Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

N1 lækkar ekki en aðrir lækka um 2kr

Hafið þið tekið eftir því að N1 hefur ekki lækkað en aðrir lækkuðu í gær um 2 kr, hvað finnst ykkur um það og teljið þið að þið munið versla við þá meir, ég spyr.....
mbl.is Olíuverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun nema N1 .. þvílíkur hroki

oliaTók eftir því á leið heim að AO , EGO og Orkan voru búin að lækka um 2kr , vá heilar 2 kr pælið í þessu og ekki nóg með það heldur hefur N1 ekki lækka neitt og ætla sér ekki að lækka strax það er svo mikill hroki í þeim að þeim er alveg sama að ég held um hvað okkur finnst , það er FULLT af fólki sem vilja versla við þá og fylla tankinn á uppsprengdu verði meðan slíkt er þá er enginn ástæða til að lækka.

Það er þannig bara að ég held að þjóðin er alveg sama um hvað næsti maður er að hala inn, þeim er alveg sama þó svo að þeir stoppi hjá N1 og fylli tankinn og vitandi að þeir eru að borga allt að 5 kr meira fyrir hvern litra. Vá....

En AO eru ENGU betri. Virk samkeppni my ass.... 


mbl.is Olíuverð undir 89 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ekki lækkar hér

Hvað ætli það þurfi til að þeir fari nú að lækka all hressilega, ætli þeir haldi  í alvöru að þegar kreppan gengur niður sem mun ske að við verslum við þá , N1 er búin að skemma mikið fyrir sér og AO líka , þó sérstaklega AO þar sem þeir hafa ekki mannaðarstöðvar og ættu því að vera lægri , en eru það alls ekki , þeir auglýsa virk samkeppni en hún er alls ekki virk, skilið inn dælulyklunum og sjáum hvort þeir lækki ekki þá .

en og aftur sniðganga N1 og AO. 


mbl.is Olíuverð undir 90 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

! Samráð olíufélaganna ... já segi ég

c_documents_and_settings_tryggv_my_documents_my_pictures_oliufurstar_1-2-3_oliufurstar_1-2-3 En eina ferðina koma þessi Olíufurstar með afsökun sem við eigum að kyngja þegjandi.
Algengasta verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er  í dag 165,70 kr. Og á díselolíu 181,60. Verð á hráolíu á heimsmarkaði nálgast nú 95 dali en svo lágt hefur verðið ekki verið  í sjö mánuði.

Þetta er búið að vera sama verð síðan Olíuverð var í 147$ heimsmarkaðsverð og þeir hafa ekki lækkað, og ætla sér ekki að lækka það er guðsgjöf fyrir þá að gengið skuli hafa hrunið því þá geta þeir borið við að gengið sé óhagstætt , en þeir segja að ef gengið hafi ekki fallið ættum við að sjá 5-6 kr lækkun getur það virkilega verið að þetta lækki ekki meir en um skitnar 6 kr miðað við að heimsmakasverð sé komið undir 99$, eða eru þeir að mara krókinn núna eins og þeir mögulega geta, og þeim er alveg sama um náungann eins lengi og við verslum við þá lækka þeir ekki, það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála þegar $ lækkar aftur og krónan verður sterkari hvaða afsökun koma þeir með þá, líklegar að heimskreppan hafi komið sér illa og þeir sjái ekki svigrúm til að lækka í bráð.

En ég spyr eina ferðina enn, Kæri viðskiptaráðherra hvaða niðurstöðu komst þú að þegar þú óskaðir eftir gögnum frá olíufélögunum, eða samtök neytenda var enginn fundur eða hvað ?

 


 


mbl.is Óvíst hvort olíufélögin lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 og AO.

Eina leiðinn til að knýja fram lækkun er að láta þessa aðila finna fyrir samstöðu okkar, meðan við gerum ekkert því ættu þeir að lækka, enginn þeir brosa með hverjum degi sem við kaupum af þeim.

En þetta er auðvitað fáránlegt að það skuli ekki vera komin lækkun hér heima.


mbl.is Verð á hráolíu niður fyrir 99 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að lækka spyr ég

Til hvers ættu olíufélöginn að lækka þegar við sem neytendur kaupum af þeim eldsneytið á uppsprengdu verði , ekki mundi ég lækka ef ég ætti þessi félög, en við getum tekið saman og sneytt fram hjá þeim og með því neytt þá til að lækka, sniðgangið N1 og AO látið þessa djöfla finna fyrir því að við getum staðið saman, sjáið ljósmæður þær tóku saman höndum og sögðu upp ég skil það vel , ef við tökum saman hendur og hættum að versla við N1 og AO lækka þeir til að fá viðskiptinn aftur það er okkar að ákveða við hvern við viljum gefa peninginn okkar, það er okkar að segja nú er nóg komið og stoppa að versla við þá, þegar þeir verða að lækka til að fá okkur til baka þá er það okkar að ákveða hvort við viljum yfir höfuð versla við þá aftur . Það er ekki þeirra að ákveða , en meðan við stopum hjá þeim og kaupum eldsneyti þá lækka þeir ekki en verða bara ríkari og ríkari.

 

Við getum sagt stopp, við getum farið annað, og við getum hætt að versla við þá.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þeir þurfa á okkur að halda, þeir verða að fá viðskiptamenn, og þeir lækka ef þeir fá þá ekki.

I rest my case


mbl.is Olíuverð í New York undir 100 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 og AO

Látið þessa aðila finna fyrir samstöðu og ákveðni frá okkur, sniðgangið N1 og AO eins og hægt er AO hefur ekki staðið við að vera með virka samkeppni og núna þegar $ er að hækka þá nýta þeir það sem afsökun til að lækka ekki, eina leiðinn er að hætta að versla við N1 og AO og þar með neyðum við þá til að lækka, annars halda þeir þessu bara áfram og athugið nú að þeir hækki vegna gengis $. Ég væri ekki hissa þó svo að sú hækkun komi fyrir helgi.
mbl.is Olíuverð lækkar þrátt fyrir Ike
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið að láta taka ykkur í.........

c_documents_and_settings_maggi_my_documents_my_pictures_new_20oil_20company_20logoSniðganga N1 og AO, ég er búin að vera að segja þetta síðustu vikur og mánuði en ekkert skeður er ykkur í raun alveg sama um hvaða verð þessir djöflar láta okkur fá , munduð þið fara í bónus að kaupa mjólk vitandi að hún væri langtum dýrust þar eða Hagkaup, er enginn leið til að fá samstöðu innan þessa skers til að sýna þeim að okkur sé alvara, eða þarf að stofna til samtök til að fólk taka þátt, come on fólk lítið á næstu dælu og sjáið að þeir hafa ekki lækkað verð til okkar í langan tíma og núna þegar gengið rokkar aðeins til þá bera þeir við gengið, en þegar það var stöðugt ekki lækkuðu þeir þá.

Reynið að snúa bökum saman og sýnum þeim að við viljum fá lækkun og það strax, með AO þá hafa þeir lofað að vera með virka samkeppni en í raun eru þeir farnir að smakka á gríðarlegum gróða og vilja ekki hrófla við því , enda ekki um samkeppni að ræða þegar allir lækka á sama augnabliki og hækka á sama tíma líka um nákvæmlegu sömu krónutölu, finnst ykkur ekki þetta svolítið undarlegt. 

Hvað með okkar ástkæra Viðskiptaráðherra óskaði hann ekki eftir að frá uppl frá olíufélögunum um verðmyndun, hvað kom út úr því ekkert ennþá enda hlýtur það að taka nokkra mánuði í nefndarstörfum og þess háttar bull að koma með niðurstöðu.

 


mbl.is Olíuverð komið undir 100 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör snilld

Hugsið ykkur að þið getið bara farið á netið og lesið eld gömul blöð, eitthvað mun þetta kosta það er víst en samt verður þetta fróðlegt.
mbl.is Google í samstarf við dagblöð um stafræn greinasöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar endar þessi ósköp

Er ekki komið nóg af þessari endalausu gengislækkun, er ekki málið að hætta með krónuna og taka upp evru.
mbl.is Hlutabréf hækkuðu en krónan lækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband