Koma svo aðrir ekki fast á eftir?

Það væri eiginlega í fyrsta sinn sem það mundi ekki gerast ef svo væri en ég á ekki vona á því, samráð þessara fyrirtækja er þvílíkt að núna hlýtur að koma að greiðsludegi, kannski var það ákveðið í skjóli nætur að Olís mundi ríða á vaðið og hækka næst þannig að það sé ekki alltaf sama fyrirtækið sem hækkar fyrst og aðrir fast á eftir, N1 mun tilkynna seinna í dag sína hækkun en aðrir munu hækka bara án þess að láta vita og vona að við tökum ekki eftir þessu.

 

Er enginn leið til að fá fólk til að standa saman við innkaup á sínu eldsneyti , bara ef 30% þjóðar mundi taka saman í því að hætta að versla við ákveðinn fyrirtæki mundi strax skila okkur lækkun. 

 

Ég mæli með að allir sem einn hætti að versla við Atlantsolíu og Olís

Og vill ég biðja Atlantsolíu um að hringja ekki í mig með sínar útskýringar á þessum hækkunum.


mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Hefur ekki heimsmarkaðsverðið farið lækkandi undanfarið? Og krónan styrkst. Þannig var það þegar ég skoðaði þetta um daginn, hefur kannski breyst eitthvað.

En anskotinn hafi það, 5 kr. hækkun og núna tæpar 4 krónur.

Hvað er í gangi ?! Mikið er ég feginn að hafa fyllt hann um mánaðarmótin :P ætli verði meiri hækkun. aðrar 5 krónur.

Maður spyr sig.

ThoR-E, 3.12.2010 kl. 13:29

2 Smámynd: ThoR-E

Krónan styrkst eða staðið nokkurnvegin í stað. Átti þetta að vera.

Varla hafa verið það miklar sveiflur að það réttlæti tæpa 10 kr. hækkun á rúmri viku. :P

ThoR-E, 3.12.2010 kl. 13:31

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það virðist ekki vera neinn áhugi á að standa saman, ég bloggaði um þetta fyrir nokkru en það var ekkert viðbragð. Ég hefpi  haldið að félag bireiðaeigenda gæti hvatt bíleigendur til að versla á einum stað, þetta er nú hagsmuna félag bifreiðaeigenda. En það er kanski ólöglegt hver veit?

Eyjólfur G Svavarsson, 3.12.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband