Eignir Bankana aukast

handcufsFinnst ykkur ekki sorglegt að sjá hvernig bankarnir eru að yfirtaka eigur okkar smátt og smátt með Verðtryggingu og yfirtöku, það er sorglegt að sjá þessa ríkistjórn sem lofaði að hjálpa heimilin í landinu standa hjá og gera ekkert, í dag er það þannig að 6 hver maður er ekki að ná endum saman vegna hækkandi verðlags og lækkandi kaupmáttur, bankarnir sem komu okkur í þá stöðu sem við erum í dag er eina fyrirtækið í landi sem er tryggt vegna þess að þeir hirða eigur okkur , þeir settu þessa kreppu í gang og sitja núna við borðið og ákveða hver fær að lifa og hver ekki, meðan við borgum brúsann fyrir fjármálaóreiðu sem þeir skópu, hvert er réttlætið í þessu, ég tók ekki þátt í eyðslu fyllirí eins og margir gerðu en samt er ég að horfa uppá það að bankinn er að eignast mńa íbúð smátt og smátt.,  ríkið leggur meiri skatta á okkur þar með eykur hún líka líkurnar á að margir ráði ekki við þetta og fari á hausinn,  og hver fær þetta þá BANKARNIR sem byrjuðu á þessu öllu fá þetta allt á silfurfati.

Meðan þetta er allt að ske þá er ríkistjórnin okkar að skrifa undir það að við borgum Bretum og Hollendingum peninga sem við eigum jafnvel ekki að þurfa að borga vegna þess að þeir nenna ekki að fara í það að kanna lagalegan rétt okkar á þessu,  en Bankarnir eru að græða og græða og við gerum ekkert, það er sorglegt að sjá það að það mættu ekki nema nokkrar hræður í mótmælinn á austurvelli síðasta laugardag, erum við alveg geld hvað þetta varðar að mómæla með krafti.

 

skál segi ég með kaffibollan mín , með þessu áframhaldi verða ekki margir eftir á íslandi til að mótmæla eða borga þessa skatta sem Steingrímur leggur á sína þjóð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband