Við alþjóð heimtum það að alþingismenn og ráðherrar lækki um 10%

iceland_krona_coins_10kronaþví ættu þeir ekki að lækka sín laun um 10% eins og margir hafa þurft að gera undanfarið, mér finnst að þeir ættu að sýna fordæmi með þessu og lækka sín laun strax eins og margir hafa þurft að gera, eða á almenningur að taka á sig allar lækkanir og hækkanir á mörkuðum, tilmæli til kaupmanna lækkið ykkar vöru líka til að koma til móts við allt, núna þegar tímar eru mjög erfiðir og það má alveg segja það að ríkið svaf sínum stóra svefni þegar þetta allt gekk yfir landið án þess að gera nokkuð, og núna þegar hundruð manna er sagt upp og önnur hundruð þurfa að taka á sig lækkun launa fyrir utan alla þá hækkun sem mun koma á matvörur og aðrar vörur þá finnst mér sjálfsagt að sjá lækkun launa á alla alþingismenn , ráðherrar. En þar sem við erum byrjaðir að ræða lækkun þá finnst mér að borgin eigi að koma með svipaðar aðgerðir. 

 

En til Alþingismanna lækkið ykkar laun strax um 10%, hver ætlar að vera fyrstur að óska eftir lækkun , ég legg undir að steingrímur verður fyrstur til að koma með þesa lækkun, hvað finnst ykkur


mbl.is Segir fyrirtæki misnota launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Sammála

Rúnar Haukur Ingimarsson, 31.10.2008 kl. 20:56

2 identicon

Ég er ósammála, þannig að fullyrðingin um alþjóð er fallin!

Góðar stundir

Bjarni 1.11.2008 kl. 00:10

3 identicon

Þær verðhækkanir sem hafa komið fram eru smá vindur miðað við storminn sem mun geysa fram á næsta ár í verðlagsmálum. 15% verðbólga heldur alls ekki í við 80% gengisfallið sem hefur orðið undanfarið ár. Fyrirtæki lifa ekki á mínusframlegð.

Fækka alþingismönnum, út með aðstoðamenn, burt með eftirlaunin og 20% launalækkun á liðið sem ekki fylgdi eftir bönkunum með aðhaldi í lagasetningu.

Frank M 1.11.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Því skyldu alþingismenn og ráðherrar njóta einhverra sérkjara. Er ekki meiningin að spara yfir línuna,okkur þessu venjulega vinnandi fólki er ætlað að spara, því skyldu þeir sem við kusum (mannstu) ekki spara líka.

Ég er þér hjartanlega sammála. Sóldís Fjóla

Er ekki hægt að segja þessu liði upp (alþingismenn og ráherrar) ....það er gert án þess að hika á vinnumarkaðinum að fólki er sagt upp.Er það kannski  bara hægt við venjulega borgara....venjulegt vinnandi fólk.????????????

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband