Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Er ekki í lagi með fólk, er það alveg að tapa sér.

Hvernig stendur á þessu er það ákveðið af heimsbyggðini að setja Íslands á hausinn , við fáum ekki gjaldeyrir til að leysa út vörur, við sjáum fram á hrun í verðbréfum og núna eru aðilar að afþakka komu okkur þar sem okkur er ekki treystandi ,, hvað er í gangi eiginlega spyr ég, er þetta í lagi eða hvað.

Hvað er næst, að við fáum hvergi að fara út úr landinu þar sem okkur er ekki treystandi , ég spái því að ef ekkert er að gert við þessu ástandi og það fljót verður fólkflotti héðan og það mikill. Sé einga ástæðu við að vera hér lengur. 


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En afverju eru ekki stýrivextir lækkaðir !

Ég er alveg hættur að hafa nokkra trú á þessu kerfi hér, við búum við 16% vexti hækkandi verðbólga og enga peninga þannig að hagvöxtur er enginn eða 0% og aðrir hafa lækkað vexti til að blása líf í kerfið nema okkar Seðlabanki. Hver er ástæðan að við sjáum ekki lækkun á stýrivöxtum getur einhver útskýrt það fyrir mér og mörgum öðrum.

Gjaldeyrir er enginn og innflutningur er minna en enginn þar sem við getum ekki leyst út vörur og það er farið að bera á vöruskort. En samt er enga aðgerð að sjá frá okkar ástkæra Seðlabankastjóra sem ræður öllu hér á þessu skeri.


mbl.is Hnökrar á gjaldeyrisviðskiptum minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir ættu að skammast sín þessir Bretar

Þeir ættu að skammast sín þessi andskotar það er alveg öruggt, en hvernig er með alla þessu aðila sem eiga sökina á þessu eiga þeir ekki að standa með þessu og borga líka eða eru það bara við sem borgum og þeir ekkert.
mbl.is Bretar lána Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalega er þetta góð hugmynd.

Því ekki, þarna eru sterkir bakjarlar til að styðja við bakið á fjármálakreppunni og núna er góður tími til að stíga inn og kaupa á lágu verði, sjáið t.d. Mr Green hann er að bjóða 13% af heildarskuld Baugs , ha ha ha ha núna koma menn sem eiga fullt af peningum og kaupa.
mbl.is Lífeyrissjóðir skoða Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki ráð að nýta allan þenna mannskap í...

Global_InvestingÉg spyr sem ekkert veit um þessi mál, er ekki hægt að nýta allan þennan mannskap sem verið er að segja upp í erlend viðskipti , ekki erum við alveg hætt að eiga viðskipti erlendis eða hvað! . Núna þegar banka okkar eru  hér heima og búið að slíta öll sambönd við alþjóðaviðskipti er ekki ráð að ríkið stofni alþjóðadeild og ráði til sín allan þennan mannskap til að efla viðskipti okkar á alþjóðavísu, við verðum að nýta allan þessa þekkingu sem þetta fólk hefur aflað sér í gegnum árin , annað væri bara heimska að gera ekki, og jú hjólin þurfa að snúast og við getum verið fyrst til að vera tilbúin með þessum mannskap. Hvað finnst ykkur. ?

Ég segi stofnum Alþjóðabanka sem gerir ekkert annað en að eiga erlend viðskipti út á við , og er tengill allra hina bankana út á við, þannig gerum við líka tryggt okkur ennfremur fyrir svona ósköpum aftur.


mbl.is Um 300 fá ekki störf í Nýja Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru okkar menn sofandi eða hvað ?

Er ekki verið að tryggja hag okkar eins og þeir eru að gera, en vitið þið að lífið heldur áfram og við eigum eftir að fá þetta greitt til baka, það er alveg 100% .

En ég spyr eina spurninga hvar eru allir þessir aðilar sem eru ábyrgir fyrir þessum ósköpum eru þeir allir farnir af landi með allar sínar hundruð milljónir eða hvað , afverju heyrum við ekkert í þeim aðilum , var það eini sem hafði BALLS að koma fram er hann Jón Ásgeir. "Hvar eru allir hinir sem eru ábyrgir"

 


mbl.is Heitir sparifjáreigendum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown gerði mistök

Eitt er víst að Gordon greyið er búin að skíta langt upp á bak, þegar hann frysti eigur Kaupþing og Landsbankann setti hann Bank og Skotland á hausinn, en það vissi hann ekki þá, það á eftir að koma meira í ljós seinna, en ætli almenningi í Bretlandi viti að þessari vitleysu forsætisráðherra þeirra. Efast um það.
mbl.is Örlagaríkur dagur í breskri bankasögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst að við eigum að huga að málum hér áður en við ráðumst á Breta

T.d. að lækka stýrivexti og koma gjaldeyrir í umferð, síðan má fara í mál við þessa andskota úti en fyrst verðum við að huga að okkar málum áður en við ráðumst á Breta.

Er einhver búin að láta þá vita að með aðgerðum á kaupþing settu þeir einn stærsta banka í Bretlandi á hausinn Bank og Skotland.


mbl.is Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skít með hvað Bretar vilja.

Ég segi að það eigi ekkert að gefa eftir með þá, þeir nota á okkur lög um terrorista og ætlast til að við krjúpum fyrir þeim, NEI OG aftur NEI segi ég látum þá alveg vera og förum í mál við þá alla. déskotans hroki og ekkert annað í þeim.
mbl.is Stefnt á fund með Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og við Ísland sem eitt krefjumst þess að það lækki hér líka.

istockphoto_6280246-oil-price-hangingHvernig væri það að við fengjum kraftmikla lækkun á olíuverði í ljósi þess að það hefur hrunið erlendis, eða ætla Olíufurstar að mergsjúga landann meðan tækifæri gefst.  Ég er reyndar ekki hissa það væri frekar sagan til næsta bæjar ef þeir mundu lækka , við erum ennþá með verð miðað við 140$ tunnan.

Allir sem einn skammist ykkur og hvet landann til að sniðganga N1 og Skeljung.


mbl.is Hráolíuverð niður fyrir 80 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband