N1 eru að reyna að bæta ímynd sína.

Fyrsti með hækkun síðan koma þeir með 10kr lækkun til að auglýsa sig aðeins, gott að við getum nýtt okkur þessa lækkun en pælið i því þeir eru ný búnir að hækka um heila 4 kr á bensín og 6 á Dísil, þetta er ekkert annað en bæta ímynd sína, það er alltalað að N1 eru fyrstir að hækka og síðastir að lækka, nota tímabilið sem við erum að ganga í gegnum með því að hækka álagningu sína enn meir.

Þeir ættu að skammast sín og lækka sína álagningu, og hvet ég alla til að nýta sér þessar 10kr lækkun hjá öðrum en N1 og sniðganga það alveg. 


mbl.is Eldsneytisverð víða lækkað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég fyllti í gær....

Sólveig Stefánsdóttir 15.11.2008 kl. 12:15

2 identicon

Eru ekki N1 í bullandi vandræðum með allt sitt?

Eru mjög skuldsettir í erlendum lánum og þeirra einu tekjur eru í ISK???

Einar Örn Ólafsson 15.11.2008 kl. 12:27

3 identicon

rétt við skulum ekki verðlauna þá sem ganga á undan. Þeir gætu gert það aftur . Hugsið ykkur ef þetta virkar þá kannski lækka þeir aftur og hvað gerum við þá.  Því að þeir hafa leitt verðmyndun á markaðnum

sæmundur 15.11.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Hún lagast harla lítið við tíkall í einn dag.Enda ná Þeir honum snarlega aftur næstu daga með  nýjum hækkunum.

Baráttukveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 15.11.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Alþingismaðurinn Bjarni Benediktsson, stjórnaformaður N1, er eitthvað að reyna að bæta ímynd sína í dag, rétt á meðan mótmælt verður á Austurvelli. Þar er maður sem er á fullum launum hjá okkur sem alþingismaður, en jafnframt stjórnarformaður N1 og rekur lögmannsstofu í aukaverkum. Hvers eigum við að krefjast af alþingismönnum?

Haraldur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband