Ég skammast mín :(

já ég skammast mín fyrir að hafa ekki mætt, ég skammast mín fyrir það að við skulum láta þetta yfir okkur ganga, ég skammast mín fyrir að gera ekkert í þessu.

Og þá segi ég líka að ég hef ákveðið að segja öllum þingmönnum upp mitt umboð og óska ég eftir því að þeir taki pokann sinn og láti sig hverfa. 

það er komin tími fyrir nýjan stjórnmálaflokk til að koma þessum andskotum frá með öllu, eins og Ægir segir þá væri það bara gott, en ég vil ekki sjá neinn úr borgaraflokknum né hreyfingunni í þessum flokk, þetta yrði flokkur heimilis og fólksins, ekki flokkur bankanna og auðmanna, Þetta yrðir að vera fólk sem er tilbúið að standa við sín loforð , þetta yrðir að vera flokkur heimilisins. 

Við þjóðin hefur það í hendur okkur að ákveða hver stýrir þessu landi, við getum komið Steingrím og Jóhönnu frá við getum gert þau atvinnulaus það eru við sem höfum valdið en við gerum ekkert við því þess vegna skammast ég mín...


mbl.is „Fólk bíður eftir nýju afli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Spurningin er hvort hið nýja stjórnmálaafl í Reykjavíkurborg hafi gefist svo vel. 

Eigum við ekki nóg af vitleysingum sem verða þjóðinni til skammar hvar sem þeir koma. Samanber Jón Gnarr talandi um klámvæðingu borgarstjórnar eða utnaríkisráðherra sitjandi sofandi í útlöndum á kostnað fátækrar þjóðar 

Er ekki frekar ástæða til að vanda sig við prófkjör í aðdraganda kosninganna og reyna að draga fram fólk sem er tilbúið til að bretta upp ermar og leiða okkur út úr þessu volæði?

Kjartan Sigurgeirsson, 1.10.2010 kl. 09:07

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er ekki hægt að vanda sig við prófkjör gömlu flokkanna - það sem út kemur eru alltaf gömlu flokkarnir.

Þeir eru einfaldlega ónýtir og allt sem þeim tilheyrir!

Haraldur Rafn Ingvason, 1.10.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband