Skjaldborg sett á heimilið, kannist þið við þessi orð!!!!
30.11.2009 | 08:03
Var það ekki núverandi ríkistjórn sem sagði þessi frægu orð, Steingrímur og Jóhanna vildu meina að þau ætluðu sko að vernda heimilin á þessu landi, ætli það geti verið að þau hafi meint að þau ætli að láta okkur sko borga brúsann , það er ekki hægt annað en að hugsa hvort þau eigi rétt á sér að vera kallaðir þingmenn og ráðherrar eftir að hafa logið svona að þjóð, undanfarið hafa þau ekkert gert annað en að hækka lánin mín, bætt á mig sköttum og þau eru ekki búin að leggja nóg vegna þess að það á eftir að hækka enn meir með hækkun virðisaukaskatt , með öllu þessum hækkunum hækkar vísítalan og við það hækka lánin mín, jú ekki gleyma að þau komu greiðslujöfnun handa fjölskyldum en ætli það hafi ekki verið útspil að þeirra hálfu til að geta hækkað skatta eins og þeir hafa gert, ekki gátu þau bara hækkað skatta það varð að koma með greiðslujöfnun handa okkur síðan taka það til baka í formi hækkun skatts, er þetta eðlilegt viljið þið halda áfram að borga og borga..
Ég segi að þetta er fyrirfram ákveðið af Jóhönnu og Steingrími að lækka útgjöld heimilanna og hækka síðan skatt þannig að við greiðum allan brúsann meðan þau hlæja að heimsku okkar
![]() |
Bensínið kostar 60.000 meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki komin tími á Austurvöll
Jón Rúnar Ipsen, 30.11.2009 kl. 08:22
mér finnst það vera, getum við setið endalaust hjá og ekkert gert.. eða eigum við að mótmæla
Reynir W Lord, 30.11.2009 kl. 09:56
Ég er bara svo reiður að ég get ekki skrifað neitt.
það væri hægt að lögsækja mig fyrir það sem mig langar að gera við þetta fólk svo það er best að ég haldi kjaftinum á mér saman...
Arnar Bergur Guðjónsson, 30.11.2009 kl. 09:57
Kveikiþráðurinn er orðinn mjög stuttur.
Sigurður Haraldsson, 30.11.2009 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.