Þetta er rétt að byrja!
20.1.2009 | 08:01
Og það sem er fyndið við þetta er að þessir herramenn halda því fram að þetta sé allt löglegt og ekkert við þetta að athuga. En er þetta siðlaust og ábyrgðalaust já segi ég, þeir eru búnir að ræna þessa þjóð um tugi ef ekki hundruð milljarða og núna eru þessu sömu menn að mjólka ríkið og okkur ennþá.
En það sem mér finnst að besta við þetta er að það voru bankarnir sem settu okkur á hausinn og núna eru það bankarnir sem segja hverjir lifa þetta af og hverjir ekki, þeir sækja á alla sem skulda nokkur þúsund með lögfræðingum og dómum en eru sjálfir yfir dóm hafðir, það verður aldrei neitt við þessu gert.
Kaldhæðnislegt að sjá þetta ske, og við getum jú mótmælt en erum við að skila árangri, nei því miður 2-4 þúsund manns eru að mætta á laugardögum, en það er ekki nema 1% af þjóðinni eða svo, og það dugar ekki til að Ríkistjórninn takið mark á okkur, og þessir öðlingar sem settu okkur á hausinn með bruðl eru heima og hlæja að okkur vitandi að við erum ekki þannig þjóð að við fjölmennum í mótmæli.
Varð að bæta þessu við þar sem þetta er akkúrat það sem ég er að segja hér, Ríkið verndar auðmenn, og skjaldborginn sem átti að setja utan um fjölskyldur er ekki að virka.
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.