Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ég spyr hvenær getum við flutt okkar lán yfir á íbúðarlánasjóð......

Ég vill færa mig alveg frá þeim og loka alveg fyrir mín viðskipti við þennan banka, og mæli með að sem flestir geri slíkt hið sama, hann hefur ekki traust mitt og mun ekki ná því, þeir eiga ekki rétt á viðskipti frá okkur .. Sorry en þetta er mitt álit á þessum suk-banka
mbl.is Gildandi vextir haldast við yfirtöku íbúðalána Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Én Davíð ætla ekki að fara... hvað gera menn þá

Nú er sá tíminn liðinn sem Davíð hafði til að svara og hann hefur ekki svarað hvort hann verði við þessu eða ekki, hvað ætlar ríkið að gera ef hann neitar að víkja frá starfi, ekki nóg með það heldur væri það verra fyrir hann ef hann gerir slíkt, hann á rétt á launum í 4 ár ef hann vill ekki gefa eftir, og væri það í raun kaldhæðnislegt ef svo væri, tökum sem dæmi eins og með Björgvin hann afsalar sér biðlaun en aðrir ráðherrar þykkja þessi laun eins og fyrirverandi fjármálaráðherra sagði , því ætti maður að slá á móti því sem maður á rétt á.... þó svo að þjóðfélagið allt sé á hausnum.
mbl.is Mælt fyrir frumvarpi um Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðgangið Toyota,

Ef maðurinn má ekki skrifa um svona lagað þá erum við í djúpum skít, en hvernig er með siðleysið hjá því fyrirtæki sem hann bloggaði um? er þetta siðlaust já það finnst mér.
mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kallast domino effect......

Þeir setja á okkur hriðjuverkalög og settu landbankann á hausin með aðgerðum sínum og núna þegar fyrirtæki sem eru í viðskiptum við gamla landsbankann eru komin í þrot eru þeir hissa, vá er ekki í lagi þarna úti, áttu þeir von á að við myndum bjarga þessu öllu, ha ha ha ,, góður þessi, ég tel að ríkið eigi að eiga þetta í einhvern tíma eða þangað til að fæst góður peninngur fyrir þetta til að greiða upp skuldir okkar, það má alveg hræða þessa breta aðeins.
mbl.is Krefjast upplýsinga um Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 og Skeljung.

Hafið þið tekið eftir því að N1 og Skeljungur lækka ekki þó svo að gengið hafi styrkt fyrir helgi, tók eftir að AO er með Dísil á 164 meðan N1 auglýsir 167 kr á lítrann, því ættu við að versla við þá og hvet ég alla til að sniðganga þá sem allra mest til að knýja fram lækkun, þeir voru alla vega nógu fljótir að hækka þegar krónan okkar féll. Og þá voru þeir með afsökun eins og að það sé almenn krafa að fylgja eftir hækkun sem eiga sér stað á heimsmarkaðsverði. Og núna síðast á að breyta EGO í N1 til að græða enn meir.

Sniðgangið N1 og Skeljung.....


mbl.is Olíuverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru þó hugmyndir, hafa aðrir komið með betri NEI

Hvernig er með útrásavíkinganga ætluðu sumir ekki að koma að uppbyggingu Íslands eftir að hafa skilið við það í bruna rústum , nefni einn eins og Björgólf, hefur eitthvað heyrst í þeim manni, nei alls ekki enda eru þessi menn farnir af landi með allan sinn auð og ætla ekkert að hjálpa til hér, enda eiga þeir skít nóg að peningum.

Ég tek hattinn ofan fyrir Dorrit hún sýnir það í verkum og umsögn að hún elskar Ísland litla stóra landið, en hafa aðrir komið með hugmyndir sem hægt er að nota.

Kannski erum við líka alltof svartsýn á allt þetta og það eitt getur líka skemmt mikið fyrir ef menn hætta að versla, það sem er verst við allt þetta er að við erum jú föst í mestu efnahagskreppur frá upphafi lýðveldisins, og þetta var gert með útrás bankanna og óhof í eyðslu.


mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman verður að fylgjast með næstu daga...

Hver ætli verði fyrstu mál þeirra á þingi og hvaða reglur eða tilskipanir ætli þeir gefi út, og síðan er spurning hvort að bankar fari eftir þeim, ekki gerðu þeir það síðast, en svona í lok þá verður fróðlegt að fylgjast með gengi krónunnar í dag og næstu dag, síðan er spurning víkur Davíð eða lætur hann reka sig.
mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband