Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Algjört svindl eða græðgi

Jú þegar við skoðum þennan lista aðeins sjáum við að þessi verð eru alveg út í hött, skoðum þetta aðeins, ég hætti sjálfur að reykja fyrir rúmum 3 vikum og notaði við það plástur 15mg 16 tíma, sem jú kostaði mig 4.800 kr fyrir 14 stk ég hefði kannski átt að skoða mig aðeins um áður en ég fjárfesti í þessu en ok 1000 kall hér eða þar skiptir ekki máli, en mikið var ég hissa þegar ég bað um næsta skref fyrir neðan eða 10mg 16 tíma plástur hann kostar það sama og 15mg og viti menn 5mg kostar líka 4.800 kr fyrir 14 stk, en hér er smá trick kaupið ykkur bara 15mg plásturinn og klippið hann í tvennt þá ertu kominn með 7.5mg og síðan 15mg  í þrennt þá ertu komi með 3 x 5 mg og hann endist þér mun lengur, núna er ég með 15mg 14stk og þeir endast hjá mér í 28 daga, mér dettur ekki í hug að kaupa mér 5mg á sama verði og 15mg, þeir sem hafa reiknað þetta hafa sennilega skrópað í skóla, eða er þetta kannski bara græðgi í þeim hvað heldur þú.

 

sjá Neytendasamtökin með samanburðinn


mbl.is Nikótínlyf ódýrust í Skipholtsapóteki samkvæmt könnun Neytendasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tech síða, hugbúnaður frír??

Ég datt inná þessu síðu í morgun og fór að skoða þetta betur, þarna eru mikið af upplisýngum og tenglar inná forrit sem eru annað hvort frí eða nánast, mjög nýtanlegt og gagnlegt.Wink

 

 


Ekki líkur á lækkun, alltaf sama sagan.

Það er með ólíkindum hvað olíufélöginn komast upp með, um leið og það hækkar tunnan af olíu úti hækka þeir, ef einhver rekur við og gengið hækkar, hækkar olíuverðin hérna heima en núna þegar tunnan hefur lækkað um 16% frá áramótum þá kemur yfirlýsing um að ekki sé alltaf fylgni milli þess og bifreiðaeldsneytis, þeir geta alltaf afsakað sig með einu eða öðru móti, Jafnvel þótt að gengið hafið lækkað líka.

Við látum þetta yfir okkur ganga án þess að gera neitt, og þá spyr maður "hvað getum við gert" hætt að kaupa eldsneyti "Nei" taka strætó "Nei" ganga í vinnuna "Nei"  það er ekkert hægt að gera við þessu þetta er svona og verður alltaf svona, við ræðum þessi mál meðal vinna en við framkvæmum ekkert. ?

Einn framkvæmdarlaus.

 


mbl.is Ekki líkur á lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband