Hef heyrt að Lýsing sé að sópa til sín eignum og nota tækifærið núna.

Hef heyrt að Lýsing sé að sópa að sér eignum með slíkum aðgerðum vegna ástands, þeir vilja ekki gefa mönnum sjens og taka þá af þeim tækið eða bíla á lágu verði senda þeim síðan RK fyrir viðgerðum eins og rispum og annað sem þeir finna , ætli þeir geymi þetta síðan ekki þangað til að ástandið lagist og selji þetta síðan á uppsprengdu verði og græða þá, þetta er ekkert annað en stuld. Núna vantar okkur Hróa hött hér á landi til að gæta hagsmuna okkar því ekki gerir ríkið það, þeir hugsa fyrst um sig síðan aðra.
mbl.is Mótmæla innheimtuaðferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

já er það?  Þannig að þú færð lánaða eign, skemmir hana og neitar að borga af henni, og þér finnst ósanngjarnt að eigandi eignarinnar vilji fá hana til baka þegar þú borgar ekki, OG rukki þig fyrir að hafa skemmt hana?

Og þér finnst það þjófnaður?

Ég hef heyrt að trukkarar séu í stórum stíl að stela bílum af fyrirtækjum, neita að borga af lánum sem þeir þó stofnuðu til sjálfir af fúsum og frjálsum vilja, og séu að skemma bílana.  Og það sem meira er, þeir neita að borga fyrir skemmdirnar sem þeir valda!  

Þannig að ef ég fæ lánaða hjá þér sláttuvél næsta sumar, neita að skila henni og skemmi hana í ofanálag, þá hef ég fullan rétt til að verða brjálaður þegar þú mætir heim til mín og tekur sláttuvélina ÞÍNA til baka OG vogar þér að rukka mig fyrir skemmdirnar á henni?  Þú ert að segja það, sem sagt? 

Liberal, 8.12.2008 kl. 10:16

2 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ég get allavegana ekki lesið neitt annað út úr þessu.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 8.12.2008 kl. 10:21

3 identicon

Ætli vinum og vandamönnum verði svo boðnir bílarnir o.fl . fyrir " slikk " ?

Kristín 8.12.2008 kl. 10:34

4 identicon

ég er ekki viss um að aðrir séu að senda fólki reikninginn fyrir viðgerðum á bílum ef þeir hirða hann.

Annars ef það er rétt að Lýsing sé að hirða bíla sem ekki hefur verið borgað af í 1-2 mánuði og þeir eru ósveigjanlegir við það þá finnst mér það svoldið hart í þessu árferði sem ríkir núna.

Jóhannes H. Laxdal 8.12.2008 kl. 10:35

5 identicon

Allt er þetta útrásarglæpamönnunum að kenna staðan væri ekki svona ef þeir hefðu ekki gerst þjófar. það er skrítið að ef menn vilja mótmæla og krefjast réttar síns í þessu tilfelli bílstjórar að  þá koma alltaf einhverjir kálfar og reyna að skemma fyrir þó þeir viti ekkert hvað þeir eru að bulla,bara til að vera á móti . ÁFRAM  BÍLSTJÓRAR.

Bensi 8.12.2008 kl. 10:37

6 identicon

Lýsing getur ekki krafist þess að fá bílana nýsprautaða og fína til baka. Fyrirtækið er að LEIGJA, ekki lána (það er stór munur þar á), bíla til atvinnustarfsemi sem yfirleitt fer fram á lélegum vegum landsins og hlýtur að gera sér grein fyrir því að bílar rispast við slíkar aðstæður.

Annar flötur á þessu máli er að Lýsing er einmitt að leigja bílana út, hvernig geta þeir þá krafist þess að fá einhverjar eftirstöðvar greiddar. Get ég sem leigusali hent leigjanda út í janúar og krafið viðkomandi síðan um leigu fyrir marsmánuð?

Öreigar Íslands sameinist ... þið hafið engu að tapa nema verðtryggingunni. 

Hrói 8.12.2008 kl. 10:50

7 identicon

Af hverju í andskotanum ætti lýsing að gefa þessum mönnum séns á að hafa bílinn lengur? þeir eru greinilega komnir með allt niður um sig og eiga engann séns á að greiða skuldir sínar. svo halda þessi fífl að þeir geti bara mótmælt, "ég vill ekki standa við samninginn sem ég skrifaði undir til að geta keypt bílinn".

 heimsku fífl...

Páll Logason 8.12.2008 kl. 10:52

8 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það þarf tvo til að stofna til skuldar, sá sem lánar og sá sem tekur lánið. Báðir taka áhættu. Ábyrgð lánveitandans er ekki minni en lántakandans. Þegar Íbúðalánasjóður eða banki leysa til sín fasteign þá veit ég ekki til þess að þeir láti gera upp eignina á kostnað lántakandans, það er einfaldlega kostnaður sem þeir bera til að geta selt eignina aftur. Ef ég lána sláttuvélina mína t.d til illfyglisins hér að ofan þá er ábyrgðin ekki minni mín megin, það var jú ég sem lánaði honum vélina, en ég ætla ekki furðufuglum að skilja það.

Þorvaldur Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 11:02

9 identicon

Auðvitað á jafnt yfir þessa aumingja að ganga hvort sem þeir geta ekki greitt af bílum eða íbúðum. Fólk heldur alltaf að það fái allt fyrir ekkert og sérstaklega þessir atvinnubílstjórar og þessi fyrirtæki sem hafa tekið erlend lán. Þetta fólk segist þurfa að halda uppi atvinnu en málið er að þetta lið er bara að reyna að koma sér undan því að greiða lánin. Og svo koma þessir aumingjans íbúðareigendur og seigjast þurfa þak yfir höfuðið fyrir sig og fjölskylduna en þetta er náttúrulega kjaftæði því þetta fólk er bara að reyna að skjóta sér undan því að greiða lánin sín og vilja koma þessu yfir á aðra. Svo vill þetta fólk að við hin sem eru skilvís með okkar lán og stundum vinnu eins og almennilegt fólk sínum þeim skilning.

Þórður Runólfsson 8.12.2008 kl. 11:16

10 identicon

Þorvaldur, þú myndir þá s.s. ekki fara fram á að sláttuvélin yrði löguð ef hún kæmi til baka öll löskuð?

nonni 8.12.2008 kl. 11:17

11 identicon

Þorvaldur myndi væntanlega ekki fara fram á sláttuvélin yrði sprautuð ef hún kæmi til baka með nokkrum rispum eða hnífurinn settur í brýningu ef hann biti minna eftir lánið...


karl 8.12.2008 kl. 11:26

12 identicon

Já ok, þannig að það er í lagi að skemma hlutina sem maður á ekki bara pínulítið? Sérstaklega dýra hluti eins og bíla sem er dýrt að gera við.

nonni 8.12.2008 kl. 11:34

13 Smámynd: Reynir W Lord

ég sel það ekki lengra en það að ég hef heyrt um að þeir svífist einskis við að taka eignir af fólki sem er í vandræðum, þeir hafa ekki boðið uppá hagræðingu eins og SP býður uppá, Lýsing er að nýta sér aðstæður til að taka til sín eignir sem þeir hafa fjármagnað án þess að gefa mönnum raunhæfa möguleika. eða svigrúm.

Reynir W Lord, 8.12.2008 kl. 11:38

14 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Atvinnubílstjóri tekur lán og áætlar að afborgun sé t.d. 150.000 á mánuði, hann gerir fjárhagsáætlun og skoðar þá samninga og viðskipti sem hann er í og sér að þetta gengur upp. Einn góðan veðurdag (eða vondan) þá breytast forsendur nánast yfir nótt og hann á að borga 300.000 á mánuði, ekki það að hann fái meiri peninga eða bifreiðin verði meira virði, nei af því að þetta eru leikreglurnar. Á sama tíma dregst saman í vinnunni sem hann taldi örugga og þá tekur tíma að finna út úr því hvernig á að leysa hlutina.

Ég get ekki séð að bílstjórinn fremur en margir færustu sérfræðingar um fjármál þjóða geti hafa séð fyrir þessa tvöföldun á afborgunum.

Lánafyritækið Lýsing í þessu tilfelli tók lán í útlöndum til að lána Íslendingum og sjálfsagt reiknaði ekkert með þessu heldur og getur síðan ekki greitt sínum lánadrottnum.

Við sjáum allavega í hendi okkar að það er ekki hægt að binda lán í erlendri mynt á meðan innkoman er ekki í þeirri sömu mynt. Okkar eigin gjaldmiðill er rúinn trausti og ljóst að menn munu ekki vera jafn fúsir í uppbyggingu aftur með ábyrgðir af þessu tagi.

Lára Stefánsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:42

15 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

en núna er Lýsing buin að bjóða fólki upp á greiðsluraðabreitingu. Er það bara eitthvað flopp til að snúa niður aumingja fólkið sem asnaðist til að fá lán fyrir einhverju sem það hefur ekki efni á að borga ?

Birgir Hrafn Sigurðsson, 8.12.2008 kl. 11:43

16 identicon

http://hvitiriddarinn.blog.is/blog/hvitiriddarinn/entry/737886/

Vil vísa í komment mitt hér að ofan.

Arnar 8.12.2008 kl. 11:59

17 identicon

sællt veri fólkið en ég er aðilinn sem bíllinn var tekkin af og við erum að mótmæla hvernig lýsing er að vinna sína vinnu, ég gerði mér fulla grein fyrir því að geingis trigð lán fara fram en ég skal bara seigja ykkur dæmið eins og það er frá upphafi.

 í ágúst 2007 kaupi ég þennan umræda bíl á 2.200.000. krónur

ég borga strax út 1.000.000 kr

eftirstöðvarnar bið ég lysingu um að lána mér fyrir semsagt 1.200.000 til 2 ára þar sem ættlaði mér að eignast bíllinn þar sem mig lángaði ekki að vera með skuldir á eftir mér í mörg ár.

í ágúst 2008 hætti ég að geta greit af þar sem ég var bæði ekki að fá borgað og vinnan var farinn að dragast  verulega saman en ég reyni samt að gera mitt besta til að reyna að fá mína peninga inn og einig að skapa mér meiri vinnu til að geta greit af mínum lánum en ef þið hafið kíkt út þá er ekki míkið verið að framkvæma svo það var nú ekki hægt að velja úr verkefnum en ég gat feingið að vinna fyrir aðila sem hafa það orð á sér að vera ekkert sérstaklega duglegir að greiða sína reykninga svo ég ákveð að vera ekkert að taka þá vinnu.

Í oktober 2008 fer ég á fund lysingar og seigi stöðuna ekki góða því það sé erfit að fá peninga og ég spir hvort sé möguleiki að geta tekið þær afborganir sem eru komnar í vanskil og setja þær afturfyrir og frista lánið svo ég borgi vexti í vetur á meðan þetta versta er að líða hjá. Svarið sem ég fékk var nei ekki nema ég myndi byðja pabba og mömmu um að gánga í veð fyrir skuldunum og afborganir færu aldrey niður fyrir það sem ég var að borga fyrir ári.

En það vill svo skemtilega til að það virðist ekkert vera sama árferði og var í firra því ver og miður svo ég tek þá ákvörðun heldur en að gánga að þessu og setja mömmu og pabba í veð þá fer ég með tækin til þeira og skila þeim inn til þeira.

bíllin var metinn sem uppítökuverð frá heklu 3.400.000

aðfinslur til niðurfellingar 2.958.585

svo verðmat bílsins sem eftir stendur 441.411

eftirstöðvar 2.209.853

bíll til lækunar því 441.411

það sem ég á eftir að borga þeim 1.768.442

og þá er eftir vagnin og Hjólagrafa

ég kaupi tæki fyrir 11.000.000 í firra borga út 4.500.000

nú er búið að taka þetta allt og ég á að borga þeim ca 9.400.000

ef ég hefði lagt upp með það í upphafi að borga þetta ekki þá hefði ég stofnað EHF.

kv Nýji Jón Heiðar

Jón Heiðar 8.12.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband