Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

nú geta Olífurstarnir hækkað og hækkað

Og við gerum ekkert, við kaupum og kaupum við látum yfir okkur ganga endalausar hækkanir og samkeppnisleysi, enda erum við orðin svo sýkt af þessu að okkur er orðið sama, og ég held svei mér þá að þeir vita það og nýta sér það, það er engin samkeppni hér á þessu skeri hvort sem það er með matarinnkaup eða eldsneyti krosstengsl og eignatengsl eru svo mikill að það er nánast vonlaust að finna út hver á hvað, En við búum við það að Olíufurstarnir hækka og hækka við borgum og brosum bara meira að segja félög eins og Atlantsolía sem eru bara með mannlausar stöðvar eru með þeim hæstu eru með þeim fyrstu til að hækka og síðustu til að lækka nema jú ef einhverjum að hinum dettur í hug að lækka un nokkra aura þá lækka þeir um aura.
mbl.is Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Adios mr Brown

Held að Mr Brown getir byrjað að pakka saman ... hann verður ekki lengi til viðbóta á Downingstræti.
mbl.is Axarskaft Browns rétt fyrir kjördag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á að hækka til að fá fleiri farþega?

hvað er að þessari mynd það er verið að tala um samdrátt í flug og þá tala þeir um að hækka fargjöld vegna þessa jú þá hljóta menn að segja " ætli það sé ekki best að kaupa sér flugfar" vá í hvaða skóla fara þessir menn.
mbl.is Flugfargjöld munu hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég spyr þá hvar er Hannes í dag,,,,

Veit það einhver hvar hann er niðurkomin með allar sínar milljónir sem hann náði að stela frá okkur, erum við að gera eitthvað til að nálgast þessa peninga....
mbl.is Staðfestir millifærslu frá FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Segi af sér er krafa frá okkur

Eina leiðinn til að endurreisa flokkinn er að Bjarni segi af sér og fari í annað en stjórnmál, hann er búin að skíta upp á bak og núna síðast með því að gangast ekki undir ábyrgð, ég tel það eina leiðinn til að sjálfstæðiflokkurinn nái sér er að hann segi af sér.
mbl.is Boða til aukalandsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni segir líka af sér og það strax

Hann Bjarni á að segja af sér líka og stíga til hliðar, hann er hluti af þessu útrásavíkingum og er það krafa okkar að hann segi líka af sér og Kristján taki við honum þá fyrst getum við farið að byggja upp nýtt land.
mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benediktsson segðu líka af þér þingmennsku

Við viljum hreinsum algjöra og ekkert minna en það, Þorgerður Katrín á að segja af sér strax og þú líka, við berum ekki traust til alþingis lengur, og það að enginn og ég segi enginn nema Björgvin hafi axlað ábyrgð gjörða sinna er auðvitað ekkert annað en fásinna
mbl.is Illugi færði fram sterk rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bara ekki nóg Björgólfur....!

Heldur þú að það dugi bara að segja ég biðst afsökunar á andvaraleysi þínu, eða hroka á síðustu dögum þegar þú vissir að allt væri að fara til fjandans þá tókstu úr pening til að bjarga Actavis, og við borgum þann brúsa þinn, heldur þú að það sé nóg bara að segja ég biðst afsökunar, nei það er ekki nóg, við erum á barmi gjaldþrots hér og þú hefur það bara næs með allar milljónirnar sem þú tókst héðan NEI þetta er ekki nóg
mbl.is Björgólfur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og allir versla við Bónus er það ekki styrkja þessa andskota

Erum við ekki öll að versla við Bónus í dag, erum við þá ekki að styrkja stöðu Jón Ásgeirs enn meir til að kaupa þetta allt saman aftur, sérstaklega núna þar sem hann er konan hans eru flúin af landi til að tryggja enn frekar að við getum ekki náð í þessa peninga, tel ég réttast að þessir menn missi ríkisborgararétt sínum með öllu, svipta þá þann rétt að kalla sig Íslending. Og hvet ég sem flesta til að versla við Fjarðarkaup eða Kost... Hættið að versla Bónus, IcelandExpress og lengi mætti telja en gott að byrja á þeim sem mest eiga sök.
mbl.is Rýrðu hlut kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara fáránlegt að Ingibjörg skuli komast upp með þetta

Og það að Ingibjörg skuli hafa sagt þetta er alveg út í hött, hvað var þessu manneskja að hugsa eða var hún að hugsa yfir höfuð nokkuð, þetta einkennist af panic og hræðslu og ekkert annað. Og ég segi það að Björgvin er sá eini af þessum öllum sem að þessu komu sem hefur axlað ábyrgð á einhvern hátt.
mbl.is Átti að upplýsa Björgvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband