Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Flugeldasala og björgun
30.12.2007 | 12:42
Hér sit ég rólegur með góðan kaffi bolla og hugsa hvað eru menn að hugsa þegar þeir fara í svona leiðangur, jú þetta er ekkert annað en heimska, og þá er mér ofarlega í huga flugeldasala björgunarsveitanna, landinn á nú að taka sig saman og kaupa bara af þeim, látum þá aðila sem eru að selja í einkasölu eiga sig, enda höfum við ekki séð þá hlaupa til við að aðstoða fólk í vanda, með veður eins og það er búið að vera undanfarið þá eigum við að styrkja okkar fólk sem er tilbúið að hlaupa út frá fjölskyldu og leggja sitt líf í hætta til að hjálpa okkur.
Við verðum að standa saman og styrkja þá?
Með þetta lið uppá jökli látum þá borga fyrir heimsku sína.
Unnið við erfiðar aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guðlaugur ! lagðir þú mikla vinnu í þetta.
30.12.2007 | 10:12
Svei með þá, afnema gjöld fyrir börn yngri en 18 ára og hækkar í stað gjöld til foreldra. ha ha ha þessi var alveg svakalega góður, mér er spurn fór mikill vinna við þetta og, hvað voru þetta margar nefndir sem komu með þessa snilldar hugmynd, vonandi sefur þú betur á nóttinni vitandi að þú varst að gera góða hluti!
Dag gjaldið lækkar í raun um 50kr, mér er spurn hverjum dettur þessi ósköp í hug.
Börn greiði ekki komugjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verum róleg og sýnum tilitsemi
21.12.2007 | 17:52
það eina sem þarf að breyta í íslenskri umferð er að vera rólegri og sýna tilitsemi í umferðini, en það er of mikið fyrir landann, enda erum við ekki mikið fyrir að vera kurteis í umferðinni, menn halda sýnu svæði og hleypa ekki framúr eða inní, þannig að við verðum stressuð og pirruð.
Gleðileg jól........
Miklar tafir á umferð í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona á að fara að þessu.....
21.12.2007 | 17:45
Mér líst vel á þessa ákvörðun Hæstaréttar að halda þessum pilti inni þangað til að dómur er kveðinn, enda eru í raun meiri líkur á því að hann haldi áfram að brjóta af sér, nú erum við að senda þessum síafbrotamönnum skilaboð, ættum í raun að fara lengra og dæma þá fljótar , en þar sem hann braut af sér áður og er á skilorði þá á bara að henda honum inn og læsa.
Í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hagkaup
20.12.2007 | 07:54
Lítill verðmunur hjá lágvöruverslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óveður og heimakær
14.12.2007 | 08:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað vitum við ? ? ? ?
13.12.2007 | 15:20
Við vitum ekkert hvað skeði hjá Erlu fyrir einhverjum árum, kannski eiga þeir eitthvað sökótt við hana og eru að gera upp gamlar skuldir, við skulum ekki vera of fljótt að dæma og ég efast um að það komi í ljós hvort eða hvernig þessu líkur.
Hörkulegri meðferð formlega mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Íslensk menning og umferðin.
10.12.2007 | 14:45
Hvernig er þetta með landann, getur hann ekki lært að keyra almennilega, ég er orðin frekar þreyttur á því að horfa á fólk keyra á vinstri akrein og halda öllum fyrir aftan sig á LÖGLEGUM hraða, " come on" því geta menn ekki lært að fara fram úr á vinstri og fara síðan yfir á hægri og hleypa fram úr, þó svo maður komi aftan að bílum og er búin að vera að blikka áður til að gefa mönnum sjens á að færa sig en NEI þeir eru alveg blindir og heyrnarlausir í þokkabót.
og annað sem er alveg með ólíkindum og jafn óskiljanlegt er að þegar maður er komin á þjóðveg nr 1 á leið austur eða suður með sjó lendir maður iðjulega á eftir einum sem vill ekki fara hraðar en 70 Km þegar hann má vera á 90 km og ekki nóg með það hann hleypir engum fram úr heldur, en annað sem er kannski öllu verra er að um tíma keyrði ég suður með sjó þegar ég bjó í Grindavík og iðjulega lenti maður á þessum lestarstjórum á 70 km hraða með langa lest á eftir sér, en bíðið við þegar það koma að tvöfölduninni þá allt í einu var gefið í og keyrt á 110 km og maður kemst ekki fram úr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)