Þið ættuð að skammast ykkar

ég segi það og tel rétt að þessi ríkistjórn ætti að skammast sín og taka pokann sinn og láta sig hverfa, að samþykkja skilmála Breta og Hollendinga er bara bleyðu háttur og ekkert annað, Steingrímur hefði átt að spara stóru orðinn þegar hann sem aðrir stóðu að mótmælum á austurvelli, það má segja með fullri vissu að það er ekkert að marka neitt af þessum alþingismönnum sem við kusum á þing, um leið og þeir eru komnir með launa og sæti á þing breytist allt viðhorf þessara manna og kvenna í það að hugsa um rassinn á sjálfum sér skít með þjóð... bæta byrðum á þjóð og standa ekki við gefin loforð...

 

Hlítur að vera sérskóli sem þetta fólk fer í ?????????


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlega sammála þér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.10.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég á ekki til aukatekið orð ! núna þarf að sverfa til stáls, vísa breska sendiherranum úr landi og aðalræðismann Hollands á Íslandi líka, slíta stjórnmálatengslum við þessu lönd, lögsækja þau fyrir kúgunaraðferðir og senda Icesave til dómsstóla.

Sævar Einarsson, 17.10.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Sigurður Helgason

já sammála sævarinn,og alla útlendinga og útrásavíkingana sjálfstæðis hrunarana í halarófu á eftir þeim með xB arana í vasanum,

Sigurður Helgason, 17.10.2009 kl. 23:55

4 Smámynd: GÞO

Þjóðstjórn NÚNA STRAX, burtu með aumingjanna sem beija sig eftir þörfum breta og hollendinga.

GÞO, 18.10.2009 kl. 00:00

5 identicon

Ekki sammála.  Þau hafa staðið sig vel eftir aðstæðum.

Jósep Húnfjörð 18.10.2009 kl. 01:00

6 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála færsluritara, burt með þetta aumingja-drasl úr ríkisstjórn, ef þetta verður samþykkt á Alþingi.

Björn Jónsson, 18.10.2009 kl. 01:17

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Ekki sammála.  Þau hafa staðið sig vel eftir aðstæðum.

Jósep Húnfjörð, 18.10.2009 kl. 01:00

Ha ? staðið sig vel eftir aðstæðum ? er það að standa sig vel að láta Breta og Hollendinga beita AGS eins og handrukkara á okkur ? ertu ekki að grínast ? og svo á að standa í samningnum að þó svo við vinnum málið fyrir dómstólum þá skiptir það engu, Bretar og Hollendingar eru örugglega að skála í kampavíni og fá sér kavíar og hugsa með sér hverslags fábjánastjórn sé við völd á Íslandi, það er hægt að kúga þjóðina til að skrifa upp á hvað sem er.

Sævar Einarsson, 18.10.2009 kl. 02:11

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er ekki hægt að "standa sig vel" í þessum aðstæðum. Það er einungis hægt að gera verst og verrast.

Ríkisstjórnin hefði gert betur með að játa sig sigraða af aðstæðunum og hleypa Sjálfstæðisflokki og Framsókn að  svo þeir geti sjálfir hengt sig í þeirri ól sem þeir hnýttu. Allavega ekki að skrifa undir svona lúffu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.10.2009 kl. 06:10

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Við þurftum að leggja alla pólitík til hliðar, mér er slétt sama hver gerir hvað, gerði hvað, það þarf að fara að sýna þessum kúgurum hörku og það strax við höfum öllu að tapa verði þetta að veruleika svo allar undirskriftir eru landráð og hrein og klár föðurlandssvik. Svo er X-D og X-B kennt um hvernig er komið fyrir landinu ... 2006/2007 var Ísland skuldlaust land ! eignir voru langt um meiri en skuldir og mesti hagvöxtur í Íslandssögunni var frá 1991 - 2007 ... veit að einhverjir reyni að grenja eins og heilt kvennafélag og segja það ósannindi, ég segi, takið hausinn úr því sem þið sitjið á og hugsið til baka ! Icesave er trygging eftir á, Bretar og Hollendingar vissu það, enda vöruðu þeir samlanda sína eindregið frá því að leggja sparifé sitt inn á þá reikninga því þeir væru ekki með ríkisábyrgð, svo fellur dæmið og stóran part er það Bretum að kenna með því að setja þessi hryðjuverkalög á okkur og BNA að vilja ekki gera við okkur gjaldeyrisviðskiptasamninga, ég verð sífellt reiðari þegar ég hugsa um þessa kúgunarstarfsemi.

Sævar Einarsson, 18.10.2009 kl. 08:18

10 Smámynd: Sigurður Helgason

sævarimm,,,,,,,,,, það er þetta sem er að, lemdu hausnum við steininn og reyndu ekki að skilja, mesti hagvöxturinn var enginn hagvöxtur, skuldlausa landið var ekki skuldlaust, támar lygar og tölur á blaði,

Sigurður Helgason, 18.10.2009 kl. 10:58

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Sigurður, já og heimskreppan er okkur líka að kenna kannski ? ég er að tala um ríkissjóð ! ekki bankana.

Sævar Einarsson, 18.10.2009 kl. 16:49

12 Smámynd: Sigurður Helgason

ja hérna

Sigurður Helgason, 18.10.2009 kl. 19:57

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sævarinn: Eins og Sigurður venti á, þá var Ísland aldrei skuldlaust og hagvöxturinn var ekki til staðar. Þetta var allt blekking. Skuldir voru skráðar sem eignir, lán til að greiða skuldir var álitið eðlilegt og það að standa í skilum, skattpíning meðal- og láglaunafólks var kölluð lágskattastefna og þar fram eftir götunum.

Og við erum að tala um ríkið, ekki aðeins bankana. Sjálfstæðisflokkurinn notaði eignir ríkisins eins og sinn eigin, prívat banka og arðrændu hann til að búa til falspeninga handa sjálfum sér og fixuðu bókhaldið í samræmi við það til að líta vel út. En saur er saur og fyrr en síðar finnst lyktin. Það sem gerðist hér var að lyktin var ekki nóg, heldur var stigið ofan í hann, grafið í hann með höndunum, hrærður út í matinn og étinn. Svo er þjóðin að spá í hversvegna hún sé með meltingartruflanir...

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2009 kl. 09:24

14 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og svo, eftir dálitla umhugsun, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu varðandi þetta blogg að bleyðuhátturinn sé að standa ekki við skuldbindingarnar heldur hlaupast undan ábyrgð. Við kusum yfir okkkur þetta pakk sem veðsetti kvótan til að búa til pening sem nærði einkavæðingu bankanna sem orsökuðu... þú skilur hvert þetta fer.

Það má ljúga því að sjálfum sér að við berum enga ábyrgð. En það væri eins og að segja að skuld sé eign.

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.10.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband