Þið eigið að skammast ykkar!

Þetta er með ólíkindum hvað þessir menn komast upp með pælið aðeins í þessu Orkan lækkar um 2kr , hver á orkuna er það ekki skeljungur, afverju lækkaðu þeir þá líka um leið, þeir eru að íhuga að lækka segja þeir hjá Skeljungi, þvílíkt að annað eins, eru þeir að gera okkur greiða eða erum við kannski að gera þeim greiða með að versla við þá, ef einhver okrar á mig þá versla ég aldrei framar við þá aðila. Ekki það að ég versli við þá heldur það ætti enginn að versla við þessa aðila, núna bíða þeir allir til að sjá hvor verður fyrstur til að lækka þá lækka Þeir allir, og um skitnar 2kr, þetta er með ólíkindum hvað þeir komast upp með, ég tel að það sé kominn tími fyrir samkeppnieftirlit að heimsækja þessa aðila og skoða hjá þeim bókhaldið.

 

EN og aftur segi ég sniðganga N1 , skeljung og Olís. 

Hvar er AO núna spyr ég.  EKKI eru þeir nokkuð betri.


mbl.is Eldsneyti lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir

Sammála! Alltof lítið, alltof seinnt. Já og hvar eru Atlandsolíumenn ég hef verið að skipta við þá, enn þeir eru alveg á sömu leið og gömlu systurnar þrjár!

Ægir , 5.8.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

AO er reyndar búið að vera með lægsta verðið alveg síðan fyrir helgi, 166,2 kr. með dælulykli. Orkan er núna fyrst að lækka sig 10 aurum undir það eins og þeir eru vanir að gera samdægurs. Eigendur Orkunnar eru Skeljungur og Baugur / Hagar / Gaumur eða hvaðsvosem það heitir núna, en það sem er athyglisvert er hvernig verðlaginu þar er stjórnað á keimlíkan hátt. Öllu er tjaldað til að koma lægstir út úr könnunum jafnvel bara með minnsta mun sem er í þessu tilviki 10 aurar. Sá sem ræður yfir stærstum hluta markaðarins hefur líka mest áhrif á verðlagsmyndunina, en með því að hafa hátt verð á einum stað er hægt að viðhalda háu markaðsverði til þess að "lægsta verðið" á öðrum stað virðist alltaf vera ódýrt enda mælist það ávallt lægst. Ef einhver samkeppnisaðili ógnar þessu "lægsta" verði með enn lægra verði þá er farið í stutt verðstríð, sem er þó ekki kallað verðlækkun heldur "tímabundið tilboð" og í slíkum slag er það ávallt stærri aðilinn sem endist lengur, þegar menn svífast einskis og lækka jafnvel heilu vöruflokkana undir kostnaðarverð til að drepa samkeppni þá er engin leið að keppa við slíkt. Þetta er svona svipað og samspilið millli 10-11/Hagkaups og Bónus sem eru líka öll í eigu Baugs, en þar á bæ vita menn sem er að það er ekkert mál að vera "lægstur" þegar maður stjórnar markaðnum.... sérstaklega ef maður á líka fjölmiðlana sem flytja fréttirnar af verðlaginu!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2008 kl. 13:41

3 identicon

Guðmundur....

Verðið hjá Atlantsolíu er búið að vera 168,2 frá því á föstudag.  Þeir eru kannski krónu lægri á einstaka stöðum en uppgefið verð á heimasíðu þeirra var 168,2 yfir helgina.  Það er líka þannig að það er einungis hægt að nálgast verð á einstaka bensínstöðvum hjá einu félagi og það er Shell/Orkan.  AO og Olís gefa aðeins upp listaverð og það er sénslaust fyrir neytendur að vita hvar tilboð eru í gangi. Síðan gefur N1 ekki upp verð á heimasíðu sinni. ( ÓB er reyndar með lista yfir stöðvar á sinni síðu)

N1 á Akureyri var með 4kr afslátt á laugardaginn en það var ekki séns að komast að því nema fara á rúntinn og tékka á því.

.

Ég er sjálfur með viðskiptakort hjá Shell og það skilar mér að jafnaði 5,4kr í afslátt á Orkunni.  Mér finnst skrítið að olíufélag, (AO) sem lofaði landsmönnum samkeppni þegar þeir komu á markað, geti einungis boðið eina krónu í afslátt fyrir sína viðskiptavini.

Atlantsolía er bara dottnir í sama samráðið og hin félögin á sama tíma og þetta stendur á heimasíðu þeirra, "Atlantsolía hefur stuðlað að mikilli verðsamkeppni á olíumarkaði og þannig lækkað á landsvísu olíukostnað fyrirtækja og einstaklinga."  Álagning hérna heima er í sögulegu hámarki í augnablikinu og enn þykjast þessir skíthælar vera í samkeppni.  Ekki mundi ég láta mér detta í hug að versla við þetta kompaní.

Balsi 5.8.2008 kl. 14:07

4 Smámynd: Reynir W Lord

Balsi , gæti ekki verið meira sammála þér með þetta, AO eru engu betri það er alveg augljóst að þeim er farið að líða vel í þessu heimi þar sem þeir mata krókinn á okkur, samkeppni hvaða samkeppni spyr ég ef einn lækkar þá lækka þeir allir sömu krónutalið, ég hef sagt að við eigum að sniðganga skeljung, N1 og Olís kannski við ættum að sniðganga AO frekar og láta þá finna fyrir því, ég er líka með viðskiptakort frá N1 og skeljung sem ég nota reyndar ekkert þessa dagana í mótmælaskyni, en á sýnum tíma bauð ég AO að gefa mér sama afslátt og N1 eða skeljung og þeir vildu það ekki, bara 2 kr af dælu með lykill.

Reynir W Lord, 5.8.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Johnny Bravo

Orkan er 90% af tímanum með ódýrasta verðið án vesens eins og lykla og rugl sem við eigum ekkert að taka þátt í.

Ég versla því við orkuna þó að ég gæti fengið bensínið 1.kr ódýrara hjá AO, af því að ég sé ekki af hverju AO getur ekki gefið mér sama verð og aðrir bara af því ég er ekki með lykil hjá þeim.

Enda eru 3 kr. af 166kr. 1,8% og þá þarf að staðgreiða.

Hjá Atlantsolíu eru 2kr af og 1,2% og það er hægt að tengja það við kreditkort. 

Ef maður er með debetreikning með 14% vöxtum og notar kreditkort til að borga fyrir bensín 17.-1 næsta mánaðar þá eru 31-47dögum þangað til það þarf að greiða bensínið og fæst þannig 1,19-1,8% ávöxtun á viðkomandi upphæð.

Langaði bara að benda korta, klubs,lyklapésum eða punkta pésum á þetta. 

Svo vill ég benda mönnum á að lækkanir gang hægar fyrir sig á Íslandi af því að vörugjaldið er lagt á hvern lítra og svo er virðisauki ofaná allt saman.

Innkaupsverð 70+37,5vörugjald+25(dreifing)+vaskur= 165kr

þar af 70kr til ríkisins.

Johnny Bravo, 5.8.2008 kl. 14:30

6 identicon

En Jonny... það er alveg rétt hjá þér að verðið hér lækkar ekki í réttu hlutfalli við heimsmarkaðsverð. Ástæðan er auðvitað sú að bensíngjaldið er föst krónutala og svo álagning olíufélaganna.
Hinsvegar ætti það að lækka í samræmi við hækkanir undanfarna mánuði, það er bara ekki að gerast. Ef innkaupsverð lækkar um 10kr ætti það að lækka um 12,5kr hjá okkur.

Meðal álagning í júlí var 40kr á lítrann sem er að mér skilst sögulegt hámark.  Tölurnar ljúga ekki... 
Af hverju þurfa félögin hérna að leggja 300% meira á lítrann en annarsstaðar í Evrópu? Og af hverju komast þau upp með að okra svona á okkur?

Tökum 13. maí sem dæmi.... þá var gengi dollars það sama og það er í dag og heimsmarkaðsverð tæplega $10 hærra.  Þrátt fyrir þetta var bensín lítrinn 9kr ódýrari og dísil lítrinn 14kr ódýrari. Í raun ætti lítrinn að vera amk 2 - 3 kr ódýrari nú en þá.

Balsi 5.8.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Reynir W Lord

Það er bara staðreynd að félöginn eru að taka landann í bossann dag eftir dag, og það er sorglegt að segja það en AO er engu betri þeir eru bara eins og hinir þeim líður vel þarna þar sem þeir eru jú að græða margar milljónir á dag.

En með Skeljung og N1 þá eru þetta ekkert annað en hræsni þeir segja eitt en gera annað og komast upp með það, þvíttu þeir að lækka þegar við gerum ekkert í þessu. 

svona er Ísland í dag. 

Reynir W Lord, 5.8.2008 kl. 15:39

8 identicon

Sem starfsmaður bensínstöðvar get ég sagt að þetta er það heimskasta sem ég hef vitað. Bensínlítrinn kostaði í GÆR 165 krónur, var síðan hækkaður í 169 krónur í MORGUN og var síðan lækkaður í 167 í dag... þannig að þessi lækkun er í raun 2 kr. HÆKKUN á sólarhrings tímabili!!!!!

mbl.is -lesandi 5.8.2008 kl. 19:43

9 Smámynd: Ólafur Björnsson

Reynir ..

Nú er ég sammála þér nánast í einu og öllu en eitt skil ég ekki;

Ef þú vilt að við sniðgöngum Olís, N1, Skeljung og nú Atlantsolíu, við hvern eigum við þá að versla? Eru Orkan og ÓB ekki í eigu stóru fyrirtækjanna?

Ólafur Björnsson, 5.8.2008 kl. 20:54

10 Smámynd: Reynir W Lord

Nei ég er stundum svo bráður og vill helt ekki versla við neitt þeirra, en af öllum illu þá tel ég AO , en það væri líka hægt að láta þá blæða smá líka.

En það sem vakti áhuga minn er  mbl.is lesandi kl. 19:43 : sem skráði :

Sem starfsmaður bensínstöðvar get ég sagt að þetta er það heimskasta sem ég hef vitað. Bensínlítrinn kostaði í GÆR 165 krónur, var síðan hækkaður í 169 krónur í MORGUN og var síðan lækkaður í 167 í dag... þannig að þessi lækkun er í raun 2 kr. HÆKKUN á sólarhrings tímabili!!!!!

Finnst ykkur þetta vera líklegt eða er einhver að leika sér, veit það ekki kannski er eitthvað til í þessu, en það sem mér finnst líka ergilegt er að fjölmiðlarnir eru ekki að fjalla um þetta eða krefjast skýringa á þessu frá olíufélögunum 

Reynir W Lord, 5.8.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband