Þetta er rétt að byrja...

Meðan Steingrímur var í stjórnarandstöðu þá vældi hann um allar aðgerðir stjórnvalda um hækkanir og gagnrýndi þær harðlega, núna þegar hann er að stýra þá er allt annar söngur í þessum kall, næstu aðgerðir verða að hækka Vsk á matvæli og vörugjöld á innfluttar vörur, ekki yrði ég hissa ef við mundum síðan sjá enn meiri hækkun á áfengi og tóbak, (sem mér er reyndar alveg sama um) en Eldsneytið skiptir mig miklu máli þar sem það er enn einn launaskerðinginn.

Þetta voru þá allar þær aðgerðir sem við máttum sjá, að bjarga heimilum með því að leggja enn meiri skuldir á okkur og auðmenn sem komu þessu öllu af stað brosa núna þar sem þeir græða meira vegna hækkunar á vörum.

Ég tel að þessi ríkistjórn verði ekki langlíf. 


mbl.is Mjög óvinsælar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Reynir minn, þetta er nú það sem fólkið í landinu kaus sjálft yfir sig. Ekki kaus ég þessa flokka, svo mikið er víst. Og ef Sjálfstæðis eða Framsókn hefðu verið kosnir til að stjórna landinu, hefði þetta ekki orðið betra. Burt með alla þessa flokka !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 29.5.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband