Ég vil fá rétt til að flytja lán mín frá Kaupþing til íbúðarlánasjóðs

Ég vil fá þann rétt til að ákveða hvenær og hvort ég vilji flytja lánið mitt frá Kaupþing til Íbúðarlánasjóðs, við þeir sem eru með verðtryggðlán á góðum vöxtum eru að standa okkur í að greiða en viljum eiga sömu möguleika og Íbúðalánasjóður býður upp á eins og frystingu afborgana í 1-2 ár, en við fáum skuldabreytingu, hvað ef allt fer til andskotans á næstu mánuðum hvaða rétt höfum við þá samanber lántakandi hjá íbúðalánasjóð, engan......

Skuldaaðlögun felur í sér að láni viðskiptavinar er breytt, að undangengnu greiðslumati, í nýtt, verðtryggt langtímalán með breytilegum vöxtum. Nýja lánið er til allt að 40 ára og er að lágmarki 80% af markaðsvirði fasteignar.

Eftirstöðvum upphaflega lánsins er breytt í biðlán án vaxta og verðbóta með einum gjalddaga eftir þrjú ár. Að þeim tíma liðnum er staðan metin að nýju.

Á eftir nýja láninu verður útbúið tryggingarbréf sem nær upp í 110% af markaðsvirði eignarinnar.

Með úrræðinu eru lán löguð að greiðslugetu viðkomandi.

 

Fullvíst er að eftir þessi 3 ár geta þeir gengið að eignum fólks og tekið það sem þeim langar í ....

 

Meðan Kaupþing sukkaði með peningana og yfirstjórnin felldu niður ábyrgðir láta þeir landsmenn blæða fyrir sukkið og þeim finnst það eðlilegt, Hvað finnst ykkur ....

 


mbl.is Bankarnir skoða leiðir til að skuldbreyta íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir að láta í þér heyra. Það þarf að þyngja kröfuna í þessu máli svo félagsmálaráðherra og aðrir sem díla með þessi mál fari að gera eitthvað.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.8.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband