Múgæsingur við dælur N1
3.10.2008 | 08:13
Sé það alveg fyrir mér að núna þegar kreppir að N1 og hina olíufurstanna og þeir sjá fram á að fólk er farið að spara og jafnvel sniðganga þessi félög að þeir komi með svona útspil til að flýta fyrir æsing fólk á dæluna til að hamstra á uppsprengdu verði, ég spyr voða sakleikslega er þetta ekki bara leið til að hækka verð einu sinni enn, N1 hefur verið leiðandi í öllum hækkunum og síðastir að lækka, og núna þegar við erum að jafna okkur á hrikalegu gengisfalli krónunnar kemur Hermann á svið og tilkynnir að við gætum jú verið olíulaus eftir nokkrar vikur. Vá hvað mér hlakkar til að sjá næsta útspil.
Hætta á að landið verði olíulaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kjörið tækifæri til að fá sér reiðhjól eða taka strætó
Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 08:22
Hvernig eigum við að taka strætó ef landið verður olíulaust?
Kjartan Björnsson 3.10.2008 kl. 08:45
Fínt ef bensínið verði búið, vegna þess að ég get labbað hvert sem er innanbæjar á innan við 20 mín. hérna í stykkishólmi.
KariB 3.10.2008 kl. 08:52
er ekki bara ágætt að slappa aðeins af - annars finnst mér þetta ábiygðarlaust hjá Hemma disko að tala svona - nóg er nú samt
Jón Snæbjörnsson, 3.10.2008 kl. 08:54
Júlíus Valdimar Finnbogason Jú mikið rétt Júlíus hvar á að versla ég segi notum Olís til að fá Skeljung og N1 til að lækka, eða eins og þú segir í seinna comment sniðganga alveg N1 og versla þá bara við hinn en þá verðum við líka að sýna samstöðu allir sem einn, annars er þetta dauðadæmt.
Reynir W Lord, 3.10.2008 kl. 10:11
núna þegar gengið er að styrkjast ættum við ekki að fá 3% lækkun
Reynir W Lord, 3.10.2008 kl. 10:16
N1 og hin olíufélögin eru búin að hækka um 4 kr, líklegast því þeir eiga svo littlar byrgðir og það stefnir í að landið verði olíulaust
The Critic, 3.10.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.