Efni
Höfundur
Ég segi mína skoðun á þeim hlutum sem mér finnst mæti fara betur, kannski eru ekki allir sammálar mér en þeir geta þá líka farið annað en að lesa mitt blogg, mér finnst við eigum að sniðganga stóru olíufélöginn til að knýja fram lækkun, enda eiga þeir það ekki skilið að við verslum við þá.
Allir eru velkomnir að commenta á bloggið mitt. Ég er áhugaljósmyndari og hef lúmskt gaman að taka myndir, eins og sjá má á Flickr.com og rhlord.com Annað áhugamál hjá mér er tölvur og tækni, út að ganga og útivera en það nýjasta er líkamsrækt.
Nýjustu færslur
- 7.10.2013 Þetta er það sem Ríkistjórn Íslands vill???
- 11.4.2013 Steingrímur og Jóhanna
- 4.2.2013 Við ættum frekar að sameinast með þeim og mótmæla ....
Færsluflokkar
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Nota bene
Mínar síður
http://www.ibm.com htp://www.nyherji.is http://www.novell.com http://www.rockbottomgolf.com http://www.ibliduogstridu.is http://woxit.com
Myndaalbúm
Svona um 30% græðgi, hitt er gengið.
20.11.2008 | 16:48
Dæmi um ríflega 100% hækkun á matvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Hérna ert þú ekki að gera neitt annað en að gefa þér eitthvað sem er ekki rétt hjá þér. Ég starfa í heildsölu og ég get sagt þér að það skiptir öllu fyrir okkur að lækka um leið og lækkun getur átt sér stað, það eykur söluna. Það má heldur ekki gleyma því að það verður að verðleggja vöruna eftir því gengi sem hún er greidd á. Þess vegna eru flestar heildsölur í dag að verða fyrir gríðarlegu tapi vegna muns á gengi þegar varan kemur til landsins og svo því gengi sem er þegar varan er greidd sem er algengt að sé 15 til 30 dögum eftir að varan kom. Eins og gengisbreytingarnar hafa átt sér stað undanfarnar vikur og mánuði, þá er það að skila miklu tapi.
Ekki gefa þér eitthvað sem þú hefur ekki rök til að styðja.
Fyrir um hálfu ári síðan kostaði evran á seðlagengi 117 ISK en kostar nú 176 kr. Þetta er 50% hækkun. Þess vegna hafa flestar vörur hækkað um amk 50% síðan þá. Það sem hefur hækkað minna er vegna þess að heildsalinn og smásalinn hefur MINNKAÐ álagninguna.
Það sem hefur hins vegar hækkað meira en 50% eru í flestum tilfellum vörur sem bera með sér önnur gjöld sem þá hlutfallslega hækka verðið meira við lægra gengi krónunnar.
Ég get fulltyrt að flestir heildsalar sem og smásalar eru að MINNKA álganingu sína en ekki öfugt.
Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 17:47
Steini ætlar þú að ljúga upp í opið geð á okkur.
Nú skulum við byrja á byrjuninni.
1
a. VSK var aflagður og lækkaður á matvöru.
b. Ári eftir þessar breytingar höfðu heildsalar og byrgar étið upp þessa hækkun og það á þeim tíma er gengi krónunar var sem hagstæðast.
2. Ég er tilbúin að leggja æru mína að veði þegar ég lýsi þvi yfir að verðlag mun ekki lækka í samræmi við styrkingu krónunar. Aftur munu það vera gráðugir heildsala og byrgjar sem munu stinga mismuninunm í rassvasann.
Íslendingar hafa ávalt þurft að sætta sig við að vera teknir í rassinn þegar kemur að verðlagi, sé eitthvað gert til að reyna að sporna við og aðsoða hinn almenna borgara skal ávalt vera einhver sem sér gróða fyrir sig og hækka.
3. Gott dæmi um þetta er það sem ég nefndi í dæmi 1, lækkun VSK og afnám á matvörum skilaði sér aldrei í vasa almennara borgara.
Málið er einfalt við getum ekki leitað útfyrir landsteinana til að versla þær vörur sem eru á drápslegu verði eins go Danir, Svíjar og Norðmenn gera t.d og knýja þannig matvöruverð niður. Nei við neyðumst til að borga það verð sem gráðugur AUMINGJAR setja upp.
Nú þú sem heildsali kannski sefur þú rótt á því að ræna samborgara þína trekk í trekk, en þú verður samt að sætta þig við það að hinn almenni borgari leggur engan trúnað í bullið sem vellur upp úr siðlausu pakki eins og heildsölum, byrgjum og gráðugum eigendum búða sem sjá gróðravon útúr stöðunni í dag.
Mörg dæmi ratað á vefinn undanfarið þar sem fólk er að upplýsa um svívirðilegar hækkanir verslana, margar hverjar þessa hækkana eru að vörum sem komu fyrir lifandis löngu á klakann.
A.L.F, 20.11.2008 kl. 18:47
OK, ég var ekki að tala um matvöru heldur vöru sem er án allra gjalda utan vsk sem er 24,5% og hefur ekki lækkað. Hefði átt að taka það strax fram.
Reiknum aðeins vöru sem kostar frá birgja í DK 210 evrur.
Þessi vara er keypt til Íslands 1. maí þegar gengi evrunnar var 117. Engir tollar, engin vörugjöld, engin aðflutningsgjöld, bara hreint verð er þá 210x117 = 24.570 kr heimkomið.
Sama vara er keypt í dag og kostar ennþá 210 evrur frá birgja. Gengi evrunnar í dag er 176. Sömu forsendur. 210x176 = 36.960
Munurinn er 50%
Ég er ekki og þarf ekkert að verja hérna. Svona lítur þetta reikningsdæmi því miður út og ég fullyrði við þig að í mínum geira hafa heildsalar farið illa útúr þessu en ekki öfugt.
Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 19:21
Verst eru samt heimilin að fara út úr þessu. Það munar um það hvort sem það er matur eða aðrar nauðsynjavörur að þurfa allt í einu að borga 50% meira fyrir vöruna og hafa ekkert annað val.
Ég bý svo vel að þekkja til eiganda einnar fataverslunar, eigandi tjáði mér óspurður að ekki væri nóg með að heildsölur legðu gífurlega á vörurnar heldur gerðu verslanir svo illt verra. Þessi verslunar eigandi er löngu hættur að skipta við heildsala og fer sjálfur út og kaupir inn enda hitt bara morð. Merkilegt að þessum eiganda takist að kaupa sömu vorur og fluttar eru inn til landsins og selja á lægra verði en vanalegt er.
En skal ekki neita því að það er örugglega hart í ári hjá ykkur og væntanlegur niðurskurður ef krónan styrkist ekki á næstunni.
A.L.F, 20.11.2008 kl. 19:27
Og eitt enn,......bara verð að svara því vegna þess að þú réðist illa á mig þegar þú segir mig sofa rótt meðan ég ræni samborgara mína. Þetta var mjög ómaklegt af þér og ég tel mig ekki eiga það skilið. Ég var eingöngu að koma með annan flöt á málið,....sína fram á eina ástæðu þess að vöruverð hefur hækkað.
Það er ekki á ábyrgð heildsala og innflytjenda að vöruverð hefur hækkað. Ástæðan er eingöngu og algjörlega sú að krónan er helmingi minna virði en hún var og því kostar allt meira. Af sömu ástæðu hópast hingað útlendingar í verslunarleiðangur, nokkuð sem hefur aldrei áður gerst.
Steini Thorst, 20.11.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.