Olíufélögin hljóta að sjá sér færi að hækka líka ....

oliustrokurAnnað kemur ekki til greina, alla vega hefur það ekki stoppað þá hingað til og ekki ætlar ríkið að grípa til aðgerða..... með þessu áframhaldi verður bensín komið í 200kr litri í sumar.
mbl.is Olíutunnan í 107 dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættum að benda á olíufélögin, hlutfallslegur gróði þeirra er lítill miðað við það sem ríkið er að græða (eftir kostnað á vegakerfinu).

Nú er alltaf verið að tala um skattalækkanir, oft nefnt að besta skattalækkunin sé sú sem flestir hagnast af og þá sérstaklega láglaunafólk. Þá er varla til betri leið en að lækka álagningar á bíla og eldsneyti. Ekki er hægt að finna land þar sem einkabílinn er jafn mikilvægur og hérna á Íslandi, kemur ekki á óvart að við séum með met í bílaeign. Meira að segja nemendur og öryrkjar rembast við að reka þetta.

Ég er viss um að það sé svigrúm til þess að lækka álagningar um 2/3 án þess að það bitni á vegakerfinu. En nei pólitíkusar vilja frekar þvinga okkur í lélegar kolefnisjafnaðar samgöngur sem tapar mörgum milljörðum á ári, í stað þess að fara bestu og hagkvæmustu leiðina og koma á umhverfi þar sem nánast allir eigi efni á því að reka þessa nauðsyn.

Geiri 10.3.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband