Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Garðabær og umferðarljós

gardabaerHvernig er þetta með Garðabæ, eru þeir sem eru í bæjarstjórn svona blindir að þeir sjá ekki að ljósin í Garðabæ teppa alla umferð á há-annan tíma, þau eru alltof stutt og ekki í samráði við umferðaþunga, ég þarf að keyra þar í gegn á hverjum morgni til að komast í vinnu, það er alveg sama hvoru megin ég fer Reykjanesbraut eða gegnum Garðabæ en á milli kl 7:30 til 10:00 er allt stopp vegna þessa að ljósin eru ekki að virka eins og vera ber, og ég skil ekki af hverju þetta skuli þurfa að vera svona, sem dæmi kom ég í bæinn á sunnudag og fór þá leið sem mér datt í hug að yrðu best hvað tíma varðar, og viti menn um leið og ég keyrði framhjá Hliðasmáranum eða þau ljós og inní Garðabæ var allt stopp mér datt í hug ok, það er slys eða jú biddu við það er Just4kids opnunnin allir að versla er það ekki málið, vera bara rólegur og hækka í útvarpinu og bíða, en nú var ég hissa ljósin á horninu við vifílstaðarveg eða þar sem hægt er að beygja út á Golfvölin þau ljós voru að stoppa alla, 10-16 bílar í gegn síðan rautt og bíða, en það sem merkilegast er að það var enginn bíll að bíða Vífilstarvegs megin, bara frá RVk inní Hafnarfjörð, og ekki var mikill bílaumferð í Ikea svæðið, ég spyr þá þarf þetta að vera svona eða eru stjórnendur Garðabæjar svona blindir og sinnulausir að þeir sjá þetta ekki eða er bara hreinlega alveg sama, held reyndar að þeim sé sama, halda sem flestum sem lengst.


Stjórnvöld lækki álögur, góður þessi

Þegar svona er þá finnst mér að stjórnvöld eigi að koma inn í og lækka, gera þeir það NEI alls ekki, eins og með skatta sem eru einu sinni lagðir á okkur, Ríkið mun ekki lækka álögur á eldsneyti, þannig að við skulum hætta að dreyma um það, og bensín verð á eftir að hækka og hækka ég spái að verðið verði komið í 150.00kr við miðjan næsta ár, og ríkið mun enþá taka sinn skerf. Devil


mbl.is Eldsneytisverðið á enn eftir að hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landin og græðgin!

Er það ekki bara þannig að ef næsti maður getur græt þá vilja það allir, með leigumarkaðinn þá er það nú þannig að þetta er fyrir löngu sprungið, 2 herb 52fm leigist í dag á 120.000 á mán fyrir utan hita + Rafmagn, og ég hef séð jafnvel hærri óskir um leiguverð en þetta, ég bý svo vel að eiga en dóttir mín er að leita og það er ekki auðvelt að finna íbúð í dag sem er á sanngjörnu verði.


Ófremdarástandið er til staðar og margir eru í vandræðum að borga mánaðarlega leigu upp á 120-150 þús kr á mán, ef einstaklingur getur greitt þetta mikið í leigu af hverju þá ekki að hjálpa honum með að kaupa íbúð, greiðslugeta upp á 120 - 150 þús á mán eru ansi margar milljónir í lánum. Vitað er um dæmi þar sem leigjandi hefur fengið bréf þess eðlis að leigan hækkar um helming eða frá 60.000 í 120.000 vegna þessa eina að eigandinn sá auglýsta íbúð til leigu í sömu götu fyrir þessa upphæð.


En hvað er til ráða, hækka laun, lækka leiguna, hjálpa þeim sem hafa getu að greiða 100.000 plús á mán að kaupa "já" frekar en að styrkja leigumarkaðinn, með því að hjálpa þessu fólki að kaupa þá losnar um íbúðir og þá lækkar verðið, því ekki vilja eigendur láta íbúðar sitja tómar án tekna. Þannig að það hlýtur að vera til sú bankastofnunn sem er til í að hjálpa þessu fólki að kaupa, jú er ekki met hagnaður hjá þeim hvert kvartal eftir kvartal.

 

 


mbl.is Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband