Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Svona um 30% græðgi, hitt er gengið.

Eins og venjulega þegar illa gengur hér á klakanum þá nýta sér heildsalar og smásalar að hækka sem allra mest sem allra fyrst til að ná inn sem mestu, síðan á þegar gengið styrkist gengur lækkunin mjög seint til baka.
mbl.is Dæmi um ríflega 100% hækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er ekki sagt rétt frá

Eina ferðina enn er ekki sagt rétt frá þegar verið er að útskýra fyrir þjóð afverju Bretar komu ekki, í staðinn fyrir að segja bara satt strax er reynt að fara framhjá þessu með lélegum lygum, ef Ingibjörg hefði bara sagt strax jú við óskuðum eftir því við NATO að ekki væri þörf á Bretum hérna til að gæta okkar, er það í raun skiljanlegt, en nei það er sagt að NATO tók þessa ákvörðun og þeir vísa þessu til okkar með hverjir óskuðu eftir þessu .

 

Þetta er lýsandi dæmi um við hvað við búum, okkar fólk sem við kusum á þing segi okkur síðan bara bull og vitleysu, það er eins og þeir kunna ekki að vera heiðarlegir og segja bara satt og rétt frá hlutum, þetta er það sem við erum orðinn svo lang þreytt á.


mbl.is NATO hefur engar áhyggjur af minni gæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En og aftur segi ég Sniðganga N1 og Skeljung.

Þeir munu halda aftur á að lækka eins lengi og þeir komast upp með það, ef við hættum að versla við þá verða þeir að lækka .. Koma svo íslendingar hættið að láta okra á ykkur.
mbl.is Enn lækkar verð á hráolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldur verður að víkja.

Það er alveg á hreinu að þessu maður vissi alveg hvað hann var að gera, það þarf engan viðskiptafræðing til að skilja það, hann vissi alveg að bankinn væri komin í vandræði og þess vegna seldi hann, hann á segja af sér og það strax, ef ekki þá á að leysa hann frá störfum.
mbl.is Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 og Skeljung.

c_documents_and_settings_maggi_my_documents_my_pictures_new_20oil_20company_20logo Núna þegar við búumst við að gengið eigi eftir að rjúka upp á næstu vikum er mjög mikilvægt að hugsa um hverja Krónu þegar eldsneyti er keypt, N1 hefur verið leiðandi í að hækka og síðastir að lækka, og hafa að undaförnu verið að hækka álagningu síðan langt umfram það sem kallast heilbrigt, á næstu vikum eigum við eftir að sjá krónuna falla en meir og þá munu þeir nota tækifærið og hækka jafnhratt og hún fellur til að græða enn meir, lítið í kringum ykkur og verslið við OB eða Atlantsolíu neyðum N1 og Skeljung til að lækka álagningu og þar með minnka þau áhrif sem gengislækkun hefur. sýnum samstöðu og hættið að verða við þessa okrarar.
mbl.is Hráolíuverð ekki lægra í 22 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megnið að þjóðinni er búin að taka launaskerðingu.

Því ættu þessir embættismenn ekki að gera slíkt hið sama, ráðherrar hafa ekki verið að koma fram og óska eftir að laun þeirri skerðist um 10% eins og margir aðrir hafa þurft að taka á sig, hvort sem þeim líkaði það eða ekki, því ættu þessi herramen að fá einhver sér kjör.

 


mbl.is Laun embættismannanna lækkuð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 og Skeljung.

En lækka heimsmarkaðsverð og ekki sjáum við lækkun, frekar hækka þessir andskotar og nýta sér ástand þjóðarinnar með að hækka álagningu sína, hættið að versla við N1 og Skeljung og þá sjáum við lækkun þegar þeir verða varir við að við erum hætt að láta taka okkur ósmurt. Næst þegar þið þurfið að taka eldsneyti farið annað en N1 eða Skeljung.
mbl.is Spá samdrætti í olíunotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig, segir varðstjórinn

Núna þegar flesti ráðamenn eru farni að huga að störfum sínum og jafnvel vita að í næstu kosningum mun þetta skipta máli eru allir farnir að benda á aðra, það á enginn sök í þessu og þetta skeði bara, en núna segjum við stopp, það verður að hreinsa til í þessari spilltu stjórn og vinagreiðar verða ekki fleiri, Geir bendir á bankanna , Davíð bendir á ríkið og bankana eða fjármálaeftirlitið, og fjármálaeftirlitið segir ekkert þar sem þeir geta ekkert sagt, en finnst ykkur ekki skrítið að Árni fjármálastjóri skuli ekki segja neitt ..
mbl.is Ábyrgðin liggur hjá bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 og Skeljung knýjum fram lækkum

Eins og sagt hefur verið að Olíufélöginn eru að nýta sér ástandið með því að hækka álagningu sínu í skjóli ástandsins, við sem heils getum aftur á móti sniðgengið þá til að fá fram þá lækkun sem okkur ber, olíutunnan er komin niður fyrir 56$ hugsið ykkur við erum að borga miðað við 130$ ca, og jú við erum líka með hærra gengi en ekki svona mikinn munn. Hættið að versla við N1 og Skeljung þá neyðast þeir til að lækka..
mbl.is Hráolíuverð komið niður fyrir 56 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni þarf að finna sér hellir og skríða inn

Framsóknamenn eiga jafnmikla sök á þessu eins og sjálfstæðimenn, ekki gleyma hverjir voru við stýrið. Guðni er ekkert annað en heitt loft sem þarf að blása öðru hvoru
mbl.is Guðni vill skoða ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband