sundur vegna gjaldþrota bankanna.

Lára 15.10.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband