Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

0,91% þýðir 1.90 kr hækkun

Það hlýtur að vera, ekki ætlið þið að segja mér að Olíufurstarnir nýti sér ekki þessa ástæðu til að hækka um 0,91% ætti að vera hækkun um 1,90 kr per litra, er það ekki vaninn hjá þessum furstum að hækka um leið og tækifæri gefst og lækka síðan tveim vikum seinna þegar það er einhver lækkun að fá. Eða kannski eru þeir komnir með samviskubit, ha ha ha ha góður þessi.

 

LAUGHING_MAN_2

 


mbl.is Olíuverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við hissa, NEI

Og hvað gerir ríkið við þessu EKKERT og það við situr, Ætli Geit segi að ekki sé ástæða til að gera nokkuð þetta jafnar sig á næstu árum eða svo, meðan verðbólgan étur upp eignir landsmanna með verðbótum er ekkert við þessu að gera. Segi það enn og aftur að þessi Ríkistjórn er sú versta sem við höfum séð  í mjög langan tíma.
mbl.is Verðbólga ekki meiri í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta dugar fyrir Olíufurstana til að lækka ekki 0,97%

En sem komið er þá hafa ekki allir lækkað, og ég reikna ekki með því frekar en fyrr um daginn, þó svo að það sé svigrúm til þess, það er komin 14% lækkun á heimsmarkaðsverði en við fáum 1-3 % annað fer í þeirra vasa, Ríkið sefur á meðan og aðgerðaleysi þeirra er algjört. Maður fer bara í þunglyndi við að hugsa um þetta, sér í lagi vegna þess að vegna þessa manna þá erum við að glíma við verðbólgu og uppsprengt verð . 

 

En svona til að lyfta okkur upp aðeins þá ætla ég að senda inn hérna smá video vona sem flestir getir hlegið að þess. 


mbl.is Pundið komið í 160 krónur og dalurinn í 80 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta má maðurinn ekki stripa.

Þarf að gera mál úr þessu þó svo að mangreyið vilji vera nakin á Esjuni.
mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga þessa N1 og Skeljung

Ég segi það enn og aftur, þeir eiga að borga fyrir seina gang og fyrir að segja eitt en gera annað það er ekkert að marka orð af því sem þeir segja, ef það hentar þeim þá þarf að hækka strax en þegar það lækkar eins og það hefur gert þá bíða þeir og bera við að þeir séu að bíða eftir birgðatölum frá USA, "come on" þetta er ekkert annað en fyrirsláttur og ekkert annað , ég er harður á því að ef við látum þá finna fyrir samstöðu og hættum að versla við N1 og Skeljung, eða N1 og Olís, þá þurfa þeir að lækka til að fá viðskipti.

Ef þú ferð í verslun og sérð að sá kaupmaður er að taka of mikið fyrir vöruna , ferðu þá aftur og aftur til sama kaupmanns?  NEI við förum annað , ef þeir geta ekki sýnt okkur að þeir vilji halda okkar viðskiptum með því að standa við orð sem eru látin falla þá verslum við ekki við þá.


mbl.is Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ekki lækkar Olíafélöginn í takt við heimsmarkaðsverð

en og aftur er það krafa okkar að þið stjórnendur olíufélagana standi við þau orð sem þið hafið látið falla þegar þið voruð að hækka og hækka vegna heimsmarkaðsverð, en núna þegar það snarlækkar þá lækkið þið ekki eins ört, félög eins og N1 er komin með það slæmt orð á sig að ég væri ekki hissa þó svo að margir mundu frekar borga aðeins meira en að versla við þá, alla vega er ég einn þeirra, sjáið fréttir kvöldsins allir lækka nema N1 þeir ætla að bíða og sjá hvað skeður á morgun en samt lét Magnús þau orð falla: "Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli
heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við við
breytingar á heimsmarkaði." Magnús reyndu að standa við þessi orð þín enn ekki segja eitt og gera síðan annað.
mbl.is Olía heldur áfram að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1 lækkar ekki takið eftir því

Það er sama sagan með N1 fyrstir að hækka og síðastir að lækka, eða koma með lame afsökun um að gengið sé að síga og ekki hægt að lækka að svo stöddu. Né Ólís gæti þetta verið merki um að snigöngum N1 og skeljung  sé að virka, kannski meir á skeljung en N1 . ?
mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að koma með svona frétt

Þetta er tímaeyðsla og ekkert annað, haldið þið að þetta skipti einhverju máli fyrir þessi blessuðu olíufélög, þau lækka ekki nema við sýnum þeim að við viljum lækkun, meðan olíuverð er að lækka á heimsmarkaði og gengið styrkist þá halda þeir í háu verði eins lengi og þeir geta, hver dagur telur uppá margar milljónir fyrir þá, fyrir utan það þá erum við að borga fjármagnskostnað þeirra sem keyptu N1 á sínum tíma, eflaust hafa þeir eins og margir aðrir tekið erlent lán til að fjármagna þessi kaup og það erum við sem erum að borga þennan kostnað, enn og aftur stendur ekki orð sem þessu menn hafa sagt.

Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við við breytingar á heimsmarkaði.

og síðan þessi líka frábæra spakmæli:

Aðspurður segir hann að gamla þumalputtareglan hafi verið sú að þegar heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar þá hafi það tekið á bilinu þrjár til fjórar vikur að skila sér út í eldsneytisverðið. Í dag taki þetta aðeins nokkra daga.


mbl.is Olía lækkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefnstjórnin

sleeping_cartoon_SHNS_1

fjöldauppsögn og aðgerðaleysi stjórnvalda er til skammar, ekki munum við sjá aðgerðir af hálfu ríkis, þetta mun vera kallað svefnstjórnin mikla, aðgerðaleysið er svo mikið að núna þegar mest þarf á þeim að halda halda þeir að sér höndunum.  


mbl.is Þungur róður í efnahagslífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um

Þegar þetta var tilkynnt að það yrði nær enginn uppsögn og ef að því yrði munu flestir fá aðra vinnu í sameinaða félag, stór orð falla hratt. núna er þetta yfirtaka ekki sameining og 200 mans eru nær allir starfsmenn SPRON, fækkun í útibúum er líka líður sem var sagt að yrði ekki þar sem þeir jú þurftu á þessum útibúum að halda. Önnur stór orð, skora á stofnfjáreigendur að fella þetta og halda sér við SPRON.
mbl.is Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband