Hvernig er með Olíuverð á það ekki að lækka núna jafn hratt og þeir hækkuðu

Ættum við ekki að sjá lækkun jafnhratt og þeir hækkuðu þegar Krónan féll, eða eru þeir núna að reyna að græða meira, við verðum að standa vörð um okkar hag þegar það kemur að þessu eins og annað, þeir hækkuðu og hækkuðu þegar krónan féll og núna þegar Olíuverð hefur snarlækkað og gengið er að styrkjast eiga þeir að sjá sóma í að lækka jafnhratt og þeir hækkuðu. Ef við sjáum ekki lækkun í dag þá eigum vuið að taka okkur saman og sniðganga N1 og Skeljung til að knýja fram lækkun.
mbl.is Krónan styrkist áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líka Valitor, þeir eru ekki búnir að uppfæra hjá sér. :(

Jónas 5.12.2008 kl. 11:29

2 identicon

Dollarinn farinn úr 149 í 125 og á sama tíma fer verð á heimsmarkaði úr 50$ niður í 43,5$...

Magnús G 5.12.2008 kl. 12:08

3 identicon

skv þessum tölum þá er innkaupaverðið á olíu búið að lækka um tæpar 13kr síðustu 2 daga.

Arnar 5.12.2008 kl. 14:05

4 identicon

Mv. að heimsmarkaðsverð hafi lækkuð um ca 70% og krónan fallið um ca 120% ætti raunhækkun eldsneytis ekki að hafa verið jafn mikil og hún hefur verið.

Gefum okkur dæmi að innfluttur líter af bensíni hafi kostað 100 kr. þegar allt lék í lyndi, dollarinn var í ca 60 krónum og eldsneytistunnan ca $145.

Ef við gefum okkur það að krónan hefði haldið jafn sterk og hún var á meðan eldsneytið hríðféll hefði verðið átt að vera ca 30 kr. í dag. Hinsvegar bætum við ofan á gengisfall krónunnar sem var ca 120%. Það gefur okkur eldsneytisverð upp á ca 66 kr. Þar af leiðandi ætti eldsneytið í dag að vera um 34% ódýrara en það var þegar eldsneytistunnan var í $145 og það er með teknu tilliti til falli krónunnar. Hugsið ykkur þetta!!

nonni 5.12.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband