Tugi þúsunda eigi eftir að flýja land.
6.11.2008 | 07:55
þetta er rétt að byrja og ríkið gerir ekkert nema ræða málin á þingi, núna þegar alvara málsins er komið í gang og fólk er farið að átta sig á þessu fara mótmæli að fjölga og síðan flutningur yngra fólk frá íslandi og menntafólk líka, ég spái því að eftir eitt ár verða tugi þúsunda farinn og fjöldi annarra á leið út.
Ríkið tala og tala en aðgerðir eru fáar, þeir segjast ætla að gera þetta og hitt en síðan ekki meir, gefa okkur von um betri haga en raunin er sú að það versta á eftir að koma. Það þorir bara enginn að segja neitt við ótta við múgsæsing og fjölda mótmæla.
„Það er enga vinnu að hafa“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
því miður hefur þú eflaust rétt fyrir þér en það sem verra er að fólk á væntanlega eftir að grípa í tómt annarstaðar þar sem atvinnuleysi er einnig að aukast um alla evrópu. heldur fólk virkilega að kreppan sé eitthvað Íslenskt fyrirbæri?
ég spái því að hlutirnir eigi eftir að batna fyrr á Íslandi en hinum norðurlöndunum á sama hátt og þeir versnuðu fyrr á Íslandi - og nú byrja hin norðurlöndin að fylgja eftir. gleymum ekki því að Ísland hefur lítið hafkerfi og breytingar gerast hratt hér á landi.
Hinrik 6.11.2008 kl. 08:17
Því miður er komið alvarlegt atvinuleysi um allt land en er í lagi á Vestfjörðum en fátt þar um störf sem krefjast einhverrar mentunnar því miður. Svo hafa Vestfirðir alltaf verið með láglaunastefnu
Guðrún 6.11.2008 kl. 08:18
Atvinnuleysið er kannski stór þáttur í flutning fólks frá landi en málið er að þurfa að búa við óstöðuga Krónu og seðlabanka sem kann ekki að stýra peningamálun okkar, fyrir utan það að vera með þing sem er algjörlega valdalaust eða kann ekki að nýta það vald sem við gáfum þeim.
Reynir W Lord, 6.11.2008 kl. 09:55
Ekkert endilega atvinnuleysið sem hrekur mann (nýskriðinn úr verkfræðinámi) úr landi heldur er það frekar RUGLIÐ í kringum stjórnmálin hér á landi. Fréttir af lánveitingum sem eiga engar stoðir í raunveruleikanum.. fyrst Rússar, svo var eitthvað minnst á Japani sem var víst bara einhver vitleysa líka... ? Dómsdagsspár á báða vegu hvort heldur sem við göngum inn í ESB eða ekki..
Kjaftæðið í kringum borgarpólitíkina, þvílíkir vitleysingar, maður á bara ekki til orð. Hvernig á maður nokkurntíman að geta borið nokkuð traust til stjórnmálamanna hérlendis aftur ? Ég ætla allavega að skila auðu þar til megið af þessu liði sem er við þessa (ó)stjórn (stjórnarandstaðan lítt skárri) hérna eru farið á eftirlaun svo mikið er víst.
Svo má ekki gleyma bönkunum, vá veit ekki hvar ég á að byrja að nöldra um þá... Há laun og bónusar vegna mikillar ábyrgðar svo þegar á reynir þá er ábyrgðin engin..!
Talningin heldur áfram: reisur, hlunnindi, kaupréttur sem er tryggður fram og aftur svo þessir kauðar tapi nú örugglega engu og ég veit ekki hvað og hvað..
Davíð 6.11.2008 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.