Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þeim var nær, nú geta þeir sjálfum sér um kennt.

Eftir atburði dagsins í gær geta Bretar bar tekið þetta og átt sig, þeim lá svo mikið á að yfirtaka banka Kaupþings að þeir settu þá á hausinn og þar með fjármálakerfið okkar í UK, þannig að ég segi þeir geta bara sjálfum sér um kennt hvernig er komið fyrir þá. En ég vill sjá nýja Seðlabankastjórn og það strax .
mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú viljum við sjá mikla lækkun stýrivaxta hér heima.

vextir_290508 Ef ekki mun gengið rjúka upp aftur í hæðir sem við höfum ekki séð, evran mun sjá 250kr og DKK fara í 28kr eða hærra, nú viljum við sjá þessa lækkun kynnta strax við opnum kauphallar. Annað sem mér finnst vanta í þessa umræðu alla er verðtrygging, afnám verðtryggingar er algjör skilyrði núna og það strax, meðan við höfum ennþá eitthvað eftir að eignum okkar og lánin hafa ekki étið það upp.
mbl.is Skref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn lækkum á stýrivöxtum?

það verður að lækka stýrivexti og það strax, og eins og ég hef sagt þá má byrja að afnema verðtryggingar á lánum. En til að byrja með lækka stýrivexti um minnst 6% , en eins og siðast þá koma ekkert nýtt á þessum blaðamannafundi. Geir talar um ástandið og hvað þeir hafa gert og men séu tryggðir og allt það. En lækkun stýrivaxta er góð byrjun.
mbl.is Viðskipti milli landa verða tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1 og Skeljungur lækki strax í takt við gengið

við almenningur krefjumst þess að N1 og hinn olíufélöginn lækki í takt við gengið sérstaklegar þegar litið er til heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarlækkað undanfarið. Ef ekki verður að þessu sniðgangið þessi félög eins og þið getið, látum þá ekki komst upp með að hækka álagningu.
mbl.is Gengi krónunnar styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eiga að borga þetta allt við... NEI alls ekki

WiredHvar eru forráðamenn bankanna þeir sem keyrðu þetta allt niður í svaðið, afverju heyrist ekkert í þeim, eru þeir allir sem einn farnir í felur með alla sína peninga, og hvernig er með þessa menn sem státuðu af milljóna launum og tugi milljóna bónusa vegna þess að bankarnir gengur svo vel, menn voru að fá kauprétt langt undir markaðsgengi seldu það og græddu hundruð milljóna kr , eiga þeir ekki að borga þennan brúsa líka, eða á almenningur að borga allt og þeir ekkert.

Eftir á þá sitja þeir á hundruð milljóna og brosa út í eitt vegna þess að jú þeir eiga nóg fyrir sig og sína, en við eigum að borga þetta með hækkandi gengi og hækkandi vexti, finnst ykkur þetta ganga.

Ég segi að það eigi að draga þessa menn til saka , rannsaka þetta og sakfella, þeir eiga að borga þetta ekki við, eins og með Björgólf eldri hann á fullt af örum fyrirtækjum sem hann rekur í skjóli Landsbankans, á ekki að frysta þetta áður en það er horfið líka, síðan má ekki gleyma að FME átti að hafa meiri völd en þeir gerður þeir áttu líka að fylgjast betur með en þeir gerður og ríkið átti að grípa fyrr inn í en þeir gerðu, en þar sem skaðinn er skeður þá þarf að huga að öllum þáttum eins og t.d. hverjir eiga sök, og hvernig getum við lært af þessu. 

 

 


mbl.is Eignir standi undir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hlakkar í dönum.. Skammist ykkar!

Þvílíkt og annað eins ,, vá er ekki gaman hjá þeim núna , en sá hlær best sem síðast hlær.


mbl.is Söfnun fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun vaxta og afnám verðtrygginga.

Er það ekki skýlaus krafa okkar almenning að lækkun stýrivaxta tafalaust um 50% og afnám verðtrygginga á lánum landsmanna, nú er nóg komið að með að við borgun endalaust brúsa,  höfum við ekki borgað nóg í gegnum árin, til að koma efnahagnum í gang verðu að veita smá eldsneyti á markaðinn og ég tel að því sé best háttað með lækkun vaxta og afnám verðtrygginga. 

Hvað finnst ykkur.


mbl.is Unnið að því að styrkja gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða gengi á að nota. ? ég spyr

þegar farið er á síðu http://www.kaupthing.is/ og skoðað gengið þar þá er það allt annað en það sem seðlabanki er að sýna, hvaða gengi er í gangi og geta þá viðskiptabankar verið með mun hærra gengi en Seðlabankinn ?
mbl.is Gengi Bandaríkjadals 100 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu orð Geirs í langan tíma

Þegar á reynir vildu sumir ekki hjálpa, og eins hann sagði þegar vinir mans eru ekki hjálpfúsir leitum við að nýjum vinum, sem er bara gott að þeir viti þetta.
mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt, nú sjáum við gríðarlega lækkun Olíu er það ekki

Mikið rosalega væri ég hissa ef þeir lækka ekki strax og sýni lit við þjóðfélagið.
mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband