Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Segja af þér strax

Þú hefur ekkert að gera að vera þingmaður lengur Bjarni, þú ert ekki trúverðurgur í neitt nema vera heima hjá þér
mbl.is Stjórnmálamenn rísi undir ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrun ætti að skammast sín

Eftir að hafa heyrt í Rannsóknanefnd Alþingis og lesið smá sýnist mér á öllu að Björgvin hafi verið haldið til hlés af Ingibjörgu Sólrúnu af ásettu ráði , hvað er þetta með að senda Össur í Glitnir en ekki Björgvin, hvað var hún að hylma yfir þessi kerling, stjórnmálaferli hennar er lokið með öllu, en það er spurning með Björgvin, hann var eini ráðherrann sem steig til hliðar eftir hrun og sagði af sér, hann hefur axlað smá ábyrgð vegna hruns en ekki aðrir, fyrir það hefur hann unnið inn smá prik hjá mér.
mbl.is Björgvin stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú erum við að hunsa samkeppni ....

Ég veit að við getum betur, þegar þú sest niður næst til að taka saman innkaupalista til að fara með í Bónus mundi ég hafi í huga allt það fjármagn sem Bónusfeðgar eru búnir að fá frá okkur og eiga enn eftir að fá, nýjasta dæmið kom fram í sjónvarpinu í gærkvöldi 6 milljarðana sem þeir léku sér að og neita að viðurkenna brot eða að þeir hafi gert nokkuð rangt, ég hef verslað við Kost og jú það er aðeins dýrara en í bónus en þeir eru líka með fullt af nýjum vörum sem við sjáum ekki annars staðar, þegar ég er búin að setja í körfuna og komin í kassann og samtalan er ekki meira en 10% til 15% meiri en í bónus get ég alveg lifað við það, 7000 kr innkaup og ég borga þá 700 kr miðað við 10% meiri hjá Kost er það þess virði, já ég tel það.

Vi584px-R%C3%A6ningjar.svgð vælum og vælum að það vanti samkeppni og þegar hún birtist þá eigum við að nýta okkur það Aflið er í fjöldanum hjá okkur því meiri sem við verslum við Kost því minna er Bónus og Hagkaup að fá í sinn vasa og meir fjölbreytni fáum við hjá kost.

 

Reynum að sýna smá samstöðu og verslum við Kost og Fjarðarkaup það mundi heldur betur ýtta við þeim Bónusfeðgum, ekki gleyma að þeir eiga eftir að kaupa þetta allt aftur á silfurfati frá skilanefnd og við getum ekkert gert til að stoppa það. 


mbl.is Jón Gerald segist ekki fá neina bankafyrirgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á stöðvum Atlantsolíu er 0,20 lægri ( Móðgun)

Þetta er öll samkeppnin sem við sjáum frá þessum ágætismönnum hjá Atlantsolíu enda sjá þeir enga ástæðu til að vera með virka samkeppni og ættu því að breyta slogani sínu í enga samkeppni handa öllum, enda hafa þeir ekkert sýnt fram á einhverja samkeppni.
mbl.is Eldsneytisverð lækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frítt að hækka að vild enda borgum við alltaf með bros á vör !!!!

Það hlýtur að vera til það orð sem lýsir þær aðstæður sem við búum við þar sem Olíufurstarnir hækka að vild án þess að við getum nokkuð við því gert, það er rekið við erlendis þá skjálfa þeir hér heima og hækka og hækka rétt fyrir páska tóku þeir upp á því að hækka sumir um 12 kr eða meir per litra jú það var páska helgi og um að gera nota tækifærið til að hækka og hækka enn meir enda búum við það að það er ekkert við þessu að gera við verðum jú að nota faratækið og það er ekki hlaupið að hætta því, ríkistjórnin græðir á þessu líka þannig að þeir brosa bara , samkeppniseftirlitið er geld enda hafa þeir enga hagsmuni að gæta, það er furðulegt að allir skulu allarf hækka nákvæmlega sömu krónu tölu og aura, nokkrir tóku sig saman og stofnuðu Samstöðu.com og vilja fá fólk til að sýna samstöðu en ég held að það sé bara ekki að ganga vegna þess að við kunnum það ekki og þeir vita það, ef þetta væri í Frakklandi þá væri komin borgarastyrjöld og ekkert annað ... en við Íslendingar gerum ekkert nema jú blogga um það og skammast en förum svo út í bíl og kaupum eldsneyti á þessu verði. : )Happy

þannig að ég ætla að halda áfram að blogga um þessa andskota og vona að það finnist smá glæðingu í landanum að sýna samstöðu og hunsa öll félög nema eitt. Þá kannski getum við fengið lækkun Bandit


mbl.is Eldsneyti hækkar um 3-4 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja nú geta olíufurstarnir hérna hækka aftur

Tókuð þið eftir því að þeir hækkuðu allir um nákvæmlega sömu krónu tölur rétt fyrir páska, Atlantsolía við sprengisand var að selja dísil á 188kr á miðvikudagsmorgun seinna sama dag eða daginn eftir var það komið í 203. og einhverjir aurar, en þeir voru ekki þeir einu sem hækkuðu heldur allir eins og samráð hafið verið um að hækka núna um páskana og með því óska öllum landsmönnum gleðilegra páska.  Mæli ég með að sem flestir skoði þessa síðu og skrái sig í þátttökuna um samstöðu það er eina leiðinn til að knýja þessa djöfla til að lækka . http://samstada.com/default.aspx

 

Skráning fer fram hér http://samstada.com/skraning.aspx

Ég  spyr ykkur finnst ykkur þetta eðlilegt og hafið þið ekki áhuga á að ná fram lækkun frekar en að láta endalaust vera að taka okkur ósmurt í afturendann með síendurteknum hækkunum.

 

En ef þið smellið á þessa mynd þá kemur í ljós að þeir eru byrjaðir að lækka sig aðeins og ekki nóg með það heldur telja aurar ekki lengur með nema í 2 tilfellum á dísil, hvað er að ske þar, eru olíufurstarnir allt í einu hættir að nota aura

 

capture.png

 

 


mbl.is Olíuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takið eftir verðum á eldsneyti núna

tók eftir þessu í gær að allir og ég segi það aftur ALLIR eru búnir að hækka í sömu krónutölu á eldsneyti og það fyrir páska núna ætla þessu andskotar að græða eins og þeir mögulega geta á ferðahelgina eins og þessu , fyrir nokkrum dögum var hægt að versla Dísil hjá Atlantsolíu á 188kr en núna er það komið í 203 kr í einu stökki, þetta er samkeppnina sem við búum við.

 

Sniðganga allar stöðvar í eina viku eins og Samstaða fer fram á (htttp://samstada.com)

bensin2.png


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband