Olíu verðbætur eða samráð.
18.8.2008 | 15:26
Það er ekkert að marka það sem þessu menn hafa að segja, þeir ættu að skammast sín og ekkert annað, en hvað getum við gert annað en að versla við þá, það er í raun það sem við erum að gera, við óskum eftir lækkun , við krefjumst lækkanir , en þeir lækka ekki og hvað gerum við þá, jú jú við förum á næstu bensínstöð og verslum af þessum okrurum og svikurum
Ef það væri einhver samstaða til hér á landi myndum við sniðganga þessa djöfla með öllu, að hugsa sér að þeir skuli komast upp með svona samráð, AO kom á markaðinn með loforð um samkeppni en þeir eru engu betri. Ef ekki verri þar sem þeir segja virk samkeppni , en hvað er virk samkeppni hjá þeim.
Það mætti ætla að olíufélöginn séu að taka inn 30% meira í álagningu í dag en fyrir um 6 mán síðan, og að nýta sér þessa aðstöðu vegna hækkandi heimsmarkaðs verð að hækka álögur er ekkert annað en hræsni , þegar ég keyri framhjá N1 þá verð ég bæði vondu og sár og þar með fer ég ekki þangað inn til að versla.
Eldsneytisverð stöðugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ef það væri einhver samstaða til hér á landi myndum við sniðganga þessa djöfla með öllu,"
Byltingin byrjar með hverjum einstaklingi. Hefur þú sniðgengið þá alla eða hveturðu eingöngu aðra til þess?
Bragi Þór Valsson 18.8.2008 kl. 15:51
Ég hef sniðgengið alla nema AO og veit ég vel að þeir eru ekki nokkuð betri en aðrir, nema þá að þeir voru ekki í samráðinu síðast. Þeir segjast vera með virka samkeppni hér en við erum bara ekki að sjá það, ég hvet alla til að sniðganga Skeljung og N1 ef þeir sitja upp með birgðir sem þeir verða að lækka til að selja lækka hinir líka er það ekki ?
Reynir W Lord, 18.8.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.