Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Lækkun væntanleg á Olíu er það ekki

Núna þegar $ hefur lækkað um heilar 3.33 % hljótum við að sjá gífurlega lækkun á verði Olíu hér heima er það ekki, þeir hafa haldið eftir lækkun vegna gengis en núna þegar gengið er að styrkjast hljóta þeir að sjá fram á bjartari tíma og lækka í takt við lækkun á heimsmarkaði. Er ekki 10.kr bara ágætis lækkun til að byrja með. Hvað segið þið
mbl.is Krónan styrkist um 1,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta á eftir að redda N1 og Skeljung og AO

Money%2520stacksNúna þurfa þeir ekki að lækka neitt þar sem Olíuverð er á uppleið, sluppu fyrir horn halda þeir alla vega, en það er okkar að velja hvort við viljum versla við þá , ég segi nei litið í kringum ykkur og sjáið alla þessa yfirbyggingu sem á sér stað hver á að borga þetta allt, við borgum þetta með hærri olíuverð en ella, DK lækkaði um 9 kr í síðustu viku.

Þeir munu ekki lækka það er alveg 100% meðan við verslum við þessa andskota þá lækka þeir ekki, en ég sé að það þýðir ekkert að ræða þetta hér ég er búin að vera að blogga um þetta síðan í byrjun sumars án þess að sjá einhvern árangur, fólkið hér er alveg sama þó það borgi meira og meira, og launin hjá þeim rýrni um nokkur % þetta skiptir greinilega ekki máli fyrir þennan almenna borgara, vegna þess að þeim er alveg sama þó að við eigum minna á milli handanna eins lengi og þeir græða. 

 Eins lengi og við verslum við þessa djöfla þá lækka þeir ekki.

 


mbl.is Hráolíuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég lenti í þessu líka

fékk rk frá TM fyrir 290.000 hækkun úr 218.000 án þess að láta okkur vita. Eftir að hafa leitað annað lækkaði ég þetta niður í 230.000 kr .  Mæli með að allir leiti að betra verðum .
mbl.is Tryggingar hækkuðu um 100 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið rosalega er ég feginn

Enda komið nóg um þessar stelpur sem hafa ekekrt annað að gera en að sofa hjá og ræða málinn hvort er betri eða verri.. Halo
mbl.is Framhaldsmynd ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að lækka Olíuverð N1 Og Skeljungur.

Hvernig er með ykkur , núna þegar allt er að lækka ætlið þið ekki að standa við ykkar orð og lækka, eða á að hækka álögur en meir, haldið þið að almenningur sé tilbúin að taka við endalausum afsökunum frá ykkur, reynið að sýna manndóm og standið við ykkar orð.
mbl.is Krónan styrkist um 3,17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt! Hvað gera Olífurstar þá selja rafmagn á uppsprengu verði..

Svei mér þá ef þetta er ekki bara það sem koma skal, Olían er orðin svo fcku dýr að það er engu lagi líkt og núna þegar gengið hefur verið á flug þá eru litlar líkur á að við sjáum lækkun , en með svona framlagi þá er kannski smá birta framundan, alla vega sé ég það þannig að ég get ullað á Olíustöðvarnar þegar ég brunna framhjá N1 , Skeljung og Olís tengi mig heima og hleð græjuna, en jú alltaf er leið þannig að Olíufurstarnir munu koma sér upp Hraðhleðslu sem kostar 300% meira en heima en við verðum jú að nota það líka til að komast frá A til B sem er lengra en 160km .  Eða hvað haldið þið gott fólk ....
mbl.is Nýir rafbílar prófaðir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að nýta tækifærið og hækka aðeins .

N1 hlýtur að nýta sér þetta tækifæri enda á olíuverð hér heima að endurspegla heimsmarkaðsverð.
mbl.is Olíuverð hækkar meðan fjárfestar bíða frekari fregna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgi og ekkert annað.. Hækkun launa næst þá hækkar matarkarfan aftur

Er það ekki málið, græðgi kaupmannsins og næst er hækkun launa til að jafna bilið þá hækka þeir aftur til að standa undir launahækkun. keðjuverkun sem stoppar aldrei.
mbl.is Matarkarfan hækkar um 5-7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við krefjumst lækkunar á eldsneyti STRAX

Pælið í hrokanum í N1 , og Skeljung þeir hafa ennþá ekki lækkað þó svo að EGO , Orkan, eða AO hafi lækkað, með hækkandi gengi bera þeir við að geta ekki lækkað, málið er að þeir eru bara með græðgi og ekkert annað , nýta sér aðstöðu sína og lækka ekki. HVET ÉG ALLA TIL AÐ SNIÐGANGA N1 SEM ALLRA MEST HÆTTIÐ AÐ VERSLA VIÐ ÞÁ MEÐ ÖLLU , þá kannski sjáum við lækkun frá þeim, en þá spyr ég er það nóg til að við förum að versla við þá aftur NEI það er ekki nóg þeir hafa algjörlega misst mín stuðning eða viðskiptavilja en hjá ykkur.
mbl.is Hráolíuverð lækkar eftir mikla hækkun í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með þessa Kr og inn með Evru

Það gengur ekki lengur að búa við þennan ó-stöðuleika sem Kr er , við verðum að búa betur um okkar hag en þetta, hvað er ríkið að gera, hver er skýring á þessu gengisfalli eru bankar landsins að leika sér að 9 mánaðaruppgjöri , var þetta ekki svipað þegar kom að 6 mán uppgjöri.  Sá spyr sem ekkert veit nema að launin eru farin fyrir lítið og það er ekkert við þessu að gera nema flýja land. En er það betra svei mér þá veit það ekki.
mbl.is Krónan veiktist um 2,48%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband