Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Svefnstjórninn er ennþá sofandi.

Þannig er það og það mun ekkert breytast, stjórnin er algjörlega sofandi, Geir sagði fyrr í sumar að það væri ekkert að, enginn ástæða til að gera nokkuð, menn í stjórn vildu ekki koma sama fyrr í sumar þegar það var óskað til að fara yfir þessa stöðu vegna þess að það er ekkert að. Því ætti stjórn okkar að gera nokkuð núna, það er of seint að hugsa um að bjarga heimilum þau eru að fara á hausinn og gott betur en það, Geir segir þá bara ja menn hefðu átt að hugsa um það áður en þeir fóru i fjárfestingar. íslenska krónan er gjörsamlega verðlaus og er í frjálsu falli, og á eftir að falla en meir.
mbl.is „Nú þarf að bjarga heimilunum og það strax“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga N1 og Skeljung STRAX

Ég tók eftir því að dag að N1 og Skeljungur voru búnir að hækka umtalsvert eða um 6-7 Kr , og ekki var beðið með að hækka nota tækifærið jú það biðu fullt af Olíuskipum fyrir utan og vildu fá að afferma olíu á uppsprengdu verði. Ekki geta þeir sýnt smá biðlund og leyft fólki að jafna sig almennilega á öllu þessu kreppu tali , heldur hækka þeir umtalsvert í skjóli gengislækkun. Skammist ykkar.
mbl.is Eldsneytisverð hækkar umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið nóg. Tími aðgerða og það strax.

Það er spurning hvort almenningur eigi að mótmæla við alþingi í dag , eða eigum við að vera róleg.

Þetta gengur ekki lengur þessu óvissa og aðgerðaleysi stjórnvalda. 


mbl.is Gengisvísitalan yfir 200 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið á að segja af sér strax, þeir hafa ekki tök á þessu ástandi.

Ég segi það og stend við það að Geir og hans stjórn eigi að segja af sér strax og leita sér að vinnu, því þeir eru ekki að standa sig sem skildi. Geir brosir út í annað og segir að það sé ekkert að, Björn Viðskiptaráðherra veit ekkert í sinn haus, og restin af stjórnin er óstarfhæf . Burt með allt þetta lið og það strax, ráðum fólk með menntun og þekkingu til að stýra þessu landi úr þessum ósköp sem á okkur hafa verið lagt.
mbl.is Alþingi sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband