Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Glæsilegt, núna geta þessi herramenn farið að skjálfa

Núna geta þeir byrjað að vera hræddir um sinn hag, ef Ríkistjórnin fer eftir því sem hún segir eða ráðleggur þeim þá gætum við farið að sjá árangur hér.
mbl.is Eva Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært ... Samkeppni og ekki veitir af

Síðast þegar ég talaði við mitt tryggingafélag (TM) voru þeir að tala um 35% hækkun iðgjalda milli ára, og ekki kom til greina að lækka þó svo að ég væri komin með betra verð frá öðrum, ég sendi skeyti á ritara forstjórans og þakkaði fyrir samstarfið á síðustu árum en ég hef verið hjá TM í rúm 15ár, og þó svo að þeir hafi verið 10 - 20 þús kr dýrari hef ég ákveðið að vera kjurt, en núna get ég það ekki lengur þar sem við erum að tala um rúmar 100.000 krónur hækkun. þannig að ef annað tryggingafélag er tilbúið að koma til landa og bjóða tryggingar verið þið velkominn..
mbl.is Vilja kaupa tryggingafélag hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur eldsneyti lækkað mikið frá áramótum

Gaman væri að heyra í einhverjum sem gæti upplýst okkur um þetta, ekki get ég ímyndað mér að við höfum séð 20% lækkun.
mbl.is Umtalsverð styrking frá áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins ,,, er eittvhvað að ske

Ég segi ekkert annað en að loksins er eitthvað að ske, ég vona bara að það verðir farið að hennar ráði og eigum þessara manna fryst sem fyrst og rannsókn í gang núna, það er ekki eðlilegt að einn banki skuli geta flutt út 500 milljarða og eru nánast að komast upp með það, ég vona að það verði eitthver viðbrögð núna.
mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að loka þessum andskotans banka.

Ég segi ekki annað en þessi menn hafa ekkert með það að gera að kalla sig Íslendingar, né eiga þeir rétt á að búa hér lengur, þetta sukk er rétt að byrja að koma í ljós meir og meir, lokið þessum banka setjið hann á hausinn en Kaupþing á ekki rétt á að vera áfram.
mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1Kr lækkun... þið ættuð að skammast ykkar.

eins og alltaf verið að henda brauðmolum í okkur, þetta er alveg til skammar hvernig þeir hafa komist upp með aukna álagningu án þess að nokkuð við þessu sé hægt að gera FÍB situr hjá og ekkert heyrist þeim þeim lengur, það er búið að gelda þessa aðila.
mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1 og Skeljungur, nú er tækifærið til að hækka er það ekki

Notið nú tækifærið eins og þetta þar sem þið viljið ekki lækka hljótið þið að hækka þegar svona fréttir koma, ekki láta þjóð verða fyrir vonbrigðum.  Þetta eru heilar 17cent sem við erum að tala um ... á tunnu sem gæti þýtt nokkra aura hækkun.
mbl.is Olíuverð hækkar lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýta aflaheimildir.

Væri ekki núna tækifæri til að þjóðnýta aflaheimildir og nýta það fyrir þjóðina enn ekki einhverja örfáa sem ofanálag geta líka veðsett óveiddan fisk sem við eigum öll, þetta kvótakerfi er algjört bull og ekkert annað, ég sjálfur stundaði sjó í 15 ár eða meir á netum og trolli í alls kyns veðri dag sem nótt, ekki fékk ég úthlutaðan kvóta, vegna þessa að ég átti ekki útgerð, en sumir skipstjórar fengu svokallaðan Skipstjórakvóta , en ok nú er svo komið að þessir herramenn eru búnir að spila úr sér brókinni og vilja fá meira og meira , tökum þennan andskotans kvóta af þeim og úthlutum eftir stærða báta og staða, sá kvóti sem ekki næsta að veiða gengur til baka og verður síðan úthlutaður aftur á næsta ári.. þetta eru mín orð um þetta mál . 

Hvað sem verður um þetta þá verður þessu ekki breytt. 

 


mbl.is Alvarleg staða sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur mun dansa

það er öllum ljóst að Framsóknarflokkurinn mun dansa mein þeim flokk sem óskar eftir því, þetta er ekkert annað en pólitík og núna er Sigmundur að dansa með vinstri, en gerði hann það lengi, nei samstarfið var ekki langt hjá þeim þegar hann fór fram á kröfur og setti allt í hnút þannig að ég spyr er þeim treystandi NEI það held ég ekki, voru snöggir að taka samstarfi þegar það bauðst en voru líka fljótir að svíkja þegar það hentaði þeim, núna halda þeir að þeir geti spilað pínu með en það er ekki raunin ég held að fólkið sjái alveg í gegnum þetta hjá þeim og þeir verði fyrir miklu tapi. Alla vega vona ég það....
mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreiðar Már Sigurðsson án lands og þjóðar

Ég tel réttast að Hreiðar Már Sigurðsson fari af landi en skili eftir öll laun sem hann hefur fengið fyrir slæma stjórn og ofurlaun. Það á að greiða fyrir vel unninn störf enn ekki slæm, og síðasta verk þeirra var að fell persónuleg ábyrgð á öll hlutabréfakaup þeirra. Vá og látum þetta ske..... burt með þig
mbl.is Afskrifuðu ekki tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband