! Samráð olíufélaganna ... já segi ég
15.9.2008 | 15:31
Algengasta verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er í dag 165,70 kr. Og á díselolíu 181,60. Verð á hráolíu á heimsmarkaði nálgast nú 95 dali en svo lágt hefur verðið ekki verið í sjö mánuði.
Þetta er búið að vera sama verð síðan Olíuverð var í 147$ heimsmarkaðsverð og þeir hafa ekki lækkað, og ætla sér ekki að lækka það er guðsgjöf fyrir þá að gengið skuli hafa hrunið því þá geta þeir borið við að gengið sé óhagstætt , en þeir segja að ef gengið hafi ekki fallið ættum við að sjá 5-6 kr lækkun getur það virkilega verið að þetta lækki ekki meir en um skitnar 6 kr miðað við að heimsmakasverð sé komið undir 99$, eða eru þeir að mara krókinn núna eins og þeir mögulega geta, og þeim er alveg sama um náungann eins lengi og við verslum við þá lækka þeir ekki, það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála þegar $ lækkar aftur og krónan verður sterkari hvaða afsökun koma þeir með þá, líklegar að heimskreppan hafi komið sér illa og þeir sjái ekki svigrúm til að lækka í bráð.
En ég spyr eina ferðina enn, Kæri viðskiptaráðherra hvaða niðurstöðu komst þú að þegar þú óskaðir eftir gögnum frá olíufélögunum, eða samtök neytenda var enginn fundur eða hvað ?
Óvíst hvort olíufélögin lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
einmitt, hversu mikið þarf það að lækka á heimsmarkaði til að þeir bregðist við... þeir voru ansi snöggir þegar þetta var á uppleið, fyrr í ár, þá gat maður bókað að það var of seint að taka olíu á "gamla verðinu" ef maður sá frétt um hækkun heimsmarkaðsverðs, eða ef gengi krónu gaf eftir, það leiddi beint út í dæluverðið... en nú... tregðan nálgast óendanlegt við að lækka.
molta, 15.9.2008 kl. 17:40
Tókstu út commentið mitt?
Frank M 16.9.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.