Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

N1 lækkar , vá við eigum meira skilið en þetta

ef tekin eru mið af verði erlendis og gengi krónunnar þá ætti þetta að lækka um 20kr eða meir , en kannski eru þeir að finna fyrir samdrætti og þess vegna lækka þeir
mbl.is N1 lækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að versla við N1 og Skeljung eða Olís sama er mér, en!

Við verðum að sýna samstöðu á þessu vegna þess að þeir hafa sagt í fjölmiðlum að þeir verði að hækka þegar Króna veiktist og núna þegar hún er að styrkjast þá heyrist ekkert í þeim, ég veit að einn er ekki betri en annar en við verðum að byrja á einum eða tveim , þið megið alveg ráða þessu en hugsið næst þegar þið eruð að fara að dæla hvað kostar það hjá t.d AO eða OB, ef þið getið sparað 5 kr eða meir á litra hlítur það að skipta máli er það ekki . ........Cool

 

 


mbl.is Áhrifin eru lengur að koma í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við krefjumst lækkunar á Olíu og það strax.

Olíufurstarnir voru ansi fljótir að hækka þegar gengið féll en núna heyrist ekki í þeim, mæli með að fólk taki sig saman og sniðgangi olíufélöginn eins og N1 og Skeljung. Knýjum fram lækkun.
mbl.is Evran kostar 160 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er með Olíuverð á það ekki að lækka núna jafn hratt og þeir hækkuðu

Ættum við ekki að sjá lækkun jafnhratt og þeir hækkuðu þegar Krónan féll, eða eru þeir núna að reyna að græða meira, við verðum að standa vörð um okkar hag þegar það kemur að þessu eins og annað, þeir hækkuðu og hækkuðu þegar krónan féll og núna þegar Olíuverð hefur snarlækkað og gengið er að styrkjast eiga þeir að sjá sóma í að lækka jafnhratt og þeir hækkuðu. Ef við sjáum ekki lækkun í dag þá eigum vuið að taka okkur saman og sniðganga N1 og Skeljung til að knýja fram lækkun.
mbl.is Krónan styrkist áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1 og Skeljungur eruð þið ekki að lækka,

Gengið styrkist og olíuverð lækkar nánast um heilar 10% lækkun á þessu það hlýtur að koma að hressilegri lækkun frá ykkur eða ætlið þið að halda áfram að hækka álagningu ykkur í skjóli efnahags ástands hér heima, og stimpla ykkur sem ræningja. Ég spyr.
mbl.is Olíuverð ekki lægra í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburður á olíuverð hér og Evrópu.

Gaman er að sjá þróun verð erlendis miðað við það sem við erum að borga, jú við verðum líka að mið að gengi og það spila stórt, en afverju hefur enginn hagfræðingur að fjölmiðill tekið þetta saman og skoðað almennilega, það hlýtur að vera hagur allra að sýna réttu mynd af álagningu olíufurstana. En hér eru nokkrar myndir sem endurspegla verð erlendis.

  gas1diesel1


Windows eða ekki Windows ( Kannski Linux)

Núna þegar kreppir að og fyrirtæki og einstaklingar leita hagræðingar er vert að skoða Linux og Open Office eða Symphony frá IBM til að ná fram hagræðingu í rekstri og spara, en með þessu má spara umtalsverða peninga, ubuntu Linux er mjög auðvelt í uppsetningu og hægt að skoða það áður en ákveðið er að setja það inn í tölvuna, Open Office er mjög auðvelt í notkun og það vinnur með MS Office líka þannig að skjöl sem eru unnin í Word eða Excel er hægt að opna og vista aftur sem slíkt, nýlegt dæmi um Linux væðingu er IBM sem hefur verið mikill styrktar aðili á Linux þróun er núna að koma með alveg nýlega vöru sem heitir VERDE (Virtual Enterprise Remote Desktop Environment) 

"VERDE is providing an end-to-end, top-to-bottom Microsoft-free solution compared to VMware's Windows-based solution. Because this solution relies on open standards-based applications, OS and VDI as one complete Microsoft-free solution, VERDE is much less expensive to procure and deploy while providing all functions. There is no vendor lock-in on storage or server platforms. It runs on any x86 Linux server, talks to any SAN/NAS. It runs Linux workloads as well as Windows workloads in VDI environment. The open platform allows easy integration with any vendor backup, security, or access solutions."


Þetta er eitt af mörgum tólum sem eru til ef menn leita, Lotus Notes sem dæmi er mun ódýrara í rekstri en Exchange , og fyrir utan það er það miklu betra og það er hægt að keyra það á Linux þjón , en aftur að hagræðingu og sparnað, þá eru tól til sem hægt er að nota sem kosta ekkert nema tíma til að setja það upp og læra á það. CutePDf er eitt tól sem allir ættu að vera með önnur síða sem vert er að skoða er Alternative to Microsoft .

Þessi síða hefur að geyma alls konar forrit sem eru frí eða freeware, en tek það fram þau eru kannski ekki öll það auðveld í notkun eða í uppsetningu .  En mér finnst að allir eigi að skoða þessa möguleika og þá sér í lagi vegna ástands okkar hér á þessu skeri.

 


Og hvað erum við að borga......

Margfalt hærra vegna þess að olíufélöginn hafa notið tíman til að hækka álögur hjá sér um tugi prósenta, og nota til þess ástandið sem við búum við. Jú gengið hefur eitthvað að segja en ef græðgin væri ekki yfir sterkari þá gætum við verið að líta á dísil á c.a. 140kr og bensín á 110kr 


mbl.is Olíuverð ekki lægra í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá ertu ekki að grínas, hver kýs Davíð?

það vatnar ekki hrokann í honum Davíð, verði hann þvingaður til að segja af sér ætlar hann að hóta okkur með því að fara aftur í stjórnmál, vá....... ég spyr hver kýs hann .
mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðgagna N1 og Skeljung látum þá lækka enn meir

Ég sé það að Skeljungur er að lækka vegna þess að það er farið að minnka salan hjá þeim , N1 hefur ennþá ekki lækkað og ætla sér ekki að lækka strax, þeir eru alltaf fyrstir til að hækka og síðastir að lækka, AO lækkaði fyrir síðustu helgi og OB líka en ekki N1 og í gær var allt að 10kr munnur á milli þessa staða en samt var fullt af fólki að versla við N1, skil það ekki.
mbl.is Eldsneyti lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband