Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Loka þessum banka bara

Það ætti að loka þessum banka og það strax, miðað við allt það sukk sem er búið er að koma í ljós er ég ekki hissa að menn vilja flýja sökkvandi skip, fyrir mitt leiti mætti bara loka þessum banka og það strax, auðvitað er fullt af fólki sem er að vinna þarna saklaust og eiga engan hlut í öllu þessu sukki sem hefur átt sér stað, en það vissi af þessu og þagði, það sá þetta og þagði, núna þegar lykilstarfsmenn eru að segja upp á enn fleira eftir koma í ljós, en miðað við allt það rugl og þjófnaður sem er búið að eiga sér stað sé ég enga ástæðu til að ríkið eigi þennan banka, því miður....

 

Stjórnendur bankans hafa keyrt hann í kaf og yfirgefið landið með sviðna jörð og auralausa, til þeirra segir ég þið ættuð að skila inn ríkiborgararétti ykkar þið eruð án lands og þjóðar.


mbl.is Kaupþingsmenn flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldhæðnislegt en satt

Að bankar landsins fjárfestu umfram eignum og margir aðrir ef út í það er farið, en bankarnir eiga stærsta hluta þess að komið sé kreppa hér á landi er það ekki, og núna þegar allir sem eiga hlut í hinum ýmsu félögum eru komin í vandræði vegna kreppunnar koma þessir sömu bankar að með skjalatöskunnar sínar og segja vera að taka yfir. En það er einn plús við þetta við eigum þessa banka núna en ekki einhverjir glaumgosar og útrásavíkingar, en þegar þesssir bita verðir síðan seldir verða það þessir sömu menn við tröppurnar að taka við aftur þegar búið er að fella marga milljarða skuldir niður sem þeir sjálfir stofnuðu til. Kannski væri ráð að Ríkið eigi þetta eithvað áfram og sé ekkert að flýta sér að selja, enda fæst ekki mikið fyrir þessi fyrirtæki í dag.
mbl.is Lánastofnanir ráða Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En sjáum við ekki lækkun á eldsneyti...

Finnst ykkur það ekki svolítið skrítið að þeir skuli endalaust komast upp með að lækka. Og hvað er til ráða þú lesandi góði lumar þú á hugmynd til að knýja fram lækkun...
mbl.is Bandaríkjadalur kominn niður í 113 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er það á ekki að lækka hér, Sniðganga N1 STRAX.

Þetta fer að verða mjög leiðinlegt, þegar verð á olíu lækkar og lækkar á heimsmarkaði en hér halda menn í hverja einustu andskotans krónu og lækka ekki, en það vantaði ekki stóru orðin þegar þeir hækkuðu og hækkuðu þegar krónan var veik og olíuverð hækkaði, við sem þjóð verðum sjálf að standa vörð um okkar hag því ekki gerir neinn annars það, eins og FIB eða neytendaþjónustur, N1 er sagður vera að kaupa önnur fyrirtæki sem eru í vandræðum vegna hvers ætli það sé, eru þeir búnir að græða svona mikið á þjóð sinni að þeir geti slíkt, ég spyr, ég hef verið að leggja til að við stöndum saman við að sniðganga eitt félag og lagði til kosningu um hvaða félag við ættum að sniðganga og af 82 sem tóku þátt hafa flestir viljað sniðganga N1, þannig að ég legg til að við byrjum á því núna allir sem einn að sniðganga N1
mbl.is Olíuverð hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað er núverandi stjórn búin að gera....

Jú þeir komu Davíð úr embætti og ekkert annað, það voru öll ósköpin sem þeir náðu að gera og þá veðrur það upptalið þar sem þeir verða ekki við stjórn næst, það verða Sjálfstæðimenn og Framsókn sem stýra þessari þjóð næst, og þá munum við sjá enn frekar afleiðingar aðgerðaleysi.
mbl.is Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband