En hér á landi komast ráðherrar upp með allt...

og þurfa ekki að segja af sér, greyið fékk sér aðeins og mikið og þarf að segja af sér, tökum Árna okkar fyrirverandi fjármálaráðherra til greina hann var áminntur fyrir léleg vinnubrögð vegna skipun héraðsdómara, fyrir utan allt annað sem greyið gerði af sér á meðan hann sat sem fjármálaráðherra, ekki fannst honum ástæða til að segja af sér, Björgvin segir ekki af sér fyrr en ljóst var að samstarfið væri búið við sjálfstæðisflokkinn, og stutt í kosningar, Davíð seðlabankastjóri ætlar ekki að axla ábyrgð. svona er ísland í hnotskurn... Íslenskir ráðherrar axla ekki ábyrgð gjörðum sinnum, þeir bíða eftir að þetta gleymist, og vonast til að almenningur sé jafn gleyminn og þeir,ég er viss um að Björgvin nær kjöri aftur og Árni verður aftur ráðherra....
mbl.is Ráðherrann ætlar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MacGyver

Það er munur á að axla ábygrð og að segja af sér. Það er algengt að óvinsælir ráðherrar innan stjórnir eða flokkum segja af sér til þess að gefa í skyn að ákveðið vandamál hafi verið þeim að kenna persónulega og þannig taka höggið fyrir sjtórnina. Þetta er meiri pólitiskur leikur heldur en ábyrgðartaka. Ég veit svo ekki hvernig lönd myndu virka ef allar stjórnir og stjórnmálamenn myndu segja af sér og "taka ábyrð" í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp.

MacGyver, 17.2.2009 kl. 08:23

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Kjósum persónur á þing, ekki flokka.  Í burt með flokksvaldið og klíkuna. nyttlydveldi.is

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 17.2.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband