Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

N1 eru að reyna að bæta ímynd sína.

Fyrsti með hækkun síðan koma þeir með 10kr lækkun til að auglýsa sig aðeins, gott að við getum nýtt okkur þessa lækkun en pælið i því þeir eru ný búnir að hækka um heila 4 kr á bensín og 6 á Dísil, þetta er ekkert annað en bæta ímynd sína, það er alltalað að N1 eru fyrstir að hækka og síðastir að lækka, nota tímabilið sem við erum að ganga í gegnum með því að hækka álagningu sína enn meir.

Þeir ættu að skammast sín og lækka sína álagningu, og hvet ég alla til að nýta sér þessar 10kr lækkun hjá öðrum en N1 og sniðganga það alveg. 


mbl.is Eldsneytisverð víða lækkað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegur fólks flótti frá landinu eftir áramót

luggage Ég er þess sannfærður að það verður gríðarlegur flótti frá landinu eftir áramót, yngra fólkið sem er með menntun og burði til munu taka sig saman og flýja land, því ættum við að greiða fyrir ofur fyllirí bankamanna síðustu árinn, núna þegar þjóðin er sett út í horn og við verðum að taka við hundruðum milljörðum í skuldir, vera stimplaðir hryðjuverkaþjóð hvað er annað en að fara annað, Kanada , Noregs og Danmörk, það er ekkert mál að fara héðan og fólk mun gera það.
mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kallar maður að nýta sér aðstæður .

Mér finnst þetta of langt gengið, ég er sammála að Rúv sé ekki með auglýsingar, eða takmarka það, en núna þykkir mér þetta frekar lykta eins og Sigríður sé að nýta sér aðstæður á markaðinum til að knýja fram breytingu, jú vissulega eru erfiðar tímar framundan en það verður að vera samkeppni og RUV veitir smá aðhald, ég er búin að skrá mig á lista Skjárinn.  Auðvitað er verið að fá aumkun á einni stöð, sem tekur ekkert fyrir að sýna gott efni.

 

 


mbl.is Breytt dagskrá á Skjá einum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og við erum að kvarta.


Deilan á ekki eftir að leysast, sendum sendiherra Breta úr landi.

british-officer Ég man ekki til þess að það hafi verið gert nema í Falklandseyjum þá var það vegna yfirráð á eyju, sendum sendiherra Breta úr landi og lokum fyrir fiskútflutning til UK seljum okkar fisk annað þá fá þeir að finna fyrir valdi okkar. Og það að taka á móti þeim hér til að vernda okkur er alveg með öllu óskiljanlegt, við erum að gera okkur að athlægi með þessu, eða eru þjóðaleiðtogar okkar svona vitlausir að þeir vita ekki rétti okkar, eigum við að borga þetta sem þeir óska eftir eða er verið að nota Ísland sem blóraböggul , þora þeir ekki í USA það eru margir banka þar farnir á hausinn og örugglega fullt af fólki tapað milljónir þar, bæði frá UK og Þýskalandi, vilja þeir ekki sækja á það heldur bara á  okkur til að sýna vald sitt, ef þetta er það sem EU vilja þá skulum við segja okkur úr þessu sambandi förum og leitum að nýjum vinum segjum okkur úr NATO líka ég er viss um að Varsjábandalagið mundi taka á móti okkur.
mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 , stöndum saman núna.

Bara í gær þá hækkuðu N1 verð hjá sér um heilar 4 kr og 6 á Dísil , núna þegar heimsmarkaðsverð heldur áfram að lækka þá hljóta þeir að nota tækifærið og hækka aðeins meir hjá sér til að græða sem allra mest núna þegar við þurfum að aðhaldi að halda.

 

Sniðganga N1 strax 


mbl.is Olíuverð hríðlækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senda þessum mönnum skýr skilaboð

Ef við getum ekki treyst núverandi vinum þá leitum við annað, Svíþjóð er búin að senda skilaboð hingað um að þeir treysti okkur ekki, USA ætlar ekki að hjálpa, IMF ætlar ekki að taka lánaumsókn okkar til greina fyrr en við sættumst við Breta og Hollendinga, þannig að við ættum að segja okkur úr Nato , EES og öllu aðildarríkjum sem við erum í.  Bjóðum síðan Rússum að koma hingað til að setja upp Herstöð til æfinga, sjáum hvort það verður ekki nóg til að hrista aðeins í þeim.
mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 þeir hækka fyrst og lækka síðastir,

Eins og alltaf þá hækka þeir fyrstir allra þó svo að olíuverð sé lægra núna en fyrir 18 mánuðum, og koma síðan með lame afsökun um dollara verð, ég hvet alla sem það geta að sniðganga þetta félag alveg og láta þá finna fyrir samstöðu okkur.
mbl.is Eldsneyti hækkar hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsátt. En heyrist ekkert í stjórnmálamönnum um lækkun launa

Forseti vor hefur hvatt til þess að ráðamenn lækki laun sín í takt við landann sem margir hafa tekið 10% kjara skerðingu en stjórnamála menn og konur hafa ekki látið í sér heyra með þetta á alþingi, finnst þeim virkilega allt í lagi að horfa á 60% af þjóðinni taka lækkun og þeir sem eiga sök á þessu taka enga skerðingu. Finnst ykkur þetta í lagi.
mbl.is ASÍ og SA vinna að þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bresk hergögn send af stað til Íslands

Er ekki í lagi með okkar stjórnendur, ætla þeir virkilega að þykkja það að Breta af öllum sendi hingað herlið, ég trúi því ekki að þeir séu að huga að þessu, þetta þarf að stoppa og það strax það er móðgun við okkur að þykkja þessa hjálp frá þeim, og tel ég réttast að senda Breska sendiherra heim líka þangað til að deilan er leyst .

Sjá frétt hjá Vísir.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband