Algjört svindl eða græðgi

Jú þegar við skoðum þennan lista aðeins sjáum við að þessi verð eru alveg út í hött, skoðum þetta aðeins, ég hætti sjálfur að reykja fyrir rúmum 3 vikum og notaði við það plástur 15mg 16 tíma, sem jú kostaði mig 4.800 kr fyrir 14 stk ég hefði kannski átt að skoða mig aðeins um áður en ég fjárfesti í þessu en ok 1000 kall hér eða þar skiptir ekki máli, en mikið var ég hissa þegar ég bað um næsta skref fyrir neðan eða 10mg 16 tíma plástur hann kostar það sama og 15mg og viti menn 5mg kostar líka 4.800 kr fyrir 14 stk, en hér er smá trick kaupið ykkur bara 15mg plásturinn og klippið hann í tvennt þá ertu kominn með 7.5mg og síðan 15mg  í þrennt þá ertu komi með 3 x 5 mg og hann endist þér mun lengur, núna er ég með 15mg 14stk og þeir endast hjá mér í 28 daga, mér dettur ekki í hug að kaupa mér 5mg á sama verði og 15mg, þeir sem hafa reiknað þetta hafa sennilega skrópað í skóla, eða er þetta kannski bara græðgi í þeim hvað heldur þú.

 

sjá Neytendasamtökin með samanburðinn


mbl.is Nikótínlyf ódýrust í Skipholtsapóteki samkvæmt könnun Neytendasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband