Ekkert nema svartar skýrslur, hvað heldur okkur hér
26.11.2008 | 11:52
Hvað er það sem heldur fólki hér, þegar maður sest yfir fréttum og sér að það er ekkert nema leiðindi framundan atvinnuleysi í stórum stíl , gjaldþrot þúsunda manna og fyrirtækja hvað er það sem á að halda í mann hér. Eignir mans étnar upp á skömmum tíma eins vegna þessa að ríkið sem við settum yfir okkur hafa sofnað á verðinum og látið örfáa skuldsetja þjóðina um mörg hundruð milljarða, en hvar eru þeir í dag og hvernig hafa þeir það, jú þeir hafa það bara skratti vel. En við eigum að borga þetta á næstu árum með óðaverðbólgu og háa vexti sem við ráðum ekki við, margir eiga eftir að pakka saman og fara af landi, enda ekki vit í að vera hér ef allt verður tekið af manni í formi vaxta og atvinnuleysi, enda sér maður að það er kominn græðgi í marga sem geta hækkað án þess að þurfa að réttlæta það , tökum sem dæmi að einn tvöfaldur á bar er komin í 1500kr , ég tók nú ekki eftir að áfengi hafi hækkað svona mikið. En margt smátt gerir eitt stórt.
Hið fullkomna fárviðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.