Sniðganga þessa N1 og Skeljung
24.7.2008 | 08:12
Ég segi það enn og aftur, þeir eiga að borga fyrir seina gang og fyrir að segja eitt en gera annað það er ekkert að marka orð af því sem þeir segja, ef það hentar þeim þá þarf að hækka strax en þegar það lækkar eins og það hefur gert þá bíða þeir og bera við að þeir séu að bíða eftir birgðatölum frá USA, "come on" þetta er ekkert annað en fyrirsláttur og ekkert annað , ég er harður á því að ef við látum þá finna fyrir samstöðu og hættum að versla við N1 og Skeljung, eða N1 og Olís, þá þurfa þeir að lækka til að fá viðskipti.
Ef þú ferð í verslun og sérð að sá kaupmaður er að taka of mikið fyrir vöruna , ferðu þá aftur og aftur til sama kaupmanns? NEI við förum annað , ef þeir geta ekki sýnt okkur að þeir vilji halda okkar viðskiptum með því að standa við orð sem eru látin falla þá verslum við ekki við þá.
Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar sem fólk getur ekki hætt að kaupa bensín, þá er almennt "boycott" á ekki raunhæft.
Það sem hins vegar væri mögulega raunhæft væri að sniðganga eitt og eitt olíufélag í einu. Segjum sem svo að annað hvort þeirra félaga sem þú nefnir í fyrirsögninni yrði "boycottað" í ca. 2 vikur, þá myndi öll olíudreyfing, birgðastaða og flutningar til landsins riðlast. Þeir yrðu því að lækka verðið til að ná kúnnunum til sín aftur, og losa um birgðir, og þegar það gerðist þá væri næsta félag "boycottað".
Það væri þó kannski þó nokkuð vandamál við þetta að olíufélögin eru flest, ef ekki öll, með sameiginlega olíudreyfingu, þannig að samráðið og samvinnan myndi vinna á móti þessu og félögin myndu bara færa krónur á milli buxnavasa. (Er Atlantsolía enn með sér olíudreyfingu? Ég frétti af því ekki alls fyrir löngu að sést hefði til bíls frá Olíudreyfingu vera að fylla á stöð hjá þeim.)
Góðar kveðjur,
Billi bilaði, 24.7.2008 kl. 08:41
Ég hef boycottað N1 Skeljung og Olís síðan heimsmarkaðsverð fór að hækka, en fór MJÖG sjaldan á þessa staði áður... sem dæmi um það þegar ég versla við þessa arðræningja, þá varð bíllinn minn bensínlaus um 200 m frá Olís í garðabæ og ég íhugaði alvarlega hvort það væri ekki best að fá pabba til að hjálpa mér á AO
AO er enn sem komið með sér dreifingu flykkjumst á AO og boycottum alla hina (nema landsbyggðar fólk sem hefur kanski ekki um annað að ræða) !!!!
Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 24.7.2008 kl. 09:11
Gott að fá smá umræðu um þessi mál hérna, enda er það bara til góðs að sniðganga þessu félög, hver er ástæða N1 að lækka ekki í takt við heimsmarkaðsverð og afverju hækkaði Skeljungur um 6 krónur og lækkaði síðan aftur um 4 kr, var þetta græðgi eða voru þeir að vona að aðrir mundu gera það sama, ég versla ekki við N1 og eða Skeljung, ég versla við AO en það fer alveg að koma að því að endurskoða það, þar sem þeir hafa ekki staðið sig heldur.
Reynir W Lord, 24.7.2008 kl. 09:22
Reyndar alveg sammála þér með AO, spá í Orkunni eða OB (veit ekki hvort er ódýrara)... AO kom inn á markaðinn guns blazing (afsakið frönskuna ) en hafa svo einhvernveginn væflast í meðalmennskuna... Ég hugsa nú að ekki sé beint samráð í gangi, þ.e.a.s. engir tölvupóstar eða símhringingar, heldur meira svona óopinber sátt um það að t.d. Olís hækki fyrst og allir aðrir fylgja, allaveganna lyktar þetta sterklega af því
Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 24.7.2008 kl. 09:37
Ég hef ekki verslað bensín hjá olís í rúmt ár og shell og n1 í rúm 3 ár. mér finnst allt ótrúlegt að fólk skulil fara í þessar sjoppur. mæli eindregið með að versla í atlantsolíu, enda eru þeir ekki með svona stóru yfirbyggingu eins og hin félögin sem eiinblína á að selja pyslur með bacon og nammi.
Atli Jóhann Guðbjörnsson 24.7.2008 kl. 09:50
Atli sammála þér með sumt en samt þá hafa AO ekki gert það eins vel og þegar þeir byrjuðu, þeir komu á markaðinn með sprengju og hafa síðan stækkað hjá sér húsnæðið og yfirbygginginn er samt stór og eru ekki endilega alltaf ódýrastir, hafa þeir t.d. komið með 4 eða 5kr lækkun til að sýna velvild. NEI , en samt það er skárra að versla við þá, ég sit reyndar ekki langt frá N1 stöð og ég skil ekki allt þetta fólk sem er að kaupa bensín þar þó svo að þeir séu dýrastir.
Reynir W Lord, 24.7.2008 kl. 10:29
Já hættum að versla við Shell og förum að versla við Orkuna! Hættum að versla við Olis og förum að versla við OB! Hættum að versla við N1 og verslum við Ego!!
Shell á Orkuna, Olís á OB, N1 á Ego, þannig að þeim er ekki gerður neinn óleikur með þvi að versla þar, AO er ekki heldur í neinni "samkeppni" þeir voru bara að reyna að komast inn á olíumarkaðinn á sínum tíma, en spáið í það hvað bensín hefði hækkað mikið ef þeir hefðu ekki komið inn á markaðinn, þeir sögðu í upphafi að þeir ættluðu alltaf að vera krónu ódýrari!!!! (þ.e.a.s. láta þá stóru samt ráða verðinu) Þeir urðu hinsvegar þess valdandi að bensínhækkanir urðu færri hér áður fyrr en því miður held ég að þeir séu búnir að loka alla vega öðru auganu í dag fyrir þessarri "samkeppni" þ.e.a.s þeir eru orðnir tryggir á markaðnum með ákveðinn hagnað.
Prinsipp atriði hjá mér er samt að versla við þá (enn). Ekki fara aftur til stóru félagann þó þeir séu með sama verð á sjálfsafgreiðslustöðvum sínum heldur láta AO njóta þess að þeir reyna þó að halda (viljandi eða ekki) verðinu sem lægstu.
Sárt að vita til þess að á landsbyggðinni er ekki sama val og hér í borginni, þannig að það fólk er ekki í sömu aðstöðu til að sniðganga þessa stóru þar sem kanski er bara ein bensínafgreiðslustöð þannig að þeir verða enn að versla bensín á því verði sem þessum stóru þykir ásættanlegt.
Ég hefði haldið að ef AO væri í virkilegri samkeppni við þá stóru í dag þá væru þeir búnir að lækka um þessi prósent sem verðið hefur lækkað úti frá því það var hæðst þann 14. júlí...en eins og ég sagði áðann þá eru þeir orðnir tryggir á markaðnum og þá virðist "frjálsa samkeppnin" fokin út um gluggann því miður.
Sverrir Einarsson, 24.7.2008 kl. 10:36
Nákvæmlega núna halda þeir í hærra verð þegar þeir í raun gætu komið með þessi 14% lækkun strax og þar með ýtt á alla aðra til að gera slíkt hið sama, en nei þetta er ekki samkeppni lengur og þeir vita það.
Reynir W Lord, 24.7.2008 kl. 10:40
Það er rétt Sverrir, alveg ótrúleg pirrandi þegar fólk er að tala um að það sé að sniðganga hina og þessa og kaupa síðan bensín af þeim því þeir hafa ekki kynnt sér málið hver á bensínstöðina.
Fyrir mína parta er AO skársti kosturinn og hef ég verslað við þá síðan þeir opnuðu en hef að sama skapi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá.
Annars finnst mér nauðsynlegt að fólk sé upplýst um hver álagning eldsneytis er hér á landi í krónum. Spurning hvort það sé pláss fyrir alvöru "lágvöruverðs"bensínstöð hér.
Karma 24.7.2008 kl. 10:59
Lágvöruverðs"bensínstöð var það ekki AO, eða eru þeir það ekki lengur, ha hahahahahahaha kannski þeir sjá þessa færslur og sjá við sér en ég efa það.
Reynir W Lord, 24.7.2008 kl. 11:09
ég hef verslað eingöngu við atlantsolíu frá því að þeir komu með bensínstöðvar í alfaraleið.
Enn ef ég verð nauðsynlega að versla við stóru félögin, þá set ég bara það mikið á bílinn að það dugi að næstu AO stöð, og versla EKKERT aukalega á stöðinni.
Rúnar Ingi Guðjónsson, 24.7.2008 kl. 11:14
En sem komið er þá hafa N1 ekki lækkað verð hjá sér, ég hef ekki séð það, og það sem ég er mest hissa á er að það er ennþá fólk sem verslar við þá þó svo þeir séu með hæsta verð
Reynir W Lord, 24.7.2008 kl. 15:28
Kaupi svo til allt hjá AO, en ég held að þeir hafi gefist upp fyrir Bónusfeðgum sem tryggja að Orkan verði alltaf a.m.k. 10 aurum ódýrari. AO hefur ekki bolmagn í að berjast við þá á móti Bónus og Skeljungi saman. Og eins og sagt hefur verið hér, þeir eru komnir á básinn sinn, og þykir tuggan góð.
Kveðja,
Billi bilaði, 25.7.2008 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.