Að flyja land.

Hvað er til ráða þegar maður heyrir ekkert nema að það sé komin óða-verðbólga, það er búið að draga úr veiðiheimildum, vextir hækka , gengið í frjálsu falli,  húsnæðisvandinn stækkar, leigumarkaðurinn er ekkert annað en fáránlegt, og bensín hækkar og hækkar, hvað gera menn við slíkar aðstæður, sjálfsbjargar viðleitnin tekur við og við förum að skoða okkar kosti, hvað getum við gert til að hagræða okkar hag, flýja land er einn kostur, og hann verður álitlegri með hverri frétt um að gengið, bensín, og vextir séu að hækka.

Eftir nokkra mánuði verður nóg um íbúðir sem bankar hafa tekið til baka vegna þess að greiðandinn getur ekki eða gat ekki staðið undir greiðslum, það á eftir að aukast svo um munar, og hvað með ákvæðið sem bankar eru með að eftir 5 ár, mega þeir endurskoða og hækka vexti úr 4.15 í það sem þeim finnst eða 6.4  og ekki gleyma verðbótum, þá fara lán sem fólk er með úr 120.000 í 170.000 og heildar endurgreiðslu lánsins hækkar um tugi milljóna. Nei þetta er ekki hægt að láta bjóða sér, maður verður að grípa til sína ráða og pakka saman og flýja land. Skilja ríkið og bankana með allt draslið, sjáum hvað þeir gera þá, þegar þeir eiga orðið fullt af eignum og enga til að selja eða leigja lengur.

Einn mjög svo mikið svartsýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Welcome to Lalaland, landflótti verður mikill á næstu misserum ef fer fram sem horfir.
Íslendingar eiga vitlausustu stjórnmálamenn í heimi, til hamingju ísland

DoctorE 9.3.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Það er vonlaust að taka þátt í könnuninni þinni hér til hliðar. Svari ég t.d. já er ég þá að segja já við hvort óðaverðbólgan sé komin eða já við að menn séu að tala hana upp. Einhver rökvilla í spurningunni. Ekki hægt að svara henni með jái eða neii.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.3.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband