Ríkið ætti að segja af sér.

Og það tafarlaust áður en þeir gera meiri skandala af sér, þeir eru greinilega ekki í stakk búnir til að stýra þjóð okkar, það þarf dugnað og sýn á framtíðina til að stýra þjóð eins og Ísland, og það er búið að sýna síg að þeir sem eru við stýrið hafa ekki próf til þess, varla hægt að segja að þessi ríkistjórn sé þess virði að við við töpum einu stærsta félagi úr landi og þar með tugir ef ekki hundruðir milljóna í skatta, en þetta er rétt byrjunin það á eftir að fylgja önnur félög fast á eftir, enda enginn ávinningur að vera hér og borga hæstu vexti í heimi við lélegasta gjaldmiðill í heimi.
mbl.is Times: Gaumur að kaupa starfsemi Baugs á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér , þetta er til háborinar skammar

Hildur 4.7.2008 kl. 07:54

2 identicon

Má semsagt enginn snerta við Baugsmönnum eða rannsaka meinta glæpi þeirra af því þeir selja svo ódýra matvöru í Bónus? Eru þeir yfir lög hafnir? Eins finnst mér alltaf merkileg þessi umræða um að Evran/Evrópusambandið bjargi öllu, en það sem fólk tekur ekki með í reikninginn er að ef við tækjum ákvörðun um að fara í ESB færi af stað langt skriffinnskuferli sem getur tekið 3-5 ár og jafnvel lengri tími sé miðað við þau vandræði sem eru í ESB núna, en stjórn sambandsins hefur gefið það út að engin fleiri ríki komi inn í það fyrr en allar þær þjóðir sem fyrir eru í ESB hafi samþykkt Lissabon sáttmálann en sem kunnugt er standa Írar á móti honum og virðast ekki ætla að gefa sig á næstunni. Þannig að það er ljóst að mögulegir "kostir" Evru-upptöku kæmu ekki í ljós fyrr en eftir mörg ár og á þeim tíma verður þessi efnahagslægð að öllum líkindum gengin yfir. Þess má ná einnig geta að það er engum öðrum en okkur sjálfum að kenna hvað við höfum fallið mikið fyrir gylliboðum bankanna og tekið lán á fullu undir lúxuslifnað og vonlausan fyrirtækjarekstur og það að miklu leyti í erlendri mynt, þrátt fyrir að flest benti til að krónan ætti eftir að lækka. Þessi mikla erlenda lántaka gerði það auk þess að verkum að efnahagsstjórntæki seðlabankans verða bitlaus, þ.e. stýrivextirnir en þeir voru stöðugt hækkaðir til að sporna gegn lántöku og auka sparnað. Þá hafa bankarnir verið að leika sér með krónuna sem og erlendir fjárfestar og lítið sem stjórnvöld hafa getað gert gegn þeim.

Muddurinn 4.7.2008 kl. 09:23

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Mr. Lord.  Það ekkert nýtt undir sólinni.  Mannst þú eftir að hafa lesið um Thor Jensen stórframkvæmdamann sem gaf fátækum heitan mat í kreppunni hér á árum áður og útvegaði fjölda manns vinnu í hinum ýmsu fyrirtækjum sem hann rak, fiskvinnslu og fleira?  Hann var framsýnn og sá að íslenskur landbúnaður var ennþá rekinn eins og gert var á miðöldum.  Hann reyndi að koma landbúnaðinum inn í 20. öldina með því að stofna Korpúlfsstaðabúið.  Þar voru viðhfðar nýjungar eins og mjólkurkæling, þrifnaður við mjaltir, "þúfnabaninn" sem notaður var til að gera tún úr mýrlendi, hálfdeigjum, vallendi o.fl., o.fl.  Hann bar þerra tíma áburð á túnin og heyjaði gott fóður fyrir kýrnar.  Mjólkin var svo innihaldsrík og góð miðað við aðra að hún var kölluð "barnamjólkin", því þótt hún hafi verið dýrari en önnur mjólk, þá þótti hún svo góð að læknar áttu það til að mæla með henni við krankleika, sérstaklega barna.

Þá voru Framsóknarmenn (Bændaflokkurinn) í meirihluta á Alþingi þótt þeir hefðu mikinn minnihluta atkvæða bak við sig.  Og þeir misbeittu valdinu.  Hriflu-Jónas var á þeim tíma líkt og Davíð á tímum Baugs.  Hriflu-Jónas og kónar hans í Framsókn þoldu ekki framsækni þessa manns, því hann var ekki af bændum kominn (líkt og að vera kominn af Kolkrabbanum sáluga í lok 20. aldarinnar).

Lög voru sett sem bönnuðu "freelance" mjólkurframleiðslu, Mjólkursamsalan var sett á laggirnar (í þá tíð var hún uppnefnd "mjólkursamsullið") og öllum skipað að skila inn mjólk til dreyfingar, jafnt hokurbændum sem mjólkurbúum, til Mjólkursamsölunnar og allri mjólkinni sullað saman í einn graut.  Og þá var eitt útsöluverð.  Það þýddi að hið blómstrandi "framtíðar" fyrirtæki "Korpúlfsstaðabúið" varð gjaldþrota, - og Framsóknarmenn með Hriflu-Jónas, þeira tíma Davíð, gengu með sigur af hólmi.  Hriflu-Jónas fann þannig upp "janaðarmjólkina" öll mjólk eins.  "Ekkert má vera betra en það versta." 

Svona fór nú um sjóferð þá.

Kv., Björn bóndi.

´ 

Sigurbjörn Friðriksson, 4.7.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú fórst nú eiginlega alveg með það Björn bóndi þegar þú nefndir kolkrabbann í tengslum við höfðingjann Thor Jensen.

 Thor Jensen sannprófaði á sjálfum sér hvers virð frelsi einstaklingsins til athafna er. Þetta frelsi sem er meginboðskapurinn í pólitík Sjálfstæðisflokksins. Sá boðskapur er hinsvegar orðinn hjáróma þegar hið rómaða frelsi er bundið við forgjöf frá þjóðinni líkt og kvótagjafirnar. Og þegar vernda þarf ábatann með sértækum skattareglum eins og nú er.

Thor Jensen naut hvorugra þessara fríðinda. En hann hefði betur mátt njóta stjórnarskrárvarinnar mannhelgi!

Árni Gunnarsson, 4.7.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband