Íslenskir bankar í vanda.....

Ég er einn af þessum sem skilja ekki 100% vandamálið jú við eigum í vanda með lausafjár og bankar geta ekki fengið pening til að halda áfram. En vissu þessi bankastjórar ekki að það kæmi að skuldadögum einn daginn, ég fór á netið og leitaði mér að skýringu á þessu ástandi eða alla vega hvað væri í gangi, jú jú við erum öll búin að horfa upp á þessa blessaða bankastjóra borga sér gríðarlegar fjármunni fyrir það eitt að stunda sína vinnu, og jú við erum ekki mjög hress með að þurfa núna borga brúsann á þessu fylliríi en lesið þessa þessa grein frá Times online  hún segir okkur nokkuð mikið um vandamálið okkar, en samt ekki allt.Frown

 

p.s.

ég vill að þessi menn borgi sinn hluta af þessu vandamáli, það má ekki enda þannig að við borgum allan brúsann og þeir keyri um á 10 milljóna jeppa og brosi vegna þess að þeir eigi skít nóg af peningum.


mbl.is Fundi lauk á þriðja tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er merkilegt hvað fólk misskilur hlutina.  Lausafjárvandinn kemur ekkert því við að það komi að skuldadögum.  Þeir eiga eignir vel umfram skuldir og tekjrunar eru góðar.  Málið er að yfirdrættinum var lokað fyrirvaralaust og þeir eiga í erfiðleikum með að borga hann upp.

Marinó G. Njálsson, 6.10.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Marinó

Ég skil þetta nú öðruvísi. Það er komið að gjalddaga á ýmsum skammtímalánum viðskiptabankanna, en þeir hafa - líkt og margar aðrar bankastofnanir erlendis - stundað að taka skammtímalán og lána síðan áfram til lengri tíma. Nú er enginn gjaldeyrir lengur til í landinu og ekki heldur að hafa á erlendum bankamarkaði.

Auðvitað vissu bankarnir - þ.m.t. Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld - hver lánin voru og gjalddaga þeirra. Spurningin snýst að mínu mati einungis um, hvort stjórnvöldum hér á landi var frá byrjun ljóst, að þeir réðu í raun ekki neitt við neitt þegar þessi katastrófa fór af stað. Þeir vissu að þeir gætu ekki hjálpað bönkunum eða bjargað krónunni og þess vegna hafa þeir ekki reynt það. Seinni kosturinn er að menn séu svona ragir við að taka ákvarðanir. Ég aðhyllist fyrri skýringuna.

Spurningin, sem brennur á mínum vörum, er hversvegna stjórnvöld hafi ekki allt frá árinu 2001, þegar fljótandi gengi var tekið upp, fylgst betur með bönkunum og fjármálastofnunum, en um svipað leyti hófu bankarnir þessa gríðarlegu útrás sína.

Í síðasta lagi árið 2002, þegar stór hluti Landsbankans var seldur til Samson og þegar Búnaðarbankinn var seldur og útrásin hófst fyrir alvöru hefðu stjórnvöld átt endurskoða stefnu sína og stórauka sérþekkingu í Seðlabankanum og hjá Fjármálaeftirlitinu.

Á þessu klikkuðu allir: ríkisstjórnin, Alþingi, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, viðskiptabankarnir og landsmenn allir!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.10.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband