Enn er ekki sagt rétt frá

Eina ferðina enn er ekki sagt rétt frá þegar verið er að útskýra fyrir þjóð afverju Bretar komu ekki, í staðinn fyrir að segja bara satt strax er reynt að fara framhjá þessu með lélegum lygum, ef Ingibjörg hefði bara sagt strax jú við óskuðum eftir því við NATO að ekki væri þörf á Bretum hérna til að gæta okkar, er það í raun skiljanlegt, en nei það er sagt að NATO tók þessa ákvörðun og þeir vísa þessu til okkar með hverjir óskuðu eftir þessu .

 

Þetta er lýsandi dæmi um við hvað við búum, okkar fólk sem við kusum á þing segi okkur síðan bara bull og vitleysu, það er eins og þeir kunna ekki að vera heiðarlegir og segja bara satt og rétt frá hlutum, þetta er það sem við erum orðinn svo lang þreytt á.


mbl.is NATO hefur engar áhyggjur af minni gæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sko, þegar maður er orðinn svona vanur að ljúga, getur verið erfitt að venja sig af því.

Villi Asgeirsson, 20.11.2008 kl. 09:47

2 identicon

Í skóla fyrir 40 50 árum var það talinn ljótur löstur að segja ósatt í öllum tilfellum.  Það  var mannkostamaður/manneskja, sem að sagði satt og rétt frá. Yfirleitt voru þetta fólk eftirsótt til vinnu,  og til vina.  Síðan heyrði ég talað um jæja þetta er nú bara" hvít lýgi".  þá átti einhvern veginn að að líta framhjá þvi.

Getur það verið að"hvíta bókin" sem Geir Haarde er útbúa fyrir okkur sauðsvartan almúgan, sé tengd þessu hugtaki "hvít lýgi"

J.Þ.A 20.11.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband