Nú er komið nóg. Tími aðgerða og það strax.

Það er spurning hvort almenningur eigi að mótmæla við alþingi í dag , eða eigum við að vera róleg.

Þetta gengur ekki lengur þessu óvissa og aðgerðaleysi stjórnvalda. 


mbl.is Gengisvísitalan yfir 200 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er búið að þjóðnýta Glitni. Það er búið að hækka varagjaldeyrissjóðinn úr 100 milljörðum í 500 milljarða. Ef þú ert með hugmyndir um hvernig skuli bjarga okkur frekar út úr þessu, þá er ég viss um að allir hlusti. Ég skal hlusta, allavega. Vandinn er ekki að yfirvöld séu of löt eða heimsk til þess að gera nokkuð, vandinn er að enginn veit hvað í fjandanum eigi að gera umfram það sem þegar er verið að gera.

Helgi Hrafn Gunnarsson 1.10.2008 kl. 11:46

2 identicon

Ég veit ekki til þess að seðlabankinn sé búinn að ganga frá þessari stækkun. Aftur á móti gerðu norsku bankarnir með sér samning sem veitir honum heimild til að gera það, sjá hér http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1765.

Seðlabankinn hefur ekki gert neitt nema hækka stýrivexti og arðræna fólk.

Ellert 1.10.2008 kl. 12:22

3 identicon

Ellert: Tjah, núna veistu þá af því að Seðlabankinn hefur hækkað gjaldeyrisvaraforðann úr 100 milljörðum í 500 milljarða. Þú finnur engan sem mótmælir því vegna þess að það er staðreynd. Hann hefur því samkvæmt skilgreiningunnu á því "að gera eitthvað", verið að gera eitthvað.

Fréttatilkynning þín sýnir líka fram á að hann hefur verið að tala við aðra norðurlandabanka um samhjálp, sem er líka samkvæmt skilgreiningu að gera eitthvað.

Hvað er það nákvæmlega sem fólk vill að Seðlabankinn geri, sem hann er ekki að gera? Getur einhver útskýrt það fyrir mér? Nú er ég ekki beinlínis aðdáandi Davíðs föðurlandssvikara Oddssonar, en tölum um hlutina eins og þeir eru. Seðlabankinn hefur bara víst verið að gera helling.

Helgi Hrafn Gunnarsson 2.10.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband